Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júní 2016 06:30 Ali og Atli bregða á leik. mynd/úr einkasafni Sem kunnugt er lést hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali á föstudaginn, 74 ára að aldri. Dánarorsök Alis var ígerð en hann glímdi við veikindi í öndunarfærum síðustu dagana sem hann lifði. Það eru eflaust ekki margir Íslendingar sem hittu Ali, hvað þá að eiga mynd af sér með honum. Það getur Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og -þjálfari í knattspyrnu, hins vegar sagt. Myndin hér að ofan var tekin 15. september 1984 á heimavelli Fortuna Düsseldorf, í hálfleik á leik liðsins gegn Eintracht Braunschweig í þýsku úrvalsdeildinni. „Mig minnir að á þessum tíma hafi Ali verið að kynna box á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins um allan heim,“ sagði Atli í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann kom Düsseldorf yfir á 27. mínútu en gestirnir jöfnuðu metin 11 mínútum síðar. Það var svo í hálfleik sem hann hitti meistarann sjálfan. „Hann sá leikinn hjá okkur. Með okkur á myndinni eru forseti borgarstjórnar í Düsseldorf og forseti félagsins. Þeir eru að taka á móti honum og þegar ég er að koma aftur inn á völlinn kynna þeir mig fyrir honum. Við spjölluðum í 3-4 mínútur og þá voru myndirnar teknar,“ sagði Atli. En hvað fór þeim í milli? „Það var æðislegt að hitta hann. Ég sagði við hann „great honour“. Og hann svaraði: „I am the greatest.“ Ég man ekki eftir öllu sem við sögðum en hann talaði um að hann væri mestur og væri að kynna boxið.“ Á þessum tíma var Ali nýbúinn að leggja hanskana á hilluna eftir frábæran feril og var enn í flottu formi. „Þú sérð hvers konar skrokkur þetta er. Ég þótti ágætlega stór miðað við fótboltamann en er eins og smá peð við hliðina á honum,“ sagði Atli. Þetta sama ár, 1984, greindist Ali með Parkinson-sjúkdóminn. Atli segir að hann hafi ekki tekið eftir einkennum sjúkdómsins hjá Ali. „Ég tók ekkert eftir því. Hann var í fínum gír,“ sagði Atli sem segir Ali einn merkasta íþróttamann sögunnar. „Það tekur enginn af honum að hann var þrefaldur heimsmeistari. Hann var alltaf skemmtilegastur og það er enginn íþróttamaður sem var hægt að vitna oftar í. Allt sem hann sagði var fyndið og hann var leikari. Hann var ótrúlegur,“ sagði Atli að lokum.Það fór vel á með meistaranum og íslenska landsliðsmanninum.mynd/úr einkasafniTeiknuð mynd sem birtist í bók 100 ára sögu Fortuna Düsseldorf.mynd/úr einkasafni Box Tengdar fréttir Dánarorsök Ali var ígerð Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. 5. júní 2016 09:36 Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16 Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45 Muhammad Ali fallinn frá Hnefaleikagoðsögnin var 74 ára að aldri. 4. júní 2016 07:30 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Sjá meira
Sem kunnugt er lést hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali á föstudaginn, 74 ára að aldri. Dánarorsök Alis var ígerð en hann glímdi við veikindi í öndunarfærum síðustu dagana sem hann lifði. Það eru eflaust ekki margir Íslendingar sem hittu Ali, hvað þá að eiga mynd af sér með honum. Það getur Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og -þjálfari í knattspyrnu, hins vegar sagt. Myndin hér að ofan var tekin 15. september 1984 á heimavelli Fortuna Düsseldorf, í hálfleik á leik liðsins gegn Eintracht Braunschweig í þýsku úrvalsdeildinni. „Mig minnir að á þessum tíma hafi Ali verið að kynna box á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins um allan heim,“ sagði Atli í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann kom Düsseldorf yfir á 27. mínútu en gestirnir jöfnuðu metin 11 mínútum síðar. Það var svo í hálfleik sem hann hitti meistarann sjálfan. „Hann sá leikinn hjá okkur. Með okkur á myndinni eru forseti borgarstjórnar í Düsseldorf og forseti félagsins. Þeir eru að taka á móti honum og þegar ég er að koma aftur inn á völlinn kynna þeir mig fyrir honum. Við spjölluðum í 3-4 mínútur og þá voru myndirnar teknar,“ sagði Atli. En hvað fór þeim í milli? „Það var æðislegt að hitta hann. Ég sagði við hann „great honour“. Og hann svaraði: „I am the greatest.“ Ég man ekki eftir öllu sem við sögðum en hann talaði um að hann væri mestur og væri að kynna boxið.“ Á þessum tíma var Ali nýbúinn að leggja hanskana á hilluna eftir frábæran feril og var enn í flottu formi. „Þú sérð hvers konar skrokkur þetta er. Ég þótti ágætlega stór miðað við fótboltamann en er eins og smá peð við hliðina á honum,“ sagði Atli. Þetta sama ár, 1984, greindist Ali með Parkinson-sjúkdóminn. Atli segir að hann hafi ekki tekið eftir einkennum sjúkdómsins hjá Ali. „Ég tók ekkert eftir því. Hann var í fínum gír,“ sagði Atli sem segir Ali einn merkasta íþróttamann sögunnar. „Það tekur enginn af honum að hann var þrefaldur heimsmeistari. Hann var alltaf skemmtilegastur og það er enginn íþróttamaður sem var hægt að vitna oftar í. Allt sem hann sagði var fyndið og hann var leikari. Hann var ótrúlegur,“ sagði Atli að lokum.Það fór vel á með meistaranum og íslenska landsliðsmanninum.mynd/úr einkasafniTeiknuð mynd sem birtist í bók 100 ára sögu Fortuna Düsseldorf.mynd/úr einkasafni
Box Tengdar fréttir Dánarorsök Ali var ígerð Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. 5. júní 2016 09:36 Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16 Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45 Muhammad Ali fallinn frá Hnefaleikagoðsögnin var 74 ára að aldri. 4. júní 2016 07:30 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Sjá meira
Dánarorsök Ali var ígerð Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. 5. júní 2016 09:36
Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16
Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45