Golden State vann þrátt fyrir sögulegan dapran leik hjá Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2016 22:00 Stephen Curry og Klay Thompson. Vísir/Getty Stephen Curry fékk fullt hús sem mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta en það var þó ekki að sjá í nótt þegar fyrsti leikur lokaúrslitanna fóru fram enda bauð Curry upp á sögulega dapra frammistöðu. Golden State Warriors vann 15 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 104-89, í leik eitt en þennan sigur verður seint hægt að skrifa á hetju frammistöðu Stephen Curry. Stephen Curry endaði leikinn með aðeins 11 stig, hann tapaði 5 boltum og hitti aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Golden State tapaði meira segja þeim hluta leiksins sem hann var inná og Curry tók ekki eitt vítaskot á þeim 36 mínútum sem hann spilaði. Tölfræðingar ESPN voru fljótir að setja frammistöðu Steph í sögulegt samhengi. Þetta var nefnilega fjórða lægsta stigaskor besta leikmanns deildarinnar í úrslitaeinvígi um titilinn. Það eru aðeins þeir Bill Russell og Wilt Chamberlain sem hafa skorað minna í lokaúrslitum eftir að hafa verið kosnir bestir á sama tímabili. Bill Russell skoraði aðeins 5 stig í öðrum leik Boston Celtics og St. Louis Hawks í lokaúrslitum 1961 en hann endaði einvígið með því að vinna einvígið og skila meðaltölum upp á 17,6 stig og 28,8 fráköst í leik. Wilt Chamberlain skoraði tvisvar bara 10 stig fyrir Philadelphia 76ers í lokaúrslitunum á móti San Francisco Warriors árið 1967 en líkt og Russell þá varð hann NBA-meistari. Chamberlain var með 17,7 stig, 28,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum sem Philadelphia 76ers vann 4-2. Stephen Curry hafði skorað yfir 30 stig í síðustu þremur leikjum á undan leiknum í nótt og í þeim hitti hann meðal annars úr 16 af 34 þriggja stiga skotum sínum eða 47 prósent skotanna. Curry var með 32,7 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum þar sem Golden State liðið gróf sig upp úr 3-1 holu á móti Oklahoma City Thunder. Þeir félagar Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu aðeins 20 stig saman í leiknum og klikkuðu á 19 af 27 skotum sínum. Það eru því ekki góðar fréttir fyrir leikmenn Cleveland Cavaliers að þeir geti ekki unnið Golden State þegar bestu skyttur Warriors-liðsins eru ískaldar.Steph Curry's 11 Pts are the 4th fewest in a Finals game by an MVP that played at least 30 mins. (via @EliasSports) pic.twitter.com/s5uaTotPQH— SportsCenter (@SportsCenter) June 3, 2016 Steph Curry and Klay Thompson scored just 20 combined Pts, their fewest in a win this season. (via @ESPNStatsInfo) pic.twitter.com/klPpd8wCkY— SportsCenter (@SportsCenter) June 3, 2016 Stephen Curry and Klay Thompson combined for 20 points, their fewest in a game they both played in over last 2 seasons,— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 3, 2016 NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Stephen Curry fékk fullt hús sem mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta en það var þó ekki að sjá í nótt þegar fyrsti leikur lokaúrslitanna fóru fram enda bauð Curry upp á sögulega dapra frammistöðu. Golden State Warriors vann 15 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 104-89, í leik eitt en þennan sigur verður seint hægt að skrifa á hetju frammistöðu Stephen Curry. Stephen Curry endaði leikinn með aðeins 11 stig, hann tapaði 5 boltum og hitti aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Golden State tapaði meira segja þeim hluta leiksins sem hann var inná og Curry tók ekki eitt vítaskot á þeim 36 mínútum sem hann spilaði. Tölfræðingar ESPN voru fljótir að setja frammistöðu Steph í sögulegt samhengi. Þetta var nefnilega fjórða lægsta stigaskor besta leikmanns deildarinnar í úrslitaeinvígi um titilinn. Það eru aðeins þeir Bill Russell og Wilt Chamberlain sem hafa skorað minna í lokaúrslitum eftir að hafa verið kosnir bestir á sama tímabili. Bill Russell skoraði aðeins 5 stig í öðrum leik Boston Celtics og St. Louis Hawks í lokaúrslitum 1961 en hann endaði einvígið með því að vinna einvígið og skila meðaltölum upp á 17,6 stig og 28,8 fráköst í leik. Wilt Chamberlain skoraði tvisvar bara 10 stig fyrir Philadelphia 76ers í lokaúrslitunum á móti San Francisco Warriors árið 1967 en líkt og Russell þá varð hann NBA-meistari. Chamberlain var með 17,7 stig, 28,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum sem Philadelphia 76ers vann 4-2. Stephen Curry hafði skorað yfir 30 stig í síðustu þremur leikjum á undan leiknum í nótt og í þeim hitti hann meðal annars úr 16 af 34 þriggja stiga skotum sínum eða 47 prósent skotanna. Curry var með 32,7 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum þar sem Golden State liðið gróf sig upp úr 3-1 holu á móti Oklahoma City Thunder. Þeir félagar Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu aðeins 20 stig saman í leiknum og klikkuðu á 19 af 27 skotum sínum. Það eru því ekki góðar fréttir fyrir leikmenn Cleveland Cavaliers að þeir geti ekki unnið Golden State þegar bestu skyttur Warriors-liðsins eru ískaldar.Steph Curry's 11 Pts are the 4th fewest in a Finals game by an MVP that played at least 30 mins. (via @EliasSports) pic.twitter.com/s5uaTotPQH— SportsCenter (@SportsCenter) June 3, 2016 Steph Curry and Klay Thompson scored just 20 combined Pts, their fewest in a win this season. (via @ESPNStatsInfo) pic.twitter.com/klPpd8wCkY— SportsCenter (@SportsCenter) June 3, 2016 Stephen Curry and Klay Thompson combined for 20 points, their fewest in a game they both played in over last 2 seasons,— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 3, 2016
NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira