Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2016 10:04 Peningar streyma nú í sjóði KSÍ og til leikmanna sjálfra. Grafík/Birgitta Sigurleikurinn gegn Englandi í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir króna í aðra hönd. Fréttablaðið fór ítarlega yfir fjármálahliðina nýverið, þá sem snýr að KSÍ. Liðið hefur nú þegar tryggt KSÍ og leikmönnum tvo milljarða sé litið til þess hvað hver leikur og áfangi gefur. Við það bætist að KSÍ fær ríflega milljarð króna með þátttöku einni á mótinu. Þetta fé kemur frá UEFA, og tengist að verulegu leyti sjónvarpsrétti. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir veltu KSÍ tvöfaldast á þessu ári út af mótinu. „Fyrirkomulag UEFA er í stuttu máli þannig að við fáum átta milljónir evra fyrir þátttökuna en við berum allan kostnaðinn sjálfir við hana. Allt sem við gerum hér í Frakklandi er greitt af sambandinu og sá kostnaður er gríðarlegur.“ Ef svo fer að Íslandi takist að leggja Frakka bætast 550 milljónir við heildarsummuna. Og, menn þora varla að hugsa svo langt, en Íslendingar taka auðvitað bara einn leik í einu: Evrópumeistarar í fótbolta um 1.110 milljónir fyrir sigurleikinn og silfurverðlaunahafarnir um 688 milljónir króna. Á móti kemur kostnaður vegna þátttökunnar, sem er verulegur. Og 300 milljónir renna til aðildarfélaga KSÍ. Þá er til staðar afrekskerfi fyrir leikmenn liðsins og þjálfara og rennur stór hluti þessara tekna til liðsins sjálfs. Leikmenn fengu í kringum tvær milljónir króna fyrir hvort jafntefli í riðlakeppninni og fjórar milljónir fyrir sigurinn á Austurríki. Fyrir leikinn gegn Englandi hafði því hver leikmaður fengið í kringum átta milljónir króna í sinn hlut. Allt þetta sem hér hefur verið nefnt eru beingreiðslur, en víst er að þetta eykur mjög virði hvers leikmanns, sem eru í töluvert betri aðstöðu til að semja við sín félagslið og möguleika í tengslum við risaauglýsingasamninga. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Sigurleikurinn gegn Englandi í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir króna í aðra hönd. Fréttablaðið fór ítarlega yfir fjármálahliðina nýverið, þá sem snýr að KSÍ. Liðið hefur nú þegar tryggt KSÍ og leikmönnum tvo milljarða sé litið til þess hvað hver leikur og áfangi gefur. Við það bætist að KSÍ fær ríflega milljarð króna með þátttöku einni á mótinu. Þetta fé kemur frá UEFA, og tengist að verulegu leyti sjónvarpsrétti. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir veltu KSÍ tvöfaldast á þessu ári út af mótinu. „Fyrirkomulag UEFA er í stuttu máli þannig að við fáum átta milljónir evra fyrir þátttökuna en við berum allan kostnaðinn sjálfir við hana. Allt sem við gerum hér í Frakklandi er greitt af sambandinu og sá kostnaður er gríðarlegur.“ Ef svo fer að Íslandi takist að leggja Frakka bætast 550 milljónir við heildarsummuna. Og, menn þora varla að hugsa svo langt, en Íslendingar taka auðvitað bara einn leik í einu: Evrópumeistarar í fótbolta um 1.110 milljónir fyrir sigurleikinn og silfurverðlaunahafarnir um 688 milljónir króna. Á móti kemur kostnaður vegna þátttökunnar, sem er verulegur. Og 300 milljónir renna til aðildarfélaga KSÍ. Þá er til staðar afrekskerfi fyrir leikmenn liðsins og þjálfara og rennur stór hluti þessara tekna til liðsins sjálfs. Leikmenn fengu í kringum tvær milljónir króna fyrir hvort jafntefli í riðlakeppninni og fjórar milljónir fyrir sigurinn á Austurríki. Fyrir leikinn gegn Englandi hafði því hver leikmaður fengið í kringum átta milljónir króna í sinn hlut. Allt þetta sem hér hefur verið nefnt eru beingreiðslur, en víst er að þetta eykur mjög virði hvers leikmanns, sem eru í töluvert betri aðstöðu til að semja við sín félagslið og möguleika í tengslum við risaauglýsingasamninga.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira