Blaðamaður Moggans um EM-umfjöllun Símans: „Þetta er bara lélegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2016 11:13 „Um að gera að reyna að sinna öllum en þú getur ekki sinnt öllum og í grunninn er þetta fótboltamót, þetta eru ekki mannlífsrannsóknir,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður Morgunblaðsins, í fjölmiðlarýni sinni í Brennslunni á FM957 í morgun um umfjöllun Símans um Evrópumótið í knattspyrnu. Benedikt Bóas sagði að það hafi uppgötvast um helgina að vinnustaðurinn hans, Morgunblaðið, gleymdi að kaupa áskrift að mótinu hjá Símanum og því horfðu þeir Morgunblaðsmenn á útsendingu breska ríkissjónvarpsins BBC af mótinu.„Vantar nördaþáttinn“ „Þá fékk ég allt í einu annað sjónarhorn á þetta, hvernig þetta hefði byrjað og mig vantar nördaþáttinn. Mig vantar taktíkina,“ sagði Benedikt sem sagðist hafa horft á Sumarmessuna á Stöð 2 Sport þar sem Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, fór yfir hvers vegna menn stóðu rangt í aukaspyrnum og annað sem fylgir leiknum. Hann er ekki hrifinn af umfjöllun um Evrópumótið í innslaginu EM á 30 mínútum þar sem til að mynda var rætt við landsliðsmarkvörð karlalandsliðsins Hannes Halldórsson um myndirnar hans á Instagram og svo sýndar glefsur úr leikjum dagsins þar sem engu var bætt við það sem áður hafði komið fram.„Ekki vandað“ „Það sem vantar í EM á 30 mínútum er að þau sleppa svo auðveldlega. Þau fara „the easy way out“,“ sagði Benedikt Bóas. „Þetta er ekki vandað og þetta er bara lélegt.“ Þá var hann spurður út í þá ákvörðun að hafa meðlýsanda með Guðmundi Benediktssyni í opnunarleik Evrópumótsins, en sá var Pétur Marteinsson.„Pétur Marteinsson var ein stór hörmung“ „Gummi Ben er í sérklassa þegar kemur að því að lýsa og Pétur Marteinsson var ein stór hörmung. Um það verður ekki deilt. Það var svo augljóst að þeir voru ekki búnir að æfa sig,“ sagði Benedikt Bóas og sagði augljóst að þeir hefðu ekki verið búnir að koma upp merkjum sín á milli hvenær Pétur Marteinsson ætti að koma inn í lýsinguna. „Það er búið að kosta miklu til og þá þýðir ekki bara að segja: „Vá, ég er hipster og ég er með mottu og ég á Kaffi Vest“ og þá bara allir elska mig. En það er ekki þannig,“ sagði Benedikt Bóas. Í leik Englands og Rússland var Gísli Marteinn Baldursson með í lýsingunni. „Ég var einmitt að hugsa þegar það kom, ég fæ á tilfinninguna eins og þeir hafi hist hipsterarnir með buxurnar upp, vel girtir og hjálmlausir á borgarhjólum og sagt: „Svo er EM og við vinirnir ætlum að tækla þetta.“ Heyra má þessar hugleiðingar Benedikts Bóasar hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
„Um að gera að reyna að sinna öllum en þú getur ekki sinnt öllum og í grunninn er þetta fótboltamót, þetta eru ekki mannlífsrannsóknir,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður Morgunblaðsins, í fjölmiðlarýni sinni í Brennslunni á FM957 í morgun um umfjöllun Símans um Evrópumótið í knattspyrnu. Benedikt Bóas sagði að það hafi uppgötvast um helgina að vinnustaðurinn hans, Morgunblaðið, gleymdi að kaupa áskrift að mótinu hjá Símanum og því horfðu þeir Morgunblaðsmenn á útsendingu breska ríkissjónvarpsins BBC af mótinu.„Vantar nördaþáttinn“ „Þá fékk ég allt í einu annað sjónarhorn á þetta, hvernig þetta hefði byrjað og mig vantar nördaþáttinn. Mig vantar taktíkina,“ sagði Benedikt sem sagðist hafa horft á Sumarmessuna á Stöð 2 Sport þar sem Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, fór yfir hvers vegna menn stóðu rangt í aukaspyrnum og annað sem fylgir leiknum. Hann er ekki hrifinn af umfjöllun um Evrópumótið í innslaginu EM á 30 mínútum þar sem til að mynda var rætt við landsliðsmarkvörð karlalandsliðsins Hannes Halldórsson um myndirnar hans á Instagram og svo sýndar glefsur úr leikjum dagsins þar sem engu var bætt við það sem áður hafði komið fram.„Ekki vandað“ „Það sem vantar í EM á 30 mínútum er að þau sleppa svo auðveldlega. Þau fara „the easy way out“,“ sagði Benedikt Bóas. „Þetta er ekki vandað og þetta er bara lélegt.“ Þá var hann spurður út í þá ákvörðun að hafa meðlýsanda með Guðmundi Benediktssyni í opnunarleik Evrópumótsins, en sá var Pétur Marteinsson.„Pétur Marteinsson var ein stór hörmung“ „Gummi Ben er í sérklassa þegar kemur að því að lýsa og Pétur Marteinsson var ein stór hörmung. Um það verður ekki deilt. Það var svo augljóst að þeir voru ekki búnir að æfa sig,“ sagði Benedikt Bóas og sagði augljóst að þeir hefðu ekki verið búnir að koma upp merkjum sín á milli hvenær Pétur Marteinsson ætti að koma inn í lýsinguna. „Það er búið að kosta miklu til og þá þýðir ekki bara að segja: „Vá, ég er hipster og ég er með mottu og ég á Kaffi Vest“ og þá bara allir elska mig. En það er ekki þannig,“ sagði Benedikt Bóas. Í leik Englands og Rússland var Gísli Marteinn Baldursson með í lýsingunni. „Ég var einmitt að hugsa þegar það kom, ég fæ á tilfinninguna eins og þeir hafi hist hipsterarnir með buxurnar upp, vel girtir og hjálmlausir á borgarhjólum og sagt: „Svo er EM og við vinirnir ætlum að tækla þetta.“ Heyra má þessar hugleiðingar Benedikts Bóasar hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira