Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2016 09:00 Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. Verði hún forseti verður hennar fyrsta verk að opna Bessastaðakirkju og halda þar reglulegar bænastundir til að biðja fyrir þjóðinni. Guðrún Margrét er fyrsti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Rætur þjóðarinnar liggi í kristninni Eitt af því sem Guðrún Margrét hefur lagt áherslu á í sinni kosningabaráttu er að Íslendingar gleymi ekki kristnu arfleiðinni. Hún segir að þetta sé mikilvægt þar sem kristin trú sé ein af rótum þjóðarinnar, líkt og tungumálið. „Við erum kristin þjóð og verið það í yfir þúsund ár. Fyrstu landnemarnir á undan hefðbundnu landnámi voru náttúrulega írsku munkarnir sem voru hér og komu hér að biðja fyrir landinu. Ég held að við þurfum að leggja mikla áherslu á að glata ekki þessum rótum af því að það að eiga trú og eiga svona rætur það er mjög mikilvægt. Öll gildin okkar eru úr þessum rótum, hátíðisdagarnir, þjóðsöngurinn, fáninn tímatalið okkar við erum samofin þessum rótum og ef við ætlum að týna rótunum þá erum við svolítið eins og rótlaus,“ segir Guðrún Margrét.Ætlar að biðja fyrir þjóðinni Aðspurð hvort hún telji mikilvægt að forsetinn sé í þjóðkirkjunni svarar hún játandi en það liggur fyrir að sá frambjóðandi sem mest fylgis nýtur samkvæmt skoðanakönnunum stendur utan trúfélaga. „Mér finnst það mikilvægt af því að samkvæmt stjórnarskránni er hann verndari kirkjunnar og á að styðja hana sem hluti af ríkisvaldinu. Að sjálfsögðu getur hann gert það án þess að vera skráður í þjóðkirkjuna en sem sameiningartákn þá finnst mér það mikilvægt.“ Guðrún Margrét segir að hennar fyrsta verk ef hún yrði kjörin forseti væri að þakka traustið en síðan myndi hún vilja opna Bessastaðakirkju. „Ég myndi vilja hafa þar bænastund og jafnvel reglulegar bænastundir þar sem beðið er fyrir þjóðinni. Ég veit að það er mjög margt fólk sem biður fyrir þjóðinni og það er alltaf gott að koma saman og biðja fyrir þjóðinni. Eins og ég sé það er mikil þörf og mörgum sem líður mjög illa á þessu landi. Kvíði og þunglyndi er vaxandi og fólk er fast í alls konar í fíknum. Það veitir ekki af því að biðja fyrir því,“ segir Guðrún Margrét.Viðtalið við Guðrúnu Margréti má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. Verði hún forseti verður hennar fyrsta verk að opna Bessastaðakirkju og halda þar reglulegar bænastundir til að biðja fyrir þjóðinni. Guðrún Margrét er fyrsti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Rætur þjóðarinnar liggi í kristninni Eitt af því sem Guðrún Margrét hefur lagt áherslu á í sinni kosningabaráttu er að Íslendingar gleymi ekki kristnu arfleiðinni. Hún segir að þetta sé mikilvægt þar sem kristin trú sé ein af rótum þjóðarinnar, líkt og tungumálið. „Við erum kristin þjóð og verið það í yfir þúsund ár. Fyrstu landnemarnir á undan hefðbundnu landnámi voru náttúrulega írsku munkarnir sem voru hér og komu hér að biðja fyrir landinu. Ég held að við þurfum að leggja mikla áherslu á að glata ekki þessum rótum af því að það að eiga trú og eiga svona rætur það er mjög mikilvægt. Öll gildin okkar eru úr þessum rótum, hátíðisdagarnir, þjóðsöngurinn, fáninn tímatalið okkar við erum samofin þessum rótum og ef við ætlum að týna rótunum þá erum við svolítið eins og rótlaus,“ segir Guðrún Margrét.Ætlar að biðja fyrir þjóðinni Aðspurð hvort hún telji mikilvægt að forsetinn sé í þjóðkirkjunni svarar hún játandi en það liggur fyrir að sá frambjóðandi sem mest fylgis nýtur samkvæmt skoðanakönnunum stendur utan trúfélaga. „Mér finnst það mikilvægt af því að samkvæmt stjórnarskránni er hann verndari kirkjunnar og á að styðja hana sem hluti af ríkisvaldinu. Að sjálfsögðu getur hann gert það án þess að vera skráður í þjóðkirkjuna en sem sameiningartákn þá finnst mér það mikilvægt.“ Guðrún Margrét segir að hennar fyrsta verk ef hún yrði kjörin forseti væri að þakka traustið en síðan myndi hún vilja opna Bessastaðakirkju. „Ég myndi vilja hafa þar bænastund og jafnvel reglulegar bænastundir þar sem beðið er fyrir þjóðinni. Ég veit að það er mjög margt fólk sem biður fyrir þjóðinni og það er alltaf gott að koma saman og biðja fyrir þjóðinni. Eins og ég sé það er mikil þörf og mörgum sem líður mjög illa á þessu landi. Kvíði og þunglyndi er vaxandi og fólk er fast í alls konar í fíknum. Það veitir ekki af því að biðja fyrir því,“ segir Guðrún Margrét.Viðtalið við Guðrúnu Margréti má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira