Flogið undir löglegri flughæð á Þingvöllum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2016 07:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur ekki verið til vandræða á Þingvöllum. vísir/Vilhelm „Því miður kemur það óþægilega oft fyrir að þyrlur og smáflugvélar fljúga undir löglegri flughæð,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður en undanfarið hafa borist kvartanir undan flugumferð yfir þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þyrlur og litlar flugvélar sem fari í ferðir með ferðamenn fljúgi undir löglegri flughæð og angri þannig gesti þjóðgarðsins. „Gestir hafa verið að kvarta og finnst vanta kyrrð og frið. Stundum er maður í augnhæð við einstaklingana í flugvélinni til dæmis þegar þeir fljúga hjá brúninni við Almannagjá.“ Ólafur útskýrir að engin sérlög séu til um flughæð yfir þjóðgarðinum heldur gilda almenn loftferðalög. Hann segir þjóðgarðinn eiga að vera lausan við svo mikla flugumferð. Málið hafi verið rætt í Þingvallanefnd og þá hvort ekki þurfi að herða reglurnar. „Í hvert einasta skipti sem flugvél eða þyrla fer of nálægt þá kærum við það til loftferðaeftirlitsins,“ segir Ólafur en bætir við að það geti þó verið snúið að ná niður númerum loftfaranna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og formaður FÍvísir/vilhelmÓlafur tekur það fram að þrátt fyrir þetta sé samstarfið við þyrlufyrirtækin gott að flestu leyti. „Við eigum gott samstarf en þessi mál koma þó oft upp,“ segir Ólafur, sem telur að það verði að bregðast við, sérstaklega í ljósi þess að slíkar ferðir séu að aukast í nútímaferðamennsku. „Við höfum litið svo á að það þurfi að vera pláss fyrir þennan þátt ferðamennskunnar en það þarf að finna leið til að þetta gangi upp.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia mega lítil loftför sem fljúga yfir samkomu fjölda manna ekki fara neðar en 1.000 fet. „Þetta er ekki hátt. Þúsund fet eru um 330 metrar sem er í hæð við hlíðar nærliggjandi fjalla. Mótbylgjur frá þyrlunum eru mjög þungar þegar flogið er yfir hóp fólks.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
„Því miður kemur það óþægilega oft fyrir að þyrlur og smáflugvélar fljúga undir löglegri flughæð,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður en undanfarið hafa borist kvartanir undan flugumferð yfir þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þyrlur og litlar flugvélar sem fari í ferðir með ferðamenn fljúgi undir löglegri flughæð og angri þannig gesti þjóðgarðsins. „Gestir hafa verið að kvarta og finnst vanta kyrrð og frið. Stundum er maður í augnhæð við einstaklingana í flugvélinni til dæmis þegar þeir fljúga hjá brúninni við Almannagjá.“ Ólafur útskýrir að engin sérlög séu til um flughæð yfir þjóðgarðinum heldur gilda almenn loftferðalög. Hann segir þjóðgarðinn eiga að vera lausan við svo mikla flugumferð. Málið hafi verið rætt í Þingvallanefnd og þá hvort ekki þurfi að herða reglurnar. „Í hvert einasta skipti sem flugvél eða þyrla fer of nálægt þá kærum við það til loftferðaeftirlitsins,“ segir Ólafur en bætir við að það geti þó verið snúið að ná niður númerum loftfaranna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og formaður FÍvísir/vilhelmÓlafur tekur það fram að þrátt fyrir þetta sé samstarfið við þyrlufyrirtækin gott að flestu leyti. „Við eigum gott samstarf en þessi mál koma þó oft upp,“ segir Ólafur, sem telur að það verði að bregðast við, sérstaklega í ljósi þess að slíkar ferðir séu að aukast í nútímaferðamennsku. „Við höfum litið svo á að það þurfi að vera pláss fyrir þennan þátt ferðamennskunnar en það þarf að finna leið til að þetta gangi upp.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia mega lítil loftför sem fljúga yfir samkomu fjölda manna ekki fara neðar en 1.000 fet. „Þetta er ekki hátt. Þúsund fet eru um 330 metrar sem er í hæð við hlíðar nærliggjandi fjalla. Mótbylgjur frá þyrlunum eru mjög þungar þegar flogið er yfir hóp fólks.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira