Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. júní 2016 13:03 Vísir/EPA Líklegt þykir að UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, muni leggja harðar refsiaðgerðir gegn rússnesku knattspyrnusamtökunum en nokkrir slösuðust alvarlega þegar stuðningsmenn rússneska landsliðsins í knattspyrnu réðust á áhangendur enska landsliðsins í gær. Þrjátíu og fimm hið minnsta slösuðust í átökunum. Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús í Mariseille eftir að átök brutust milli stuðningsmanna Englands og Rússland. Það sló í brýnu milli áhangenda fyrir of eftir viðureign liðanna á Evrópumótinu í fótbolta sem haldið er í Frakklandi. Fjölmargir slösuðust í átökunum, ekki færri en þrjátíu og fimm samkvæmt breska sendiráðinu í Frakklandi. Rússneskir stuðningsmenn kveiktu á blysum á Stade Velodrome leikvanginum í Marseille eftir að Rússar jöfnuðu gegn Englendingum í uppbótartíma. Stuttu seinna veittust rússnesku stuðningsmennirnir að þeim ensku með höggum og spörkum. Margir særðust hamaganginum og glundroðanum sem myndaðist. Á meðal þeirra sem slösuðust var rétt rúmlega fimmtugur breskur karlmaður en ítrekað var sparkað í höfuð hans. Með hjartahnoði tókst að endurlífga manninn og var hann fluttur undir læknishendur, alblóðugur og í alvarlegu ástandi.Átökin héldu áfram í miðborg Marseille og þurfti lögregla að beita táragasi gegn bullunum. Borgaryfirvöld ákváðu að loka lestarkerfi borgarinnar til að koma í veg fyrir áframhaldandi átök. Birkir Björnsson er í Marseille og varð vitni að óeirðarástandinu í gær. Íslendingur í táragasi„Áður en við vitum af er lögreglan farin að smala fólkinu frá þessum stöðum og á eitthvað torg sem er þarna. Þar byrjuðum við að heyra sprengingar fyri framan okkur og áður en við vitum af erum við lentir í reyknum sjálfir,“ segir Birkir Björnsson, Íslendingur í París. „Þetta var svolítið scary,“ segir Birkir, Hann hafi átt erfitt með andardrátt og ekki vitað hvað hafi verið að gerast í kringum hann. „Maður veit ekki hvort einhver sé að fara að hlaupa á þig, áttu að hlaupa eða vera kyrr?“ segir Birkir sem var búinn að jafna sig á látunum í gær. „Þegar þetta er búið er þetta bara minning.“Refsiaðgerðir óákveðnarAganefnd UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, mun funda sérstaklega um málið en talið er líklegt að rússneska knattspyrnusamtökin muni sæta alvarlegum refsiaðgerðum vegna málsins en stuðningsmenn Rússlands eru sakaðir um óeirðir, ofbeldi, kynþáttaníð og að hafa kveikt í flugeldum á meðan leikurinn stóð yfir.Í fréttatilkynningu frá UEFA kemur fram að niðurstaða aganefndarinnar muni liggja fyrir á þriðjudaginn. Næsti leikur Rússa er gegn Slóvakíu á miðvikudaginn.Íþróttamálaráðherra Rússlands, Vitaly Mutko, sagði fjölmiðlum í morgun að rússneska knattspyrnusambandið muni greiða sekt aganefndar UEFA. Hann sagði stuðningsmenn landsliðsins hafa hagað sér illa. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Líklegt þykir að UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, muni leggja harðar refsiaðgerðir gegn rússnesku knattspyrnusamtökunum en nokkrir slösuðust alvarlega þegar stuðningsmenn rússneska landsliðsins í knattspyrnu réðust á áhangendur enska landsliðsins í gær. Þrjátíu og fimm hið minnsta slösuðust í átökunum. Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús í Mariseille eftir að átök brutust milli stuðningsmanna Englands og Rússland. Það sló í brýnu milli áhangenda fyrir of eftir viðureign liðanna á Evrópumótinu í fótbolta sem haldið er í Frakklandi. Fjölmargir slösuðust í átökunum, ekki færri en þrjátíu og fimm samkvæmt breska sendiráðinu í Frakklandi. Rússneskir stuðningsmenn kveiktu á blysum á Stade Velodrome leikvanginum í Marseille eftir að Rússar jöfnuðu gegn Englendingum í uppbótartíma. Stuttu seinna veittust rússnesku stuðningsmennirnir að þeim ensku með höggum og spörkum. Margir særðust hamaganginum og glundroðanum sem myndaðist. Á meðal þeirra sem slösuðust var rétt rúmlega fimmtugur breskur karlmaður en ítrekað var sparkað í höfuð hans. Með hjartahnoði tókst að endurlífga manninn og var hann fluttur undir læknishendur, alblóðugur og í alvarlegu ástandi.Átökin héldu áfram í miðborg Marseille og þurfti lögregla að beita táragasi gegn bullunum. Borgaryfirvöld ákváðu að loka lestarkerfi borgarinnar til að koma í veg fyrir áframhaldandi átök. Birkir Björnsson er í Marseille og varð vitni að óeirðarástandinu í gær. Íslendingur í táragasi„Áður en við vitum af er lögreglan farin að smala fólkinu frá þessum stöðum og á eitthvað torg sem er þarna. Þar byrjuðum við að heyra sprengingar fyri framan okkur og áður en við vitum af erum við lentir í reyknum sjálfir,“ segir Birkir Björnsson, Íslendingur í París. „Þetta var svolítið scary,“ segir Birkir, Hann hafi átt erfitt með andardrátt og ekki vitað hvað hafi verið að gerast í kringum hann. „Maður veit ekki hvort einhver sé að fara að hlaupa á þig, áttu að hlaupa eða vera kyrr?“ segir Birkir sem var búinn að jafna sig á látunum í gær. „Þegar þetta er búið er þetta bara minning.“Refsiaðgerðir óákveðnarAganefnd UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, mun funda sérstaklega um málið en talið er líklegt að rússneska knattspyrnusamtökin muni sæta alvarlegum refsiaðgerðum vegna málsins en stuðningsmenn Rússlands eru sakaðir um óeirðir, ofbeldi, kynþáttaníð og að hafa kveikt í flugeldum á meðan leikurinn stóð yfir.Í fréttatilkynningu frá UEFA kemur fram að niðurstaða aganefndarinnar muni liggja fyrir á þriðjudaginn. Næsti leikur Rússa er gegn Slóvakíu á miðvikudaginn.Íþróttamálaráðherra Rússlands, Vitaly Mutko, sagði fjölmiðlum í morgun að rússneska knattspyrnusambandið muni greiða sekt aganefndar UEFA. Hann sagði stuðningsmenn landsliðsins hafa hagað sér illa.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39
UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22