Umfjöllun: Skotland - Ísland 0-4 | Ísland með annan fótinn á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. júní 2016 19:45 Harpa Þorsteinsdóttir hefur skorað sex mörk í undankeppninni. mynd/hilmar þór/ksí Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er svo gott sem komið í lokakeppni EM eftir stórsigur, 0-4, á Skotum í Falkirk í kvöld. Þarna mættust bestu lið riðilsins og þau voru bæði ósigruð. Eftir þennan leik er aðeins Ísland ósigrað og ekki heldur búið að fá á sig mark. Stelpunum dugar sigur gegn Makedóníu á þriðjudag til að gulltryggja EM-sætið. Makedónía er stigalaust í riðlinum og Ísland vann leikinn gegn þeim ytra, 0-4. Íslensku stelpurnar mættu gríðarlega ákveðnar til leiks og tóku völdin á vellinum strax í upphafi. Á 9. mínútu leiksins komst Ísland yfir. Hallbera Guðný Gísladóttir átti aukaspyrnu utan af kanti sem sigldi í gegnum allan pakkann í teignum og endaði í fjærhorninu. Okkar stúlkur efldust við markið og héldu áfram að sækja. Þær komust oft í ákjósanlegur stöður en lykilsendingar voru að klikka. Einfaldar sendingar inn fyrir vörn þegar komið var gott hlaup. Skotar gerðu sig einnig seka um slæm mistök er þær töpuðu boltanum fyrir framan eigið mark. Fanndís hefði getað refsað en skotið var ekki nógu gott. Sóknarþungi Skota var enginn og liðið átti ekki skot að marki Íslands í fyrri hálfleik. Er þær nálguðust teiginn þá var Glódís Perla Viggósdóttir mætt og hrifsaði til sín alla bolta. Hún kom bolta einnig vel í leik. Miklir yfirburðir hjá íslenska liðinu í fyrri hálfleik en munurinn aðeins eitt mark. Síðari hálfleikur byrjaði með látum og mínúta var liðin af hálfleiknum er Anna Björk fékk langbesta færi leiksins. Frír skalli um metra frá marki en Anna hitti ekki markið. Hrikalega illa farið með frábært færi. Skotum óx ásmegin eftir því sem leið á hálfleikinn. Læddist að manni sá grunur að íslenska liðinu myndi hefnast fyrir að nýta ekki færin sín í leiknum. Á 61. mínútu voru Skotar mjög nálægt því að jafna leikinn. Vantaði eitt skónúmer upp á að framherji þeirra skoraði. Það vakti stelpurnar. Aðeins mínútu síðar var staðan nefnilega orðin 2-0 fyrir Ísland. Hólmfríður með sendingu í miðjan teiginn þar sem Harpa skallaði boltann af krafti í netið. Aðeins þremur mínútum síðar kláraði íslenska liðið leikinn. Hallbera með hornspyrnu sem varmaðurinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skallaði inn fyrir marklínuna. Frábærlega gert. Þriðja markið á sjö mínútna kafla kom svo. Aftur var það skallamark og að þessu sinni var komið að Margréti Láru að stanga boltann í netið eftir sendingu Hörpu. Geggjaður sjö mínútna kafli sem gjörsamlega slátraði þessum leik. Leikur íslenska liðsins í kvöld var í einu orði sgt frábær. Liðið var gríðarlega vel skipulagt, gaf nánast engin færi á sér allan leikinn. Okkar stelpur voru sterkari, fljótari og miklu grimmari í alla bolta. Það var klassamunur á liðunum í þessum uppgjörsleik toppliðanna. Glódís Perla var besti maður íslenska liðsins en allar stelpurnar léku vel. Það var klassi, yfirvegun og öryggi yfir öllum aðgerðum Glódísar. Frábær og verður bara betri og betri. Ef að líkum lætur verður EM-hátíð í Dalnum eftir helgi og vonandi að fólk fjölmenni. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er svo gott sem komið í lokakeppni EM eftir stórsigur, 0-4, á Skotum í Falkirk í kvöld. Þarna mættust bestu lið riðilsins og þau voru bæði ósigruð. Eftir þennan leik er aðeins Ísland ósigrað og ekki heldur búið að fá á sig mark. Stelpunum dugar sigur gegn Makedóníu á þriðjudag til að gulltryggja EM-sætið. Makedónía er stigalaust í riðlinum og Ísland vann leikinn gegn þeim ytra, 0-4. Íslensku stelpurnar mættu gríðarlega ákveðnar til leiks og tóku völdin á vellinum strax í upphafi. Á 9. mínútu leiksins komst Ísland yfir. Hallbera Guðný Gísladóttir átti aukaspyrnu utan af kanti sem sigldi í gegnum allan pakkann í teignum og endaði í fjærhorninu. Okkar stúlkur efldust við markið og héldu áfram að sækja. Þær komust oft í ákjósanlegur stöður en lykilsendingar voru að klikka. Einfaldar sendingar inn fyrir vörn þegar komið var gott hlaup. Skotar gerðu sig einnig seka um slæm mistök er þær töpuðu boltanum fyrir framan eigið mark. Fanndís hefði getað refsað en skotið var ekki nógu gott. Sóknarþungi Skota var enginn og liðið átti ekki skot að marki Íslands í fyrri hálfleik. Er þær nálguðust teiginn þá var Glódís Perla Viggósdóttir mætt og hrifsaði til sín alla bolta. Hún kom bolta einnig vel í leik. Miklir yfirburðir hjá íslenska liðinu í fyrri hálfleik en munurinn aðeins eitt mark. Síðari hálfleikur byrjaði með látum og mínúta var liðin af hálfleiknum er Anna Björk fékk langbesta færi leiksins. Frír skalli um metra frá marki en Anna hitti ekki markið. Hrikalega illa farið með frábært færi. Skotum óx ásmegin eftir því sem leið á hálfleikinn. Læddist að manni sá grunur að íslenska liðinu myndi hefnast fyrir að nýta ekki færin sín í leiknum. Á 61. mínútu voru Skotar mjög nálægt því að jafna leikinn. Vantaði eitt skónúmer upp á að framherji þeirra skoraði. Það vakti stelpurnar. Aðeins mínútu síðar var staðan nefnilega orðin 2-0 fyrir Ísland. Hólmfríður með sendingu í miðjan teiginn þar sem Harpa skallaði boltann af krafti í netið. Aðeins þremur mínútum síðar kláraði íslenska liðið leikinn. Hallbera með hornspyrnu sem varmaðurinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skallaði inn fyrir marklínuna. Frábærlega gert. Þriðja markið á sjö mínútna kafla kom svo. Aftur var það skallamark og að þessu sinni var komið að Margréti Láru að stanga boltann í netið eftir sendingu Hörpu. Geggjaður sjö mínútna kafli sem gjörsamlega slátraði þessum leik. Leikur íslenska liðsins í kvöld var í einu orði sgt frábær. Liðið var gríðarlega vel skipulagt, gaf nánast engin færi á sér allan leikinn. Okkar stelpur voru sterkari, fljótari og miklu grimmari í alla bolta. Það var klassamunur á liðunum í þessum uppgjörsleik toppliðanna. Glódís Perla var besti maður íslenska liðsins en allar stelpurnar léku vel. Það var klassi, yfirvegun og öryggi yfir öllum aðgerðum Glódísar. Frábær og verður bara betri og betri. Ef að líkum lætur verður EM-hátíð í Dalnum eftir helgi og vonandi að fólk fjölmenni.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira