Flugverð lækkar á milli ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2016 11:33 Flugverð lækkar á milli ára. Vísir/GVA Um 20 prósent ódýrara er nú að fljúga frá Íslandi sé miðað við sama tíma og í fyrra. Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní í ár. Þetta kemur fram í verðkönnum sem Dohop gerði. Var flugverð frá Íslandi til þeirra áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum borið saman við verð á sama tíma og í fyrra annarsvegar og verð á milli mánaða í maí og júní hinsvegar.Breyting á flugverði milli ára.Að meðaltali má gera ráð fyrir að borga um 15.000 krónum minna fyrir flugmiðann nú en fyrir ári. Mestur munurinn er þar á flugi til Parísar, en rúmlega 30.000 krónum ódýrara er að kaupa flug þangað núna en á sama tíma á síðasta ári. Nú er um 9-40 prósent ódýrara að kaupa flugmiða til þeirra áfangastaða sem kannaðir voru í könnun Dohop, að undanskildu Helsinki, sem er eina borgin af þeim tuttugu sem Dohop skoðar sem dýrara er að fljúga til í ár en í fyrra. Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní. Til átta af þeim tuttugu borgum er kannaðar voru er breytingin rúmlega 20 prósent. Mesta hækkunin er á verði á flugi til Billund, eða um 34 prósent. Verð hækkar einnig áberandi til vinsælla borga í Evrópu, eins og Amsterdam, Berlínar, London og Kaupmannahafnar. Verð á flugi til Bandaríkjanna helst aftur á móti stöðugt ámilli mánaða; verð á flugi til New York hækkar lítillega, eða um 1 prósent og 4.9 prósent hækkun er á flugi til Boston. Þrjár dagsetningar voru skoðaðar hverju sinni í könnun Dohop. Sú fyrsta er eftir tvær vikur, önnur eftir fjórar vikur og þriðja eftir átta vikur. Í hverri viku voru allir sjö dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil. Við gerð verðkönnunarinnar er gert ráð fyrir einum farþega sem flýgur báðar leiðir með eina ferðatösku og handfarangur sem er minna en 5 kíló að þyngd. Fréttir af flugi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Um 20 prósent ódýrara er nú að fljúga frá Íslandi sé miðað við sama tíma og í fyrra. Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní í ár. Þetta kemur fram í verðkönnum sem Dohop gerði. Var flugverð frá Íslandi til þeirra áfangastaða þar sem samkeppni er á markaðnum borið saman við verð á sama tíma og í fyrra annarsvegar og verð á milli mánaða í maí og júní hinsvegar.Breyting á flugverði milli ára.Að meðaltali má gera ráð fyrir að borga um 15.000 krónum minna fyrir flugmiðann nú en fyrir ári. Mestur munurinn er þar á flugi til Parísar, en rúmlega 30.000 krónum ódýrara er að kaupa flug þangað núna en á sama tíma á síðasta ári. Nú er um 9-40 prósent ódýrara að kaupa flugmiða til þeirra áfangastaða sem kannaðir voru í könnun Dohop, að undanskildu Helsinki, sem er eina borgin af þeim tuttugu sem Dohop skoðar sem dýrara er að fljúga til í ár en í fyrra. Greina má þó áberandi hækkun á flugfargjöldum á milli maí og júní. Til átta af þeim tuttugu borgum er kannaðar voru er breytingin rúmlega 20 prósent. Mesta hækkunin er á verði á flugi til Billund, eða um 34 prósent. Verð hækkar einnig áberandi til vinsælla borga í Evrópu, eins og Amsterdam, Berlínar, London og Kaupmannahafnar. Verð á flugi til Bandaríkjanna helst aftur á móti stöðugt ámilli mánaða; verð á flugi til New York hækkar lítillega, eða um 1 prósent og 4.9 prósent hækkun er á flugi til Boston. Þrjár dagsetningar voru skoðaðar hverju sinni í könnun Dohop. Sú fyrsta er eftir tvær vikur, önnur eftir fjórar vikur og þriðja eftir átta vikur. Í hverri viku voru allir sjö dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil. Við gerð verðkönnunarinnar er gert ráð fyrir einum farþega sem flýgur báðar leiðir með eina ferðatösku og handfarangur sem er minna en 5 kíló að þyngd.
Fréttir af flugi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira