Íslenski boltinn

Kátir fótboltastrákar láta rigninguna á Skaganum ekki stoppa sig | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ungir Þórsarar á fullri ferð og einn að verja sig gegn rigningunni á Skagnum í dag.
Ungir Þórsarar á fullri ferð og einn að verja sig gegn rigningunni á Skagnum í dag. mynd/kfía.is
Norðurálsmótið hófst á Akranesi í dag en þar láta fótboltastrákar framtíðarinnar ljós sitt skína alla helgina.

Smá rigning hefur verið á Skaganum í dag en strákarnir ungu létu það ekkert á sig fá og sýndu listir sínar í allan dag.

Norðurálsmótið fyrir stráka í sjöunda flokki upp að átta ára aldri en fyrir marga er þetta fyrsta mótið sem þeir taka þátt í og verður því eftirminnilegt.

Hér að neðan má sjá skemmtilega myndasyrpu frá fyrsta degi mótsins sem og myndband frá fyrsta deginum sem Ísak Máni Sævarsson tók saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×