Afi hans var stjóri Swansea og strákurinn vildi endilega hitta Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 14:40 Gylfi Þór Sigurðsson og Clement Davies. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Frábær stemning var á opnu æfingunni hjá íslenska fótboltalandsliðinu í Annecy í dag og íslensku strákarnir hittu unga stuðningsmenn liðsins eftir hana og gáfu eiginhandaráritanir. Það voru ekki bara íslenskir krakkar sem mættu því þar var líka Clement Davies sem er ungur aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea á Englandi. Clement býr ásamt foreldrum sínum í Frakklandi en pabbi hans er frá Wales en mamma hans er frönsk. Knattspyrnusamband Íslands sagði frá þessari skemmtilegu heimsókn á heimasíðu sinni. Það var draumur stráksins að fá að hitta Gylfa á æfingunni en afi stráksins, Glyn Davies, var leikmaður Swansea árin 1962-1964 en hann var svo stjóri liðsins árið 1965-1966. Clement mætti í Swansea treyju og fékk mynd af sér með Gylfa ásamt eiginhandaráritun. Gylfi tók að sjálfsögðu vel á móti stráknum og gaf honum eiginhandaráritun en Clement var í Swansea-treyjunni innan um alla íslensku landsliðsbúningana. Það er full ástæða fyrir stuðningsmenn Swansea að halda upp á Gylfa Þór Sigurðsson sem átti flott tímabil og var án efa besti leikmaður liðsins eftir áramót. Gylfi skoraði alls ellefu mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar af níu þeirra á árinu 2016. Það var bara André Ayew sem skoraði meira en hann og öll þessi mörk var íslenski landsliðsmaðurinn að skora af miðjunni. Hilmar Þór Guðmundsson tók þessar myndir af Gylfa hér fyrir neðan og birti á fésbókarsíðu KSÍ.Mynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar Þór EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Frábær stemning var á opnu æfingunni hjá íslenska fótboltalandsliðinu í Annecy í dag og íslensku strákarnir hittu unga stuðningsmenn liðsins eftir hana og gáfu eiginhandaráritanir. Það voru ekki bara íslenskir krakkar sem mættu því þar var líka Clement Davies sem er ungur aðdáandi Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea á Englandi. Clement býr ásamt foreldrum sínum í Frakklandi en pabbi hans er frá Wales en mamma hans er frönsk. Knattspyrnusamband Íslands sagði frá þessari skemmtilegu heimsókn á heimasíðu sinni. Það var draumur stráksins að fá að hitta Gylfa á æfingunni en afi stráksins, Glyn Davies, var leikmaður Swansea árin 1962-1964 en hann var svo stjóri liðsins árið 1965-1966. Clement mætti í Swansea treyju og fékk mynd af sér með Gylfa ásamt eiginhandaráritun. Gylfi tók að sjálfsögðu vel á móti stráknum og gaf honum eiginhandaráritun en Clement var í Swansea-treyjunni innan um alla íslensku landsliðsbúningana. Það er full ástæða fyrir stuðningsmenn Swansea að halda upp á Gylfa Þór Sigurðsson sem átti flott tímabil og var án efa besti leikmaður liðsins eftir áramót. Gylfi skoraði alls ellefu mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar af níu þeirra á árinu 2016. Það var bara André Ayew sem skoraði meira en hann og öll þessi mörk var íslenski landsliðsmaðurinn að skora af miðjunni. Hilmar Þór Guðmundsson tók þessar myndir af Gylfa hér fyrir neðan og birti á fésbókarsíðu KSÍ.Mynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar ÞórMynd/KSÍ/Hilmar Þór
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira