Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2016 09:00 Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. Verði hún forseti verður hennar fyrsta verk að opna Bessastaðakirkju og halda þar reglulegar bænastundir til að biðja fyrir þjóðinni. Guðrún Margrét er fyrsti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Rætur þjóðarinnar liggi í kristninni Eitt af því sem Guðrún Margrét hefur lagt áherslu á í sinni kosningabaráttu er að Íslendingar gleymi ekki kristnu arfleiðinni. Hún segir að þetta sé mikilvægt þar sem kristin trú sé ein af rótum þjóðarinnar, líkt og tungumálið. „Við erum kristin þjóð og verið það í yfir þúsund ár. Fyrstu landnemarnir á undan hefðbundnu landnámi voru náttúrulega írsku munkarnir sem voru hér og komu hér að biðja fyrir landinu. Ég held að við þurfum að leggja mikla áherslu á að glata ekki þessum rótum af því að það að eiga trú og eiga svona rætur það er mjög mikilvægt. Öll gildin okkar eru úr þessum rótum, hátíðisdagarnir, þjóðsöngurinn, fáninn tímatalið okkar við erum samofin þessum rótum og ef við ætlum að týna rótunum þá erum við svolítið eins og rótlaus,“ segir Guðrún Margrét.Ætlar að biðja fyrir þjóðinni Aðspurð hvort hún telji mikilvægt að forsetinn sé í þjóðkirkjunni svarar hún játandi en það liggur fyrir að sá frambjóðandi sem mest fylgis nýtur samkvæmt skoðanakönnunum stendur utan trúfélaga. „Mér finnst það mikilvægt af því að samkvæmt stjórnarskránni er hann verndari kirkjunnar og á að styðja hana sem hluti af ríkisvaldinu. Að sjálfsögðu getur hann gert það án þess að vera skráður í þjóðkirkjuna en sem sameiningartákn þá finnst mér það mikilvægt.“ Guðrún Margrét segir að hennar fyrsta verk ef hún yrði kjörin forseti væri að þakka traustið en síðan myndi hún vilja opna Bessastaðakirkju. „Ég myndi vilja hafa þar bænastund og jafnvel reglulegar bænastundir þar sem beðið er fyrir þjóðinni. Ég veit að það er mjög margt fólk sem biður fyrir þjóðinni og það er alltaf gott að koma saman og biðja fyrir þjóðinni. Eins og ég sé það er mikil þörf og mörgum sem líður mjög illa á þessu landi. Kvíði og þunglyndi er vaxandi og fólk er fast í alls konar í fíknum. Það veitir ekki af því að biðja fyrir því,“ segir Guðrún Margrét.Viðtalið við Guðrúnu Margréti má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. Verði hún forseti verður hennar fyrsta verk að opna Bessastaðakirkju og halda þar reglulegar bænastundir til að biðja fyrir þjóðinni. Guðrún Margrét er fyrsti forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Rætur þjóðarinnar liggi í kristninni Eitt af því sem Guðrún Margrét hefur lagt áherslu á í sinni kosningabaráttu er að Íslendingar gleymi ekki kristnu arfleiðinni. Hún segir að þetta sé mikilvægt þar sem kristin trú sé ein af rótum þjóðarinnar, líkt og tungumálið. „Við erum kristin þjóð og verið það í yfir þúsund ár. Fyrstu landnemarnir á undan hefðbundnu landnámi voru náttúrulega írsku munkarnir sem voru hér og komu hér að biðja fyrir landinu. Ég held að við þurfum að leggja mikla áherslu á að glata ekki þessum rótum af því að það að eiga trú og eiga svona rætur það er mjög mikilvægt. Öll gildin okkar eru úr þessum rótum, hátíðisdagarnir, þjóðsöngurinn, fáninn tímatalið okkar við erum samofin þessum rótum og ef við ætlum að týna rótunum þá erum við svolítið eins og rótlaus,“ segir Guðrún Margrét.Ætlar að biðja fyrir þjóðinni Aðspurð hvort hún telji mikilvægt að forsetinn sé í þjóðkirkjunni svarar hún játandi en það liggur fyrir að sá frambjóðandi sem mest fylgis nýtur samkvæmt skoðanakönnunum stendur utan trúfélaga. „Mér finnst það mikilvægt af því að samkvæmt stjórnarskránni er hann verndari kirkjunnar og á að styðja hana sem hluti af ríkisvaldinu. Að sjálfsögðu getur hann gert það án þess að vera skráður í þjóðkirkjuna en sem sameiningartákn þá finnst mér það mikilvægt.“ Guðrún Margrét segir að hennar fyrsta verk ef hún yrði kjörin forseti væri að þakka traustið en síðan myndi hún vilja opna Bessastaðakirkju. „Ég myndi vilja hafa þar bænastund og jafnvel reglulegar bænastundir þar sem beðið er fyrir þjóðinni. Ég veit að það er mjög margt fólk sem biður fyrir þjóðinni og það er alltaf gott að koma saman og biðja fyrir þjóðinni. Eins og ég sé það er mikil þörf og mörgum sem líður mjög illa á þessu landi. Kvíði og þunglyndi er vaxandi og fólk er fast í alls konar í fíknum. Það veitir ekki af því að biðja fyrir því,“ segir Guðrún Margrét.Viðtalið við Guðrúnu Margréti má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira