Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2016 15:15 Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og forsetaframbjóðandi myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Elísabet segir að sem forseti myndi hún vilja vera eins og kennari eða leiðbeinandi og miðla því sem hún kann og veit en einnig læra af öðrum það sem þeir kunna. Elísabet er annar forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Enginn getur geðjast öllum Aðspurð hvernig hún skilgreini hlutverk forsetans og hvað hann eigi að gera segir Elísabet: „Forsetinn á náttúrulega fyrst og fremst að vera hann sjálfur eins og allir landsmenn og vera ekki að láta eitthvað embætti ræna sig persónuleikanum. Forsetaembættið er svolítil svipting, hann á bara að geðjast öllum og vera sameiningartákn og það er svona ákveðin geðveiki. Það getur enginn, þetta er ómannlegt og forsetinn getur þá orðið eitthvað skrípi fyrir vikið. Forsetinn verður að geta verið líka bara venjuleg manneskja og haft bara ánægju af því sem hann er að gera.“ Elísabet segir að forsetahlutverkið sé tvíþætt og það sé „svolítið karl-og kvenelement í því í einni persónu ef maður tekur það svona gamaldags,“ eins og hún orðar það. Hún segir að það virðist óhjákvæmilegt að forsetinn hafi stjórnskipunarlegt hlutverk til dæmis þegar kemur að myndun ríkisstjórna en í nýrri stjórnarskrá ætti þetta hlutverk að vera í lágmarki að mati Elísabetar. Henni finnst hins vegar ekki að forsetinn eigi að vera hlutlaus: „Forsetinn getur haft skoðun og hlutleysi er ekki til á okkar tímum. Það er bara mjög skrýtið hugtak og forseti ætti ekki að vera hlutlaus. Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“Snyrtivörukynning eða ættjarðarsöngvar? Nái hún kjöri sem forseti þarf hún eins og áður segir að halda innsetnignarræðu á Alþingi. Hún kveðst ekki halda að það verði stressandi. „Nei, það er svo ögrandi eitthvað. Það er eitthvað svo stórt einhvern veginn en alltaf ef eitthvað er mjög stórt þá reyni ég að minnka það til að ráða við það. Ég var einmitt að hugsa um hvað maður á að tala. Á maður að hafa snyrtivörukynningu eða á maður að hafa ættjarðarsöngva?“Viðtalið við Elísabetu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27 Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og forsetaframbjóðandi myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Elísabet segir að sem forseti myndi hún vilja vera eins og kennari eða leiðbeinandi og miðla því sem hún kann og veit en einnig læra af öðrum það sem þeir kunna. Elísabet er annar forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Enginn getur geðjast öllum Aðspurð hvernig hún skilgreini hlutverk forsetans og hvað hann eigi að gera segir Elísabet: „Forsetinn á náttúrulega fyrst og fremst að vera hann sjálfur eins og allir landsmenn og vera ekki að láta eitthvað embætti ræna sig persónuleikanum. Forsetaembættið er svolítil svipting, hann á bara að geðjast öllum og vera sameiningartákn og það er svona ákveðin geðveiki. Það getur enginn, þetta er ómannlegt og forsetinn getur þá orðið eitthvað skrípi fyrir vikið. Forsetinn verður að geta verið líka bara venjuleg manneskja og haft bara ánægju af því sem hann er að gera.“ Elísabet segir að forsetahlutverkið sé tvíþætt og það sé „svolítið karl-og kvenelement í því í einni persónu ef maður tekur það svona gamaldags,“ eins og hún orðar það. Hún segir að það virðist óhjákvæmilegt að forsetinn hafi stjórnskipunarlegt hlutverk til dæmis þegar kemur að myndun ríkisstjórna en í nýrri stjórnarskrá ætti þetta hlutverk að vera í lágmarki að mati Elísabetar. Henni finnst hins vegar ekki að forsetinn eigi að vera hlutlaus: „Forsetinn getur haft skoðun og hlutleysi er ekki til á okkar tímum. Það er bara mjög skrýtið hugtak og forseti ætti ekki að vera hlutlaus. Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“Snyrtivörukynning eða ættjarðarsöngvar? Nái hún kjöri sem forseti þarf hún eins og áður segir að halda innsetnignarræðu á Alþingi. Hún kveðst ekki halda að það verði stressandi. „Nei, það er svo ögrandi eitthvað. Það er eitthvað svo stórt einhvern veginn en alltaf ef eitthvað er mjög stórt þá reyni ég að minnka það til að ráða við það. Ég var einmitt að hugsa um hvað maður á að tala. Á maður að hafa snyrtivörukynningu eða á maður að hafa ættjarðarsöngva?“Viðtalið við Elísabetu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27 Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27
Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00