Frakkar bjóðast til að hýsa Íslendinga á meðan EM stendur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júní 2016 13:46 „Það hefur verið stanslaus áhugi á Íslandi og íslenska liðinu,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, í samtali við Vísi. Framganga íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið athygli um víða veröld og sendiráðið finnur glöggt fyrir þeim mikla áhuga sem því fylgir. „Ég held við höfum fengið fleiri viðtalsbeiðnir síðustu tvo daga heldur en síðustu fimm ár þar á undan. Í morgun birtist franska stöðin M6 hér fyrir utan óboðin í dag er ég á leið í viðtal hjá ítalska sjónvarpinu.“ Sendiráðið í Frakklandi þjónustar ekki bara Frakkland heldur einnig Spán, Ítalíu, Andorra, Mónakó, Alsír, Marokkó, Líbanon, Túnis og Djibútí. Þá er sendiherrann einnig fastafulltrúi Íslands hjá OECD, UNESCO og Evrópuráðinu.Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Fimm og hálft stöðugildi starfar í sendiráðinu og það hefur verið mætt mikið á þeim undanfarna daga. Í fyrsta lagi þjónustaði sendiráðið fólk sem vildi kjósa utankjörfundar í forsetakosningunum og í öðru lagi bætist við þessi mikla athygli eftir Englandsleikinn. „Verkefni okkar snúast fyrst og fremst að borgaraþjónustu og aðstoða þá sem lent hafa í basli. Fólk sem lent hefur á sjúkrahúsi, orðið fyrir barðinu á ræningjum, týnt vegabréfinu sínu. Það er alltaf einhver reytingur af verkefnum. Það hefur aukist til muna á síðustu dögum.“ Komast varla í öll viðtöl Berglind segir að undanfarna daga hafi áhuga fjölmiðla af öllum gerðum og alls staðar úr heiminum bæst ofan á. Til marks um það má nefna að klassísk útvarpsstöð í Frakklandi, nokkurs konar Rondó þeirra Frakka, vildi taka viðtal við sendiherrann um árangurinn. „Það hefur oft verið bras að koma Íslandi á framfæri en nú önnum við varla eftirspurn.“ Flestir fjölmiðlar spyrja um hvernig standi á þessum árangri núna. Svarið er ávallt svipað af hálfu Berglindar. „Ég segi þeim að á Íslandi sé hreint loft og vatn og maturinn okkar, lambakjötið og fisknurinn, spili stóra rullu. Þá hafi það líka mikið að segja að koma frá Íslandi. Aðstæðurnar á landinu herði okkur og geri það að verkum að við gefumst aldrei upp.“ Hamingjuóskum hefur rignt inn og meðal annars hafa einhverjir Frakkar boðist til að skjóta skjólshúsi yfir Íslendinga á meðan mótinu stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort einhver hefur tekið slíku tilboði.“ Berglind segist ekki þora að spá fyrir um úrslitin í leiknum á sunnudag. „Frakkar eru með frábært lið veit ég. Við hjónin fengum frábærar treyjur frá KSÍ sem var árituð af strákunum. Við höfum mætt í þeim á síðustu tvo leiki og þeir hafa unnist. Við mætum aftur í þeim og það er aldrei að vita hvað gerist,“ segir Berglind að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gærkvöldi en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. 28. júní 2016 12:54 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
„Það hefur verið stanslaus áhugi á Íslandi og íslenska liðinu,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, í samtali við Vísi. Framganga íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið athygli um víða veröld og sendiráðið finnur glöggt fyrir þeim mikla áhuga sem því fylgir. „Ég held við höfum fengið fleiri viðtalsbeiðnir síðustu tvo daga heldur en síðustu fimm ár þar á undan. Í morgun birtist franska stöðin M6 hér fyrir utan óboðin í dag er ég á leið í viðtal hjá ítalska sjónvarpinu.“ Sendiráðið í Frakklandi þjónustar ekki bara Frakkland heldur einnig Spán, Ítalíu, Andorra, Mónakó, Alsír, Marokkó, Líbanon, Túnis og Djibútí. Þá er sendiherrann einnig fastafulltrúi Íslands hjá OECD, UNESCO og Evrópuráðinu.Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Fimm og hálft stöðugildi starfar í sendiráðinu og það hefur verið mætt mikið á þeim undanfarna daga. Í fyrsta lagi þjónustaði sendiráðið fólk sem vildi kjósa utankjörfundar í forsetakosningunum og í öðru lagi bætist við þessi mikla athygli eftir Englandsleikinn. „Verkefni okkar snúast fyrst og fremst að borgaraþjónustu og aðstoða þá sem lent hafa í basli. Fólk sem lent hefur á sjúkrahúsi, orðið fyrir barðinu á ræningjum, týnt vegabréfinu sínu. Það er alltaf einhver reytingur af verkefnum. Það hefur aukist til muna á síðustu dögum.“ Komast varla í öll viðtöl Berglind segir að undanfarna daga hafi áhuga fjölmiðla af öllum gerðum og alls staðar úr heiminum bæst ofan á. Til marks um það má nefna að klassísk útvarpsstöð í Frakklandi, nokkurs konar Rondó þeirra Frakka, vildi taka viðtal við sendiherrann um árangurinn. „Það hefur oft verið bras að koma Íslandi á framfæri en nú önnum við varla eftirspurn.“ Flestir fjölmiðlar spyrja um hvernig standi á þessum árangri núna. Svarið er ávallt svipað af hálfu Berglindar. „Ég segi þeim að á Íslandi sé hreint loft og vatn og maturinn okkar, lambakjötið og fisknurinn, spili stóra rullu. Þá hafi það líka mikið að segja að koma frá Íslandi. Aðstæðurnar á landinu herði okkur og geri það að verkum að við gefumst aldrei upp.“ Hamingjuóskum hefur rignt inn og meðal annars hafa einhverjir Frakkar boðist til að skjóta skjólshúsi yfir Íslendinga á meðan mótinu stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort einhver hefur tekið slíku tilboði.“ Berglind segist ekki þora að spá fyrir um úrslitin í leiknum á sunnudag. „Frakkar eru með frábært lið veit ég. Við hjónin fengum frábærar treyjur frá KSÍ sem var árituð af strákunum. Við höfum mætt í þeim á síðustu tvo leiki og þeir hafa unnist. Við mætum aftur í þeim og það er aldrei að vita hvað gerist,“ segir Berglind að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gærkvöldi en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. 28. júní 2016 12:54 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gærkvöldi en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. 28. júní 2016 12:54
Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum