Selfoss vann góðan sigur á Fjarðabyggð og Keflavík og Fram gerðu 2-2 jafntefli í síðustu leikjum dagsins í Inkasso-deildinni.
James Mack tryggði Selfoss sigur á Fjarðabyggð á heimavelli með sigurmarki níu mínútum fyrir leikslok.
Selfoss skoraði öll mörk leiksins því Arnar Logi Sveinsson kom Selfoss yfir áður en Óttar Guðlaugsson jafnaði fyrir Fjarðabyggð með sjálfsmarki.
Selfyssingar eru í sjötta sætinu með níu stig, en Fjarðabyggð er í níunda sætinu með sex stig.
Fram kom tvisvar til baka gegn Keflavík suður með sjó þegar liðin skildu jöfn 2-2.
Sigurbergur Elísson kom Keflavík yfir á fjórtándu mínútu, en Hlynur Atli Magnússon jafnaði á 35. mínútu.
Mínútu síðar fékk Beitir Ólafsson markvörður Keflavíkur rautt spjald og léku því heimamenn einum færri í 35 mínútur.
Sigurbergur var svo aftur á ferðinni á 48. mínútu þegar hann kom Keflvíkingum yfir úr vítaspyrn, en Hlynur Atli jafnaði með sínu öðru marki á 64. mínútu og lokatölur 2-2.
Keflavík er í fjórða sætinu með 10 stig, þremur stigum frá toppnum. Fram er í sjöunda sætinu með níu stig.
Úrslit og markaskorar eru fengnir frá úrslit.net.
Mack hetja Selfoss og Fram kom tvívegis til baka
Anton Ingi Leifsson skrifar
