Tvöfalt meiri sala hjá ÁTVR í gær en á venjulegum þriðjudegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2016 13:59 Í gær seldust 84 þúsund lítrar af áfengi í Vínbúðunum en seinasta þriðjudag voru þeir 40 þúsund. Vísir/GVA „Ef þú miðar við þriðjudaginn 7. júní þá var tvisvar sinnum meiri sala í gær í Vínbúðunum. Þá seldust 40 þúsund lítrar en í gær seldust 84 þúsund lítrar þannig að þetta er tvöföldun miðað við hefðbundinn þriðjudag,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR aðspurð um hvort ekki hafi verið meira að gera í Vínbúðunum í gær heldur en á venjulegum þriðjudegi út af landsleik Íslands og Portúgals á Evrópumóti karla í knattspyrnu.Frá Vínbúðinni í Austurstræti í gær rétt fyrir klukkan 18.vísirÞannig var til að mynda troðfullt í Vínbúðinni í Austurstræti þegar blaðamaður Vísis var þar á ferðinni rétt fyrir klukkan 18 í gær en Sigrún segir að mögulegt sé að þar hafi verið meiri traffík en í öðrum verslunum þar sem hún sé niðri í bæ, það hafi verið gott veður og jú vissulega landsleikurinn á risaskjá á Ingólfstorgi. Dagurinn í gær var þó langt því frá eins og venjulegur laugardagur því sölutölur ÁTVR frá seinasta laugardegi 11. júní þegar 145 þúsund lítrar af áfengi seldust. Næsta laugardag, 18. júní, mætir landsliðið Ungverjalandi en ÁTVR gerir svo sem engar sérstakar ráðstafanir vegna þess enda er næsta helgi stærri söluhelgi en sú seinasta einfaldlega vegna þess að 17. júní er á föstudegi og því um langa helgi að ræða fyrir marga. „Við fókuserum bara á það að halda vöruflæðinu og eiga til þær vörur sem viðskiptavinirnir vilja. En við gerum í rauninni bara ráð fyrir að þetta sé annasöm vika, ekkert endilega út af landsleikjunum, en jú ég held að það sé engin spurning að leikurinn í gær hafi haft einhver áhrif á söluna,“ segir Sigrún. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umferð hrundi meðan á leik stóð Umferðarteljarar Vegagerðarinnar sýna að fáir voru á ferli í borginni í gærkveldi meðan Portúgalir og Íslendingar áttust við i St. Etienne. 15. júní 2016 12:00 Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Meiri gusa í rennslisnotkun í gær eftir að flautað var til hálfleiks og leiksloka heldur en eftir íslenska atriðið í Eurovision. 15. júní 2016 09:38 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
„Ef þú miðar við þriðjudaginn 7. júní þá var tvisvar sinnum meiri sala í gær í Vínbúðunum. Þá seldust 40 þúsund lítrar en í gær seldust 84 þúsund lítrar þannig að þetta er tvöföldun miðað við hefðbundinn þriðjudag,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR aðspurð um hvort ekki hafi verið meira að gera í Vínbúðunum í gær heldur en á venjulegum þriðjudegi út af landsleik Íslands og Portúgals á Evrópumóti karla í knattspyrnu.Frá Vínbúðinni í Austurstræti í gær rétt fyrir klukkan 18.vísirÞannig var til að mynda troðfullt í Vínbúðinni í Austurstræti þegar blaðamaður Vísis var þar á ferðinni rétt fyrir klukkan 18 í gær en Sigrún segir að mögulegt sé að þar hafi verið meiri traffík en í öðrum verslunum þar sem hún sé niðri í bæ, það hafi verið gott veður og jú vissulega landsleikurinn á risaskjá á Ingólfstorgi. Dagurinn í gær var þó langt því frá eins og venjulegur laugardagur því sölutölur ÁTVR frá seinasta laugardegi 11. júní þegar 145 þúsund lítrar af áfengi seldust. Næsta laugardag, 18. júní, mætir landsliðið Ungverjalandi en ÁTVR gerir svo sem engar sérstakar ráðstafanir vegna þess enda er næsta helgi stærri söluhelgi en sú seinasta einfaldlega vegna þess að 17. júní er á föstudegi og því um langa helgi að ræða fyrir marga. „Við fókuserum bara á það að halda vöruflæðinu og eiga til þær vörur sem viðskiptavinirnir vilja. En við gerum í rauninni bara ráð fyrir að þetta sé annasöm vika, ekkert endilega út af landsleikjunum, en jú ég held að það sé engin spurning að leikurinn í gær hafi haft einhver áhrif á söluna,“ segir Sigrún.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umferð hrundi meðan á leik stóð Umferðarteljarar Vegagerðarinnar sýna að fáir voru á ferli í borginni í gærkveldi meðan Portúgalir og Íslendingar áttust við i St. Etienne. 15. júní 2016 12:00 Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Meiri gusa í rennslisnotkun í gær eftir að flautað var til hálfleiks og leiksloka heldur en eftir íslenska atriðið í Eurovision. 15. júní 2016 09:38 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Umferð hrundi meðan á leik stóð Umferðarteljarar Vegagerðarinnar sýna að fáir voru á ferli í borginni í gærkveldi meðan Portúgalir og Íslendingar áttust við i St. Etienne. 15. júní 2016 12:00
Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Meiri gusa í rennslisnotkun í gær eftir að flautað var til hálfleiks og leiksloka heldur en eftir íslenska atriðið í Eurovision. 15. júní 2016 09:38