Frakkar bjóðast til að hýsa Íslendinga á meðan EM stendur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júní 2016 13:46 „Það hefur verið stanslaus áhugi á Íslandi og íslenska liðinu,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, í samtali við Vísi. Framganga íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið athygli um víða veröld og sendiráðið finnur glöggt fyrir þeim mikla áhuga sem því fylgir. „Ég held við höfum fengið fleiri viðtalsbeiðnir síðustu tvo daga heldur en síðustu fimm ár þar á undan. Í morgun birtist franska stöðin M6 hér fyrir utan óboðin í dag er ég á leið í viðtal hjá ítalska sjónvarpinu.“ Sendiráðið í Frakklandi þjónustar ekki bara Frakkland heldur einnig Spán, Ítalíu, Andorra, Mónakó, Alsír, Marokkó, Líbanon, Túnis og Djibútí. Þá er sendiherrann einnig fastafulltrúi Íslands hjá OECD, UNESCO og Evrópuráðinu.Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Fimm og hálft stöðugildi starfar í sendiráðinu og það hefur verið mætt mikið á þeim undanfarna daga. Í fyrsta lagi þjónustaði sendiráðið fólk sem vildi kjósa utankjörfundar í forsetakosningunum og í öðru lagi bætist við þessi mikla athygli eftir Englandsleikinn. „Verkefni okkar snúast fyrst og fremst að borgaraþjónustu og aðstoða þá sem lent hafa í basli. Fólk sem lent hefur á sjúkrahúsi, orðið fyrir barðinu á ræningjum, týnt vegabréfinu sínu. Það er alltaf einhver reytingur af verkefnum. Það hefur aukist til muna á síðustu dögum.“ Komast varla í öll viðtöl Berglind segir að undanfarna daga hafi áhuga fjölmiðla af öllum gerðum og alls staðar úr heiminum bæst ofan á. Til marks um það má nefna að klassísk útvarpsstöð í Frakklandi, nokkurs konar Rondó þeirra Frakka, vildi taka viðtal við sendiherrann um árangurinn. „Það hefur oft verið bras að koma Íslandi á framfæri en nú önnum við varla eftirspurn.“ Flestir fjölmiðlar spyrja um hvernig standi á þessum árangri núna. Svarið er ávallt svipað af hálfu Berglindar. „Ég segi þeim að á Íslandi sé hreint loft og vatn og maturinn okkar, lambakjötið og fisknurinn, spili stóra rullu. Þá hafi það líka mikið að segja að koma frá Íslandi. Aðstæðurnar á landinu herði okkur og geri það að verkum að við gefumst aldrei upp.“ Hamingjuóskum hefur rignt inn og meðal annars hafa einhverjir Frakkar boðist til að skjóta skjólshúsi yfir Íslendinga á meðan mótinu stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort einhver hefur tekið slíku tilboði.“ Berglind segist ekki þora að spá fyrir um úrslitin í leiknum á sunnudag. „Frakkar eru með frábært lið veit ég. Við hjónin fengum frábærar treyjur frá KSÍ sem var árituð af strákunum. Við höfum mætt í þeim á síðustu tvo leiki og þeir hafa unnist. Við mætum aftur í þeim og það er aldrei að vita hvað gerist,“ segir Berglind að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gærkvöldi en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. 28. júní 2016 12:54 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Sjá meira
„Það hefur verið stanslaus áhugi á Íslandi og íslenska liðinu,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, í samtali við Vísi. Framganga íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið athygli um víða veröld og sendiráðið finnur glöggt fyrir þeim mikla áhuga sem því fylgir. „Ég held við höfum fengið fleiri viðtalsbeiðnir síðustu tvo daga heldur en síðustu fimm ár þar á undan. Í morgun birtist franska stöðin M6 hér fyrir utan óboðin í dag er ég á leið í viðtal hjá ítalska sjónvarpinu.“ Sendiráðið í Frakklandi þjónustar ekki bara Frakkland heldur einnig Spán, Ítalíu, Andorra, Mónakó, Alsír, Marokkó, Líbanon, Túnis og Djibútí. Þá er sendiherrann einnig fastafulltrúi Íslands hjá OECD, UNESCO og Evrópuráðinu.Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Fimm og hálft stöðugildi starfar í sendiráðinu og það hefur verið mætt mikið á þeim undanfarna daga. Í fyrsta lagi þjónustaði sendiráðið fólk sem vildi kjósa utankjörfundar í forsetakosningunum og í öðru lagi bætist við þessi mikla athygli eftir Englandsleikinn. „Verkefni okkar snúast fyrst og fremst að borgaraþjónustu og aðstoða þá sem lent hafa í basli. Fólk sem lent hefur á sjúkrahúsi, orðið fyrir barðinu á ræningjum, týnt vegabréfinu sínu. Það er alltaf einhver reytingur af verkefnum. Það hefur aukist til muna á síðustu dögum.“ Komast varla í öll viðtöl Berglind segir að undanfarna daga hafi áhuga fjölmiðla af öllum gerðum og alls staðar úr heiminum bæst ofan á. Til marks um það má nefna að klassísk útvarpsstöð í Frakklandi, nokkurs konar Rondó þeirra Frakka, vildi taka viðtal við sendiherrann um árangurinn. „Það hefur oft verið bras að koma Íslandi á framfæri en nú önnum við varla eftirspurn.“ Flestir fjölmiðlar spyrja um hvernig standi á þessum árangri núna. Svarið er ávallt svipað af hálfu Berglindar. „Ég segi þeim að á Íslandi sé hreint loft og vatn og maturinn okkar, lambakjötið og fisknurinn, spili stóra rullu. Þá hafi það líka mikið að segja að koma frá Íslandi. Aðstæðurnar á landinu herði okkur og geri það að verkum að við gefumst aldrei upp.“ Hamingjuóskum hefur rignt inn og meðal annars hafa einhverjir Frakkar boðist til að skjóta skjólshúsi yfir Íslendinga á meðan mótinu stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort einhver hefur tekið slíku tilboði.“ Berglind segist ekki þora að spá fyrir um úrslitin í leiknum á sunnudag. „Frakkar eru með frábært lið veit ég. Við hjónin fengum frábærar treyjur frá KSÍ sem var árituð af strákunum. Við höfum mætt í þeim á síðustu tvo leiki og þeir hafa unnist. Við mætum aftur í þeim og það er aldrei að vita hvað gerist,“ segir Berglind að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gærkvöldi en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. 28. júní 2016 12:54 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Sjá meira
Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gærkvöldi en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. 28. júní 2016 12:54
Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“