Guðni Th: Þyngra en tárum taki að hælisleitendur leiti skjóls í kirkju og lögreglan dragi þá þaðan út Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2016 15:53 Guðni vonar að atvik eins og það sem varð í Laugarneskirkju aðfaranótt þriðjudags endurtaki sig ekki. vísir Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altaris í Laugarneskirkju þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm um morguninn í kirkjun en þá höfðu um þrjátíu manns beðið með þeim í kirkjunni í um klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndir og myndbönd sem birst hafa í fjölmiðlum af því þegar mennirnir eru dregnir út úr kirkjunni eru sláandi enda hafa þær vakið mikla athygli, meðal annars í erlendum fjölmiðlum, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mál hælisleitenda hér á landi komast í heimsfréttirnar en Al Jazeera fjallaði til dæmis um mál nígeríska hælisleitandans Eze Okafor fyrr í mánuðinum. Blaðamanni Vísis lék forvitni á að vita hvort að nýkjörinn forseti Guðni Th. Jóhannesson vildi tjá sig um mál þeirra Alí og Majed, ekki kannski síst í ljósi þess að honum var tíðrætt um mannúðina í kosningabaráttu sinni til forseta. Guðni segir að honum finnist ekki við hæfi að nýkjörinn forseti tjái sig beinlínis um einstök atvik. „En auðvitað finnst manni þyngra en tárum taki að mál þróist á þann veg að hælisleitendur finni sér skjól í kirkju og laganna verðir dragi þá síðan þaðan út. Vonandi kemur þetta ekki aftur fyrir.“ Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Mikið hefur fjallað um tvo unga íraska hælisleitendur sem vísað var frá Íslandi aðfaranótt þriðjudags og til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en lögregla sótti þá til altaris í Laugarneskirkju þar sem boðað hafði verið til nokkurs konar samverustundar til stuðnings þeim. Mennirnir tveir, Alí og Majed, voru sóttir af lögreglu klukkan fimm um morguninn í kirkjun en þá höfðu um þrjátíu manns beðið með þeim í kirkjunni í um klukkustund, hlýtt á tónlist og rætt saman. Myndir og myndbönd sem birst hafa í fjölmiðlum af því þegar mennirnir eru dregnir út úr kirkjunni eru sláandi enda hafa þær vakið mikla athygli, meðal annars í erlendum fjölmiðlum, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Er þetta ekki í fyrsta sinn sem mál hælisleitenda hér á landi komast í heimsfréttirnar en Al Jazeera fjallaði til dæmis um mál nígeríska hælisleitandans Eze Okafor fyrr í mánuðinum. Blaðamanni Vísis lék forvitni á að vita hvort að nýkjörinn forseti Guðni Th. Jóhannesson vildi tjá sig um mál þeirra Alí og Majed, ekki kannski síst í ljósi þess að honum var tíðrætt um mannúðina í kosningabaráttu sinni til forseta. Guðni segir að honum finnist ekki við hæfi að nýkjörinn forseti tjái sig beinlínis um einstök atvik. „En auðvitað finnst manni þyngra en tárum taki að mál þróist á þann veg að hælisleitendur finni sér skjól í kirkju og laganna verðir dragi þá síðan þaðan út. Vonandi kemur þetta ekki aftur fyrir.“
Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07