Skipuleggjendur Ólympíuleikana í Ríó 2016 hafa frumsýnt verðlaunapeningana sem keppt verður um á leikunum í ágúst.
Alls voru 2488 verðlaunapeningar framleiddir; 812 gull, 812 silfur og 864 brons. Hver verðlaunapeningur vegur 500g.
Að sjálfsögðu er merki ÓL í Ríó á verðlaunapeningunum, umlukið lárviðarsveig, sigurtákni í Grikklandi til forna.
Verðlaunapeningarnir fyrir Ólympíuleika fatlaðra voru einnig frumsýndir. Alls voru 2642 verðlaunapeningar framleiddir; 877 gull, 876 silfur og 889 brons.
Lítið tæki er inni í hverjum verðlaunapeningi á ÓL fatlaðra sem gefur frá sér hljóð þegar hann er hristur. Það heyrist hæst í gullverðlaunapeningunum en lægst í bronsinu.
Þetta er gert með íþróttamenn með sjónskerðingu í huga. Þá eru orðin „Rio 2016 Paralympic Games“ greypt í verðlaunapeningana með blindraletri.
Ólympíuleikarnir hefjast 5. ágúst og þeim lýkur 21. sama mánaðar. ÓL fatlaðra eru svo frá sjöunda til 18. september.
Verðlaunapeningarnir fyrir ÓL 2016 frumsýndir
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið




Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn



Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn

