Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júní 2016 06:30 Ali og Atli bregða á leik. mynd/úr einkasafni Sem kunnugt er lést hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali á föstudaginn, 74 ára að aldri. Dánarorsök Alis var ígerð en hann glímdi við veikindi í öndunarfærum síðustu dagana sem hann lifði. Það eru eflaust ekki margir Íslendingar sem hittu Ali, hvað þá að eiga mynd af sér með honum. Það getur Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og -þjálfari í knattspyrnu, hins vegar sagt. Myndin hér að ofan var tekin 15. september 1984 á heimavelli Fortuna Düsseldorf, í hálfleik á leik liðsins gegn Eintracht Braunschweig í þýsku úrvalsdeildinni. „Mig minnir að á þessum tíma hafi Ali verið að kynna box á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins um allan heim,“ sagði Atli í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann kom Düsseldorf yfir á 27. mínútu en gestirnir jöfnuðu metin 11 mínútum síðar. Það var svo í hálfleik sem hann hitti meistarann sjálfan. „Hann sá leikinn hjá okkur. Með okkur á myndinni eru forseti borgarstjórnar í Düsseldorf og forseti félagsins. Þeir eru að taka á móti honum og þegar ég er að koma aftur inn á völlinn kynna þeir mig fyrir honum. Við spjölluðum í 3-4 mínútur og þá voru myndirnar teknar,“ sagði Atli. En hvað fór þeim í milli? „Það var æðislegt að hitta hann. Ég sagði við hann „great honour“. Og hann svaraði: „I am the greatest.“ Ég man ekki eftir öllu sem við sögðum en hann talaði um að hann væri mestur og væri að kynna boxið.“ Á þessum tíma var Ali nýbúinn að leggja hanskana á hilluna eftir frábæran feril og var enn í flottu formi. „Þú sérð hvers konar skrokkur þetta er. Ég þótti ágætlega stór miðað við fótboltamann en er eins og smá peð við hliðina á honum,“ sagði Atli. Þetta sama ár, 1984, greindist Ali með Parkinson-sjúkdóminn. Atli segir að hann hafi ekki tekið eftir einkennum sjúkdómsins hjá Ali. „Ég tók ekkert eftir því. Hann var í fínum gír,“ sagði Atli sem segir Ali einn merkasta íþróttamann sögunnar. „Það tekur enginn af honum að hann var þrefaldur heimsmeistari. Hann var alltaf skemmtilegastur og það er enginn íþróttamaður sem var hægt að vitna oftar í. Allt sem hann sagði var fyndið og hann var leikari. Hann var ótrúlegur,“ sagði Atli að lokum.Það fór vel á með meistaranum og íslenska landsliðsmanninum.mynd/úr einkasafniTeiknuð mynd sem birtist í bók 100 ára sögu Fortuna Düsseldorf.mynd/úr einkasafni Box Tengdar fréttir Dánarorsök Ali var ígerð Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. 5. júní 2016 09:36 Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16 Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45 Muhammad Ali fallinn frá Hnefaleikagoðsögnin var 74 ára að aldri. 4. júní 2016 07:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Sjá meira
Sem kunnugt er lést hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali á föstudaginn, 74 ára að aldri. Dánarorsök Alis var ígerð en hann glímdi við veikindi í öndunarfærum síðustu dagana sem hann lifði. Það eru eflaust ekki margir Íslendingar sem hittu Ali, hvað þá að eiga mynd af sér með honum. Það getur Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og -þjálfari í knattspyrnu, hins vegar sagt. Myndin hér að ofan var tekin 15. september 1984 á heimavelli Fortuna Düsseldorf, í hálfleik á leik liðsins gegn Eintracht Braunschweig í þýsku úrvalsdeildinni. „Mig minnir að á þessum tíma hafi Ali verið að kynna box á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins um allan heim,“ sagði Atli í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann kom Düsseldorf yfir á 27. mínútu en gestirnir jöfnuðu metin 11 mínútum síðar. Það var svo í hálfleik sem hann hitti meistarann sjálfan. „Hann sá leikinn hjá okkur. Með okkur á myndinni eru forseti borgarstjórnar í Düsseldorf og forseti félagsins. Þeir eru að taka á móti honum og þegar ég er að koma aftur inn á völlinn kynna þeir mig fyrir honum. Við spjölluðum í 3-4 mínútur og þá voru myndirnar teknar,“ sagði Atli. En hvað fór þeim í milli? „Það var æðislegt að hitta hann. Ég sagði við hann „great honour“. Og hann svaraði: „I am the greatest.“ Ég man ekki eftir öllu sem við sögðum en hann talaði um að hann væri mestur og væri að kynna boxið.“ Á þessum tíma var Ali nýbúinn að leggja hanskana á hilluna eftir frábæran feril og var enn í flottu formi. „Þú sérð hvers konar skrokkur þetta er. Ég þótti ágætlega stór miðað við fótboltamann en er eins og smá peð við hliðina á honum,“ sagði Atli. Þetta sama ár, 1984, greindist Ali með Parkinson-sjúkdóminn. Atli segir að hann hafi ekki tekið eftir einkennum sjúkdómsins hjá Ali. „Ég tók ekkert eftir því. Hann var í fínum gír,“ sagði Atli sem segir Ali einn merkasta íþróttamann sögunnar. „Það tekur enginn af honum að hann var þrefaldur heimsmeistari. Hann var alltaf skemmtilegastur og það er enginn íþróttamaður sem var hægt að vitna oftar í. Allt sem hann sagði var fyndið og hann var leikari. Hann var ótrúlegur,“ sagði Atli að lokum.Það fór vel á með meistaranum og íslenska landsliðsmanninum.mynd/úr einkasafniTeiknuð mynd sem birtist í bók 100 ára sögu Fortuna Düsseldorf.mynd/úr einkasafni
Box Tengdar fréttir Dánarorsök Ali var ígerð Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. 5. júní 2016 09:36 Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16 Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45 Muhammad Ali fallinn frá Hnefaleikagoðsögnin var 74 ára að aldri. 4. júní 2016 07:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Sjá meira
Dánarorsök Ali var ígerð Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. 5. júní 2016 09:36
Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16
Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45