Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. júní 2016 13:03 Vísir/EPA Líklegt þykir að UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, muni leggja harðar refsiaðgerðir gegn rússnesku knattspyrnusamtökunum en nokkrir slösuðust alvarlega þegar stuðningsmenn rússneska landsliðsins í knattspyrnu réðust á áhangendur enska landsliðsins í gær. Þrjátíu og fimm hið minnsta slösuðust í átökunum. Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús í Mariseille eftir að átök brutust milli stuðningsmanna Englands og Rússland. Það sló í brýnu milli áhangenda fyrir of eftir viðureign liðanna á Evrópumótinu í fótbolta sem haldið er í Frakklandi. Fjölmargir slösuðust í átökunum, ekki færri en þrjátíu og fimm samkvæmt breska sendiráðinu í Frakklandi. Rússneskir stuðningsmenn kveiktu á blysum á Stade Velodrome leikvanginum í Marseille eftir að Rússar jöfnuðu gegn Englendingum í uppbótartíma. Stuttu seinna veittust rússnesku stuðningsmennirnir að þeim ensku með höggum og spörkum. Margir særðust hamaganginum og glundroðanum sem myndaðist. Á meðal þeirra sem slösuðust var rétt rúmlega fimmtugur breskur karlmaður en ítrekað var sparkað í höfuð hans. Með hjartahnoði tókst að endurlífga manninn og var hann fluttur undir læknishendur, alblóðugur og í alvarlegu ástandi.Átökin héldu áfram í miðborg Marseille og þurfti lögregla að beita táragasi gegn bullunum. Borgaryfirvöld ákváðu að loka lestarkerfi borgarinnar til að koma í veg fyrir áframhaldandi átök. Birkir Björnsson er í Marseille og varð vitni að óeirðarástandinu í gær. Íslendingur í táragasi„Áður en við vitum af er lögreglan farin að smala fólkinu frá þessum stöðum og á eitthvað torg sem er þarna. Þar byrjuðum við að heyra sprengingar fyri framan okkur og áður en við vitum af erum við lentir í reyknum sjálfir,“ segir Birkir Björnsson, Íslendingur í París. „Þetta var svolítið scary,“ segir Birkir, Hann hafi átt erfitt með andardrátt og ekki vitað hvað hafi verið að gerast í kringum hann. „Maður veit ekki hvort einhver sé að fara að hlaupa á þig, áttu að hlaupa eða vera kyrr?“ segir Birkir sem var búinn að jafna sig á látunum í gær. „Þegar þetta er búið er þetta bara minning.“Refsiaðgerðir óákveðnarAganefnd UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, mun funda sérstaklega um málið en talið er líklegt að rússneska knattspyrnusamtökin muni sæta alvarlegum refsiaðgerðum vegna málsins en stuðningsmenn Rússlands eru sakaðir um óeirðir, ofbeldi, kynþáttaníð og að hafa kveikt í flugeldum á meðan leikurinn stóð yfir.Í fréttatilkynningu frá UEFA kemur fram að niðurstaða aganefndarinnar muni liggja fyrir á þriðjudaginn. Næsti leikur Rússa er gegn Slóvakíu á miðvikudaginn.Íþróttamálaráðherra Rússlands, Vitaly Mutko, sagði fjölmiðlum í morgun að rússneska knattspyrnusambandið muni greiða sekt aganefndar UEFA. Hann sagði stuðningsmenn landsliðsins hafa hagað sér illa. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Líklegt þykir að UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, muni leggja harðar refsiaðgerðir gegn rússnesku knattspyrnusamtökunum en nokkrir slösuðust alvarlega þegar stuðningsmenn rússneska landsliðsins í knattspyrnu réðust á áhangendur enska landsliðsins í gær. Þrjátíu og fimm hið minnsta slösuðust í átökunum. Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús í Mariseille eftir að átök brutust milli stuðningsmanna Englands og Rússland. Það sló í brýnu milli áhangenda fyrir of eftir viðureign liðanna á Evrópumótinu í fótbolta sem haldið er í Frakklandi. Fjölmargir slösuðust í átökunum, ekki færri en þrjátíu og fimm samkvæmt breska sendiráðinu í Frakklandi. Rússneskir stuðningsmenn kveiktu á blysum á Stade Velodrome leikvanginum í Marseille eftir að Rússar jöfnuðu gegn Englendingum í uppbótartíma. Stuttu seinna veittust rússnesku stuðningsmennirnir að þeim ensku með höggum og spörkum. Margir særðust hamaganginum og glundroðanum sem myndaðist. Á meðal þeirra sem slösuðust var rétt rúmlega fimmtugur breskur karlmaður en ítrekað var sparkað í höfuð hans. Með hjartahnoði tókst að endurlífga manninn og var hann fluttur undir læknishendur, alblóðugur og í alvarlegu ástandi.Átökin héldu áfram í miðborg Marseille og þurfti lögregla að beita táragasi gegn bullunum. Borgaryfirvöld ákváðu að loka lestarkerfi borgarinnar til að koma í veg fyrir áframhaldandi átök. Birkir Björnsson er í Marseille og varð vitni að óeirðarástandinu í gær. Íslendingur í táragasi„Áður en við vitum af er lögreglan farin að smala fólkinu frá þessum stöðum og á eitthvað torg sem er þarna. Þar byrjuðum við að heyra sprengingar fyri framan okkur og áður en við vitum af erum við lentir í reyknum sjálfir,“ segir Birkir Björnsson, Íslendingur í París. „Þetta var svolítið scary,“ segir Birkir, Hann hafi átt erfitt með andardrátt og ekki vitað hvað hafi verið að gerast í kringum hann. „Maður veit ekki hvort einhver sé að fara að hlaupa á þig, áttu að hlaupa eða vera kyrr?“ segir Birkir sem var búinn að jafna sig á látunum í gær. „Þegar þetta er búið er þetta bara minning.“Refsiaðgerðir óákveðnarAganefnd UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, mun funda sérstaklega um málið en talið er líklegt að rússneska knattspyrnusamtökin muni sæta alvarlegum refsiaðgerðum vegna málsins en stuðningsmenn Rússlands eru sakaðir um óeirðir, ofbeldi, kynþáttaníð og að hafa kveikt í flugeldum á meðan leikurinn stóð yfir.Í fréttatilkynningu frá UEFA kemur fram að niðurstaða aganefndarinnar muni liggja fyrir á þriðjudaginn. Næsti leikur Rússa er gegn Slóvakíu á miðvikudaginn.Íþróttamálaráðherra Rússlands, Vitaly Mutko, sagði fjölmiðlum í morgun að rússneska knattspyrnusambandið muni greiða sekt aganefndar UEFA. Hann sagði stuðningsmenn landsliðsins hafa hagað sér illa.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39
UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22