Björgólfsfeðgar sagðir tengjast tugum aflandsfélaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2016 14:35 Björgólfsfeðgarnir eru langumsvifamestir allra íslenskra fjárfesta sem koma fyrir í Panamaskjölunum. Vísir/Getty/Vilhelm Feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson tengjast fleiri en fimmtíu aflandsfélögum sem stofnuð voru í gegnum panamaísku lögmannsstofuna Mossack Fonseca. Björgólfur Thor segir ítarlega rannsókn á fjármálum sínum þegar hafa farið fram.Stundin greinir frá í umfjöllun um viðskipti feðganna. Umfjöllunin er unnin í samstarfi við Reykjavík Media og er unninn upp úr Panama-skjölunum. Kemur fram að Björgólfsfeðgarnir séu langumsvifamestir allra íslenskra fjárfesta sem koma fyrir í Panamaskjölunum og að gögnin um þá nái aftur til ársins 2001. Samkvæmt Panamagögnunum stofnaði Landsbanki Íslands meira en 400 aflandsfélög með fulltingi Mossack Fonseca. Var bankinn sjötti stærsti viðskiptavinur lögmannstofunnar. Björgólfsfeðgar voru stærstu hluthafar í Landsbankanum fyrir bankahrunið 2008. Í Stundinni kemur fram að eignarhaldið á öllu alþjóðlegu fyrirtækjaneti Björgólfs Thors hafi verið eða sé í gegnum skattaskjólsfélög sem fram koma í gögnunum frá Mossack Fonseca en Björgólfur Thor er, og hefur verið, einn stórvirkasti fjárfestir landsins og er hann á lista Forbes yfir ríkustu menn heimsins.Búist er við enn fleiri uppljóstrunum úr gögnum Mossack Fonseca.VísirHikuðu við að veita Björgólfi umboð Félagið Ranpod Limited er fyrirferðarmikið í umfjöllun Stundarinnar. Samkvæmt tölvupóstum sem finna má í gögnunum var óskað eftir því að Björgólfur Guðmundsson fengi prókúru-umboð fyrir félagið í nóvember 2008, mánuði eftir hrun Landsbankans. Félagið var skráð á Bresku Jómfrúaeyjunum, í eigu Evelyn Bentínu Björgólfsdóttur, dóttur Björgólfs. Eftir að slík beiðni var lögð fram bentu starfsmenn lögmannstofunnar Mossack Fonseca á að upplýsingar sem tengdu Björgólf við fjársvik og efnahagsbrot hafi fundist. Lítur út fyrir að lögmannstofan hafi verið treg til þess að veita umboðið. Í tölvupóstum kemur fram að rekið hafi verið eftir veitingu umboðsins og að viðskiptavinurinn hafi hringt á tíu mínútna fresti. Nokkrum dögum síðar fengu bæði Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson prókúruumboðið. Sama dag var undirritað skjal fyrir Ranpod Limited frá Barclays-bankanum í Sviss þar sem Björgólfsfeðgum var veitt heimild til að stýra eignum félagsins í bankanum. Stundin greinir frá því að engin gögn sé að finna um eignir Ranpod Limited.Björgólfur Thor Björgólfsson.Vísir/VilhelmSegir Stundina fara með himinskautumBjörgólfur Thor sendi frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllun Stundarinnar í dag. Þar segist hann ekki ætla að „elta ólar við söguheim Stundarinnar,“ en gerir þó þrjár athugasemdir við fréttaflutninginn. Segir hann að alþjóðleg lánaaviðskipti sín hafi verið mikil, þar á meðal við Landsbankann í Lúxemborg. Lán sín hafi þó öll verið gerð upp. Þá segir hann að í tengslum við skuldauppgjör sitt hafi farið fram ítarleg rannsókn á fjármálum sínum. Þar segir hann her manna hafa farið öll gögn um sig og sín félög. Segir hann að þær upplýsingar hafi verið mun ítarlegri en þau sem finna má í Panama-skjölunum. „Hugleiðingar um að einhverju hafi verið haldið undan eru bæði ósmekklegar og meiðandi, fyrir utan þá kokhreysti blaðamanna Stundarinnar að telja sig hafa fundið það sem þessum sérfræðihópi á vegum kröfuhafa minna á að hafa yfirsést,“ segir Björgólfur. Vísar hann þvi á bug að rétt hafi verið að þeir fegðar væru skráðir fjárhagslega tengdir aðilar, slík tengsl hafi ekkert með fjölskyldutengsl að gera. „Við vorum ekki og erum ekki fjárhagslega tengdir sem sést best á því að faðir minn varð gjaldþrota en ég ekki,“ segir Björgólfur. Panama-skjölin Tengdar fréttir Hlutur í NOVA skráður í aflandsfélögum Margir hluthafa Novator í Lúxemborg notuðu sama heimilisfang á Tortóla. 1. maí 2016 10:09 Björgólfur Thor segist eiga hraðametið í peningatapi Björgólfur Thor Björgólfsson lýsir því í viðtali við The Sunday Times hvernig hann tapaði öllu á nokkrum dögum. 23. apríl 2016 22:58 Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson tengjast fleiri en fimmtíu aflandsfélögum sem stofnuð voru í gegnum panamaísku lögmannsstofuna Mossack Fonseca. Björgólfur Thor segir ítarlega rannsókn á fjármálum sínum þegar hafa farið fram.Stundin greinir frá í umfjöllun um viðskipti feðganna. Umfjöllunin er unnin í samstarfi við Reykjavík Media og er unninn upp úr Panama-skjölunum. Kemur fram að Björgólfsfeðgarnir séu langumsvifamestir allra íslenskra fjárfesta sem koma fyrir í Panamaskjölunum og að gögnin um þá nái aftur til ársins 2001. Samkvæmt Panamagögnunum stofnaði Landsbanki Íslands meira en 400 aflandsfélög með fulltingi Mossack Fonseca. Var bankinn sjötti stærsti viðskiptavinur lögmannstofunnar. Björgólfsfeðgar voru stærstu hluthafar í Landsbankanum fyrir bankahrunið 2008. Í Stundinni kemur fram að eignarhaldið á öllu alþjóðlegu fyrirtækjaneti Björgólfs Thors hafi verið eða sé í gegnum skattaskjólsfélög sem fram koma í gögnunum frá Mossack Fonseca en Björgólfur Thor er, og hefur verið, einn stórvirkasti fjárfestir landsins og er hann á lista Forbes yfir ríkustu menn heimsins.Búist er við enn fleiri uppljóstrunum úr gögnum Mossack Fonseca.VísirHikuðu við að veita Björgólfi umboð Félagið Ranpod Limited er fyrirferðarmikið í umfjöllun Stundarinnar. Samkvæmt tölvupóstum sem finna má í gögnunum var óskað eftir því að Björgólfur Guðmundsson fengi prókúru-umboð fyrir félagið í nóvember 2008, mánuði eftir hrun Landsbankans. Félagið var skráð á Bresku Jómfrúaeyjunum, í eigu Evelyn Bentínu Björgólfsdóttur, dóttur Björgólfs. Eftir að slík beiðni var lögð fram bentu starfsmenn lögmannstofunnar Mossack Fonseca á að upplýsingar sem tengdu Björgólf við fjársvik og efnahagsbrot hafi fundist. Lítur út fyrir að lögmannstofan hafi verið treg til þess að veita umboðið. Í tölvupóstum kemur fram að rekið hafi verið eftir veitingu umboðsins og að viðskiptavinurinn hafi hringt á tíu mínútna fresti. Nokkrum dögum síðar fengu bæði Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson prókúruumboðið. Sama dag var undirritað skjal fyrir Ranpod Limited frá Barclays-bankanum í Sviss þar sem Björgólfsfeðgum var veitt heimild til að stýra eignum félagsins í bankanum. Stundin greinir frá því að engin gögn sé að finna um eignir Ranpod Limited.Björgólfur Thor Björgólfsson.Vísir/VilhelmSegir Stundina fara með himinskautumBjörgólfur Thor sendi frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllun Stundarinnar í dag. Þar segist hann ekki ætla að „elta ólar við söguheim Stundarinnar,“ en gerir þó þrjár athugasemdir við fréttaflutninginn. Segir hann að alþjóðleg lánaaviðskipti sín hafi verið mikil, þar á meðal við Landsbankann í Lúxemborg. Lán sín hafi þó öll verið gerð upp. Þá segir hann að í tengslum við skuldauppgjör sitt hafi farið fram ítarleg rannsókn á fjármálum sínum. Þar segir hann her manna hafa farið öll gögn um sig og sín félög. Segir hann að þær upplýsingar hafi verið mun ítarlegri en þau sem finna má í Panama-skjölunum. „Hugleiðingar um að einhverju hafi verið haldið undan eru bæði ósmekklegar og meiðandi, fyrir utan þá kokhreysti blaðamanna Stundarinnar að telja sig hafa fundið það sem þessum sérfræðihópi á vegum kröfuhafa minna á að hafa yfirsést,“ segir Björgólfur. Vísar hann þvi á bug að rétt hafi verið að þeir fegðar væru skráðir fjárhagslega tengdir aðilar, slík tengsl hafi ekkert með fjölskyldutengsl að gera. „Við vorum ekki og erum ekki fjárhagslega tengdir sem sést best á því að faðir minn varð gjaldþrota en ég ekki,“ segir Björgólfur.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Hlutur í NOVA skráður í aflandsfélögum Margir hluthafa Novator í Lúxemborg notuðu sama heimilisfang á Tortóla. 1. maí 2016 10:09 Björgólfur Thor segist eiga hraðametið í peningatapi Björgólfur Thor Björgólfsson lýsir því í viðtali við The Sunday Times hvernig hann tapaði öllu á nokkrum dögum. 23. apríl 2016 22:58 Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Hlutur í NOVA skráður í aflandsfélögum Margir hluthafa Novator í Lúxemborg notuðu sama heimilisfang á Tortóla. 1. maí 2016 10:09
Björgólfur Thor segist eiga hraðametið í peningatapi Björgólfur Thor Björgólfsson lýsir því í viðtali við The Sunday Times hvernig hann tapaði öllu á nokkrum dögum. 23. apríl 2016 22:58
Fjárfestar, popparar, fjölmiðla-, útgáfu- og fjarskiptafyrirtæki í Panamaskjölunum Í gær var almenningi veittur aðgangur að stórum hluta Panamaskjalana. Vísir birtir lista yfir nokkra þeirra sem þar eru að finna. 10. maí 2016 11:46