Eiginkona Jamie Vardy óttaðist um líf sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 17:15 Vardy-fjölskyldan og Englandsbikarinn. Vísir/Getty Laugardagskvöldið var ekki gott kvöld fyrir Vardy-hjónin. Jamie Vardy fékk ekki að spila eina einustu mínútu í fyrsta leik enska landsliðinu á móti Rússum og Rebekah, eiginkona hans, endaði í skelfilegum aðstæðum þegar hún var í hópi fjölda enska stuðningsmanna á leið á leikinn. Rebekah Vardy gagnrýnir frönsku lögregluna fyrir aðkomu sína að öryggismálum í kringum leikinn í viðtali við Guardian. Hún var á leið á völlinn ásamt vinum sínum og einn af þeim var John Morris sem er umboðsmaður Jamie Vardy. Rebekah Vardy sagði meðal annars frá reynslu sinni inn á Twitter og blaðamaður Guardian spurði hana út í það. „Ég var ekki að reyna að koma sökinni á einhvern heldur vildi ég bara benda á allt skipulagsleysið og slæma framkomu lögreglunnar. Lögreglan á að vera þarna til að passa upp á fólk. Mér leið ekki eins og þeir verja mig heldur leið mér miklu frekar eins og mér stafaði ógn af þeim" sagði Rebekah Vardy við Guardian. „Það var fullt af enskum stuðningsmönnum að syngja nálægt okkur fyrir leikinn og það voru engin vandamál. Allt í einu varð þessi risatáragassprenging og í framhaldinu hljóp fólk öskrandi í allar áttir. Það greip um sig ofsahræðsla," sagði Rebekah Vardy. Hún lýsir því jafnframt að ensku stuðningsmennirnir hafi hreinlega verið króaðir að með lögreglumönnum og táragasi og því ekki komist neitt. Sumir reyndu af klifra yfir girðingar til að losna undan táragrasinu sem lögreglan hélt áfram að skjóta í átt að ensku stuðningsmönnunum. „Fólk var að detta og meiða sig og það var blóð út um allt. Konur öskruðu, börn klifruðu upp í tré. Þetta var eins og atriði í kvikmynd," sagði Rebekah Vardy. Rebekah Vardy sagði að ástandi hafi ekki verið mikið betra inn á vellinum. „Öryggisgæslan var sjokkerandi. Þeir voru ekki með nægan mannskap og það skoðaði enginn töskuna mína sem dæmi. Ég trúi því bara ekki að þjóð sem gekk nýlega í gegnum hryðjuverkaárás skuli ekki vera betur undirbúin en þetta. Þeir réðu ekki við þetta. Þegar maður reyndi að fá upplýsingar frá þeim, þá töluðu þeir ekki við þig. Það var eins og maður væri ekki til," sagði Rebekah Vardy Rebekah Vardy talaði líka um það í viðtalinu að hún hafa óttast á einhverju tímapunkti að hún myndi ekki sleppa úr þessum skelfilegum aðstæðum. „Ég var rosalega hrædd og það kom upp stund þar sem ég hugsað um það í nokkrar sekúndur að ég myndi ekki sleppa heil frá þessu.“ Rebekah sagði Jamie Vardy ekki frá því sem hafði gerst fyrir hana fyrr en eftir leikinn. „Hann sagði við mig að ég ætti ekki að fara á fleiri leiki. Ég ætla samt að mæta á hina leikina en þá fer ég líka beint á leikvanginn," sagði Rebekah Vardy. Það er hægt að sjá viðtal Guardian við Rebekah Vardy hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Laugardagskvöldið var ekki gott kvöld fyrir Vardy-hjónin. Jamie Vardy fékk ekki að spila eina einustu mínútu í fyrsta leik enska landsliðinu á móti Rússum og Rebekah, eiginkona hans, endaði í skelfilegum aðstæðum þegar hún var í hópi fjölda enska stuðningsmanna á leið á leikinn. Rebekah Vardy gagnrýnir frönsku lögregluna fyrir aðkomu sína að öryggismálum í kringum leikinn í viðtali við Guardian. Hún var á leið á völlinn ásamt vinum sínum og einn af þeim var John Morris sem er umboðsmaður Jamie Vardy. Rebekah Vardy sagði meðal annars frá reynslu sinni inn á Twitter og blaðamaður Guardian spurði hana út í það. „Ég var ekki að reyna að koma sökinni á einhvern heldur vildi ég bara benda á allt skipulagsleysið og slæma framkomu lögreglunnar. Lögreglan á að vera þarna til að passa upp á fólk. Mér leið ekki eins og þeir verja mig heldur leið mér miklu frekar eins og mér stafaði ógn af þeim" sagði Rebekah Vardy við Guardian. „Það var fullt af enskum stuðningsmönnum að syngja nálægt okkur fyrir leikinn og það voru engin vandamál. Allt í einu varð þessi risatáragassprenging og í framhaldinu hljóp fólk öskrandi í allar áttir. Það greip um sig ofsahræðsla," sagði Rebekah Vardy. Hún lýsir því jafnframt að ensku stuðningsmennirnir hafi hreinlega verið króaðir að með lögreglumönnum og táragasi og því ekki komist neitt. Sumir reyndu af klifra yfir girðingar til að losna undan táragrasinu sem lögreglan hélt áfram að skjóta í átt að ensku stuðningsmönnunum. „Fólk var að detta og meiða sig og það var blóð út um allt. Konur öskruðu, börn klifruðu upp í tré. Þetta var eins og atriði í kvikmynd," sagði Rebekah Vardy. Rebekah Vardy sagði að ástandi hafi ekki verið mikið betra inn á vellinum. „Öryggisgæslan var sjokkerandi. Þeir voru ekki með nægan mannskap og það skoðaði enginn töskuna mína sem dæmi. Ég trúi því bara ekki að þjóð sem gekk nýlega í gegnum hryðjuverkaárás skuli ekki vera betur undirbúin en þetta. Þeir réðu ekki við þetta. Þegar maður reyndi að fá upplýsingar frá þeim, þá töluðu þeir ekki við þig. Það var eins og maður væri ekki til," sagði Rebekah Vardy Rebekah Vardy talaði líka um það í viðtalinu að hún hafa óttast á einhverju tímapunkti að hún myndi ekki sleppa úr þessum skelfilegum aðstæðum. „Ég var rosalega hrædd og það kom upp stund þar sem ég hugsað um það í nokkrar sekúndur að ég myndi ekki sleppa heil frá þessu.“ Rebekah sagði Jamie Vardy ekki frá því sem hafði gerst fyrir hana fyrr en eftir leikinn. „Hann sagði við mig að ég ætti ekki að fara á fleiri leiki. Ég ætla samt að mæta á hina leikina en þá fer ég líka beint á leikvanginn," sagði Rebekah Vardy. Það er hægt að sjá viðtal Guardian við Rebekah Vardy hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira