Myrti fimmtíu manns á næturklúbbi Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júní 2016 07:00 Mikill viðbúnaður var við næturklúbbinn Pulse í Orlando eftir skotárásina í fyrrinótt. Vísir/EPA Omar Saddiqui Mateen, 29 ára gamall starfsmaður öryggisfyrirtækisins G4S, féll fyrir skotum lögreglu í fyrrinótt eftir að hafa myrt um 50 manns á næturklúbbi hinsegin fólks í Orlando. Árásin hófst um klukkan tvö eftir miðnætti og lauk um klukkan fimm að morgni þegar lögreglan réðst inn. Þessa þrjá tíma hafði Mateen notað til þess að skjóta meira en hundrað manns. Meira en fimmtíu voru særðir, flestir lífshættulega, þannig að búist var við að tala látinna myndi hækka. Árásarmaðurinn, sem er bandarískur ríkisborgari af afgönskum uppruna, hringdi sjálfur í bandarísku neyðarlínuna og sagðist fylgja Daish-samtökunum, sem hafa haldið uppi ógnarstjórn á stórum svæðum í Sýrlandi og Írak og hvetja fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk í sínu nafni. Hann hefur tvisvar áður komið við sögu lögreglunnar. Jerry Demings, lögreglustjóri í Orange-sýslu, sagði lögregluna flokka árásina undir hryðjuverk. Faðir árásarmannsins, Mir Seddique, segist samt viss um að árásin hafi ekki haft neitt með trúarbrögð að gera. Hann sagðist vera í áfalli og ekki hafa vitað hvað sonur hans hefði haft í hyggju. „Við viljum biðjast afsökunar á þessu öllu,“ sagði hann í gær. „Við erum í áfalli eins og öll þjóðin.“ Seddique segir að sonur hans hafi fyllst reiði þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Árásin gæti hafa haft eitthvað með það að gera. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði þetta vera bæði hryðjuverk og hatursárás: „Við erum enn að átta okkur á staðreyndunum,“ sagði hann í ávarpi til þjóðarinnar. „Það sem er ljóst er að þetta var maður sem var fullur haturs.“ Hann minnti einnig, eins og hann hefur gert í hvert sinn sem hann hefur ávarpað þjóð sína í kjölfar mannskæðra skotárása, á það hve auðvelt það er fyrir ofbeldismenn að nálgast stórhættuleg skotvopn. Leiðtogar og talsmenn múslima hafa eins og aðrir fordæmt þessi fjöldamorð, sem eru þau fjölmennustu í sögu Bandaríkjanna, að minnsta kosti síðustu öldina og rúmlega það. Mannskæðustu skotárásir í sögu Bandaríkjanna Virginia Tech háskólinn í Blacksburg, Virginíu 16. apríl 200732 látnir Seung-Hui Cho, 23 ára námsmaður Sandy Hook grunnskólinn í Newtown, Connecticut 14. desember 201227 látnir Adam Lanza, 20 ára Killen í Texas 16. október 199123 látnir George Hennard, 35 ára San Ysidro, Kaliforníu 18. júlí 198421 látinn James Huberty, 41 árs Austin, Texas 1. ágúst 196618 látnir Joseph Whitman, 25 ára San Bernardino, Kaliforníu 2. desember 201514 látnir Sayed Rizwan Farook, 28 ára, og Tashfeen Malik, 29 ára Edmond, Oklahoma 20. ágúst 198614 látnir Patrick Henry Sherrill, 44 ára Fort Hood, Texas 5. nóvember 200913 látnir Nidal Malik Hasan, 39 áraÞessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Omar Saddiqui Mateen, 29 ára gamall starfsmaður öryggisfyrirtækisins G4S, féll fyrir skotum lögreglu í fyrrinótt eftir að hafa myrt um 50 manns á næturklúbbi hinsegin fólks í Orlando. Árásin hófst um klukkan tvö eftir miðnætti og lauk um klukkan fimm að morgni þegar lögreglan réðst inn. Þessa þrjá tíma hafði Mateen notað til þess að skjóta meira en hundrað manns. Meira en fimmtíu voru særðir, flestir lífshættulega, þannig að búist var við að tala látinna myndi hækka. Árásarmaðurinn, sem er bandarískur ríkisborgari af afgönskum uppruna, hringdi sjálfur í bandarísku neyðarlínuna og sagðist fylgja Daish-samtökunum, sem hafa haldið uppi ógnarstjórn á stórum svæðum í Sýrlandi og Írak og hvetja fólk um heim allan til að fremja hryðjuverk í sínu nafni. Hann hefur tvisvar áður komið við sögu lögreglunnar. Jerry Demings, lögreglustjóri í Orange-sýslu, sagði lögregluna flokka árásina undir hryðjuverk. Faðir árásarmannsins, Mir Seddique, segist samt viss um að árásin hafi ekki haft neitt með trúarbrögð að gera. Hann sagðist vera í áfalli og ekki hafa vitað hvað sonur hans hefði haft í hyggju. „Við viljum biðjast afsökunar á þessu öllu,“ sagði hann í gær. „Við erum í áfalli eins og öll þjóðin.“ Seddique segir að sonur hans hafi fyllst reiði þegar hann sá tvo karlmenn kyssast. Árásin gæti hafa haft eitthvað með það að gera. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði þetta vera bæði hryðjuverk og hatursárás: „Við erum enn að átta okkur á staðreyndunum,“ sagði hann í ávarpi til þjóðarinnar. „Það sem er ljóst er að þetta var maður sem var fullur haturs.“ Hann minnti einnig, eins og hann hefur gert í hvert sinn sem hann hefur ávarpað þjóð sína í kjölfar mannskæðra skotárása, á það hve auðvelt það er fyrir ofbeldismenn að nálgast stórhættuleg skotvopn. Leiðtogar og talsmenn múslima hafa eins og aðrir fordæmt þessi fjöldamorð, sem eru þau fjölmennustu í sögu Bandaríkjanna, að minnsta kosti síðustu öldina og rúmlega það. Mannskæðustu skotárásir í sögu Bandaríkjanna Virginia Tech háskólinn í Blacksburg, Virginíu 16. apríl 200732 látnir Seung-Hui Cho, 23 ára námsmaður Sandy Hook grunnskólinn í Newtown, Connecticut 14. desember 201227 látnir Adam Lanza, 20 ára Killen í Texas 16. október 199123 látnir George Hennard, 35 ára San Ysidro, Kaliforníu 18. júlí 198421 látinn James Huberty, 41 árs Austin, Texas 1. ágúst 196618 látnir Joseph Whitman, 25 ára San Bernardino, Kaliforníu 2. desember 201514 látnir Sayed Rizwan Farook, 28 ára, og Tashfeen Malik, 29 ára Edmond, Oklahoma 20. ágúst 198614 látnir Patrick Henry Sherrill, 44 ára Fort Hood, Texas 5. nóvember 200913 látnir Nidal Malik Hasan, 39 áraÞessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent