Tafir á millilandaflugi vegna forfalla hjá flugumferðarstjórum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. júní 2016 11:29 Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll lá niðri um tíma í morgun og urðu nokkrar tafir á flugi eftir að það hófst á ný. Ástæðan er forföll flugumferðarstjóra. Vísir/Pjetur Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll lá niðri um tíma í morgun og urðu nokkrar tafir á flugi eftir að það hófst á ný. Ástæðan er forföll flugumferðarstjóra en ekkert fæst uppgefið um gang kjaraviðræðna þeirra og Isavia. Nokkrar raskanir hafa orðið bæði á millilanda- og innanlandsflugi síðustu mánuði, meðal annars vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu sinnar og Isavia. Þann 8. júní síðastliðinn gripu svo stjórnvöld inn í deiluna með því að setja lög sem bönnuðu allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að misjafnlega hafi gengið að fá flugumferðarstjóra til að koma á aukavaktir vegna forfalla eftir að lög voru sett á deiluna. Engin yfirvinnuskylda er í kjarasamningum þeirra. „Það hefur oft verið erfiðleikum bundið að manna þessar vaktir þegar það eru forföll, núna sem sagt eftir að lög voru sett á yfirvinnubannið,“ segir Guðni. Nú síðast í morgun lá flug niðri um tíma vegna forfalla flugumferðarstjóra.Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Vísir/Ernir„Þjónusta var takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug milli 9 og 9:30 í morgun og það olli einhverjum frekari töfum á vélum sem höfðu tafist í morgun út af öðrum sökum,“ segir Guðni. „Verklagið er þannig að þegar það er minni mönnun og það þarf að takmarka þjónustu, þá er takmörkunin gerð þegar sem minnst flugumferð er í gangi. En þar sem áætlun hafði færst eitthvað til þá hafði það áhrif.“ Þá segir Guðni seinkanir hafa orðið á flugi eftir að flogið var á ný.Fimm dagar þar til frestur til að semja rennur út Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Síðasti samningafundur samninganefndanna hjá Ríkissáttasemjara var fyrir helgina og ætla þær að hittast aftur eftir hádegi á morgun. Guðni segir að það verði að koma í ljós hvort að það takist að semja áður en fresturinn rennur út. „Það er allavega verið að funda áfram og ég held að það sé vilji hjá öllum aðilum sé að klára þetta sem fyrst,“ segir hann. Flugumferðarstjórar hafa bent á að þeir séu of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem þeir þurfi. Fjölga þurfi því flugumferðarstjórum. Aðspurður hvort að sá vandi leysist ef aðilar ná saman um nýjan kjarasamning segir Guðni að hann vonist til þess. „Við vonum að þessi mönnunarmál leysist sem allra fyrst,“ segir Guðni. Hann segir að hugsanlega geti frekari raskanir orðið á millilandaflugi í dag. Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Ósáttir með lagasetningu á aðgerðir þeirra en vona að samningar takist fyrir 24. júní. 9. júní 2016 11:31 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll lá niðri um tíma í morgun og urðu nokkrar tafir á flugi eftir að það hófst á ný. Ástæðan er forföll flugumferðarstjóra en ekkert fæst uppgefið um gang kjaraviðræðna þeirra og Isavia. Nokkrar raskanir hafa orðið bæði á millilanda- og innanlandsflugi síðustu mánuði, meðal annars vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu sinnar og Isavia. Þann 8. júní síðastliðinn gripu svo stjórnvöld inn í deiluna með því að setja lög sem bönnuðu allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að misjafnlega hafi gengið að fá flugumferðarstjóra til að koma á aukavaktir vegna forfalla eftir að lög voru sett á deiluna. Engin yfirvinnuskylda er í kjarasamningum þeirra. „Það hefur oft verið erfiðleikum bundið að manna þessar vaktir þegar það eru forföll, núna sem sagt eftir að lög voru sett á yfirvinnubannið,“ segir Guðni. Nú síðast í morgun lá flug niðri um tíma vegna forfalla flugumferðarstjóra.Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Vísir/Ernir„Þjónusta var takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug milli 9 og 9:30 í morgun og það olli einhverjum frekari töfum á vélum sem höfðu tafist í morgun út af öðrum sökum,“ segir Guðni. „Verklagið er þannig að þegar það er minni mönnun og það þarf að takmarka þjónustu, þá er takmörkunin gerð þegar sem minnst flugumferð er í gangi. En þar sem áætlun hafði færst eitthvað til þá hafði það áhrif.“ Þá segir Guðni seinkanir hafa orðið á flugi eftir að flogið var á ný.Fimm dagar þar til frestur til að semja rennur út Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Síðasti samningafundur samninganefndanna hjá Ríkissáttasemjara var fyrir helgina og ætla þær að hittast aftur eftir hádegi á morgun. Guðni segir að það verði að koma í ljós hvort að það takist að semja áður en fresturinn rennur út. „Það er allavega verið að funda áfram og ég held að það sé vilji hjá öllum aðilum sé að klára þetta sem fyrst,“ segir hann. Flugumferðarstjórar hafa bent á að þeir séu of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem þeir þurfi. Fjölga þurfi því flugumferðarstjórum. Aðspurður hvort að sá vandi leysist ef aðilar ná saman um nýjan kjarasamning segir Guðni að hann vonist til þess. „Við vonum að þessi mönnunarmál leysist sem allra fyrst,“ segir Guðni. Hann segir að hugsanlega geti frekari raskanir orðið á millilandaflugi í dag.
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Ósáttir með lagasetningu á aðgerðir þeirra en vona að samningar takist fyrir 24. júní. 9. júní 2016 11:31 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10
Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Ósáttir með lagasetningu á aðgerðir þeirra en vona að samningar takist fyrir 24. júní. 9. júní 2016 11:31