Sjáið fertugustu SI forsíðu Muhammad Ali og líka allar hinar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2016 09:30 Muhammad Ali var enginn venjulegur boxari. Vísir/Getty Muhammad Ali kvaddi þennan heim um helgina og flestir ef ekki allir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa sett mikinn tíma og mikið pláss undir það að rifja upp magnaðan feril þessa mikla íþróttamanns. Hið fræga bandaríska íþróttablað Sports Illustrated ætlar að minnast þessa mikla meistara með því að helga honum forsíðu blaðsins einu sinni enn. Muhammad Ali var 74 ára þegar hann lést en það er nánast óhugsandi að finna stærri íþróttastjörnu í heiminum en þegar hann var upp á sitt besta. Hann var síðan ekki síður virtur fyrir störf sín að mannúðarmálum eftir að ferlinum lauk. Muhammad Ali hafði verið á forsíðu Sports Illustrated 39 sinnum en nú er ljóst að hann verður á ferugustu forsíðunni í næsta tölublaði. Blaðið með fertugustu forsíðumynd Muhammad Ali kemur út á miðvikudaginn en á henni er mynd sem Neil Leifer tók fyrir Sports Illustrated fyrir allmörgum árum. Fyrsta forsíðan með mynd af Muhammad Ali kom út árið 1963 en þá hét hann ennþá Cassius Clay. hann tók seinna upp nafnið Muhammad Ali eftir að hann tók upp múhameðstrú. Sports Illustrated setti saman myndband með öllum forsíðumyndum Muhammad Ali og er hægt að sjá það hér fyrir neðan ásamt forsíðu blaðsins sem kemur út eftir tvo daga. Þar má finna „The Rumble in the Jungle" og „The Thrilla in Manila" svo eitthvað sé nefnt.RIP, Muhammad Ali. Here's SI's cover remembering The Greatest pic.twitter.com/Qv63cBPM3M— Sports Illustrated (@SInow) June 4, 2016 For the 40th time, Muhammad Ali will grace the cover of Sports Illustrated https://t.co/kPznPf6TClhttps://t.co/MhrxXvoh7y— Sports Illustrated (@SInow) June 5, 2016 Aðrar íþróttir Box Tengdar fréttir Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Atli Eðvaldsson varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali á meðan hann lék með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi. Atli segir að það hafi verið mikil upplifun að hitta þennan merka mann sem kvaddi þennan heim á föstudaginn. 6. júní 2016 06:30 Dánarorsök Ali var ígerð Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. 5. júní 2016 09:36 Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16 Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45 Muhammad Ali fallinn frá Hnefaleikagoðsögnin var 74 ára að aldri. 4. júní 2016 07:30 Saga til næsta bæjar: Kletturinn í hafinu Hvor myndi vinna í bardaga: Batman eða Súperman? King Kong eða Godzilla? 5. júní 2016 08:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Sjá meira
Muhammad Ali kvaddi þennan heim um helgina og flestir ef ekki allir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa sett mikinn tíma og mikið pláss undir það að rifja upp magnaðan feril þessa mikla íþróttamanns. Hið fræga bandaríska íþróttablað Sports Illustrated ætlar að minnast þessa mikla meistara með því að helga honum forsíðu blaðsins einu sinni enn. Muhammad Ali var 74 ára þegar hann lést en það er nánast óhugsandi að finna stærri íþróttastjörnu í heiminum en þegar hann var upp á sitt besta. Hann var síðan ekki síður virtur fyrir störf sín að mannúðarmálum eftir að ferlinum lauk. Muhammad Ali hafði verið á forsíðu Sports Illustrated 39 sinnum en nú er ljóst að hann verður á ferugustu forsíðunni í næsta tölublaði. Blaðið með fertugustu forsíðumynd Muhammad Ali kemur út á miðvikudaginn en á henni er mynd sem Neil Leifer tók fyrir Sports Illustrated fyrir allmörgum árum. Fyrsta forsíðan með mynd af Muhammad Ali kom út árið 1963 en þá hét hann ennþá Cassius Clay. hann tók seinna upp nafnið Muhammad Ali eftir að hann tók upp múhameðstrú. Sports Illustrated setti saman myndband með öllum forsíðumyndum Muhammad Ali og er hægt að sjá það hér fyrir neðan ásamt forsíðu blaðsins sem kemur út eftir tvo daga. Þar má finna „The Rumble in the Jungle" og „The Thrilla in Manila" svo eitthvað sé nefnt.RIP, Muhammad Ali. Here's SI's cover remembering The Greatest pic.twitter.com/Qv63cBPM3M— Sports Illustrated (@SInow) June 4, 2016 For the 40th time, Muhammad Ali will grace the cover of Sports Illustrated https://t.co/kPznPf6TClhttps://t.co/MhrxXvoh7y— Sports Illustrated (@SInow) June 5, 2016
Aðrar íþróttir Box Tengdar fréttir Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Atli Eðvaldsson varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali á meðan hann lék með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi. Atli segir að það hafi verið mikil upplifun að hitta þennan merka mann sem kvaddi þennan heim á föstudaginn. 6. júní 2016 06:30 Dánarorsök Ali var ígerð Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. 5. júní 2016 09:36 Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16 Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45 Muhammad Ali fallinn frá Hnefaleikagoðsögnin var 74 ára að aldri. 4. júní 2016 07:30 Saga til næsta bæjar: Kletturinn í hafinu Hvor myndi vinna í bardaga: Batman eða Súperman? King Kong eða Godzilla? 5. júní 2016 08:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Sjá meira
Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Atli Eðvaldsson varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali á meðan hann lék með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi. Atli segir að það hafi verið mikil upplifun að hitta þennan merka mann sem kvaddi þennan heim á föstudaginn. 6. júní 2016 06:30
Dánarorsök Ali var ígerð Var ígerðin tilkomin vegna ótilgreindra náttúrulegra orsaka en Ali lést á föstudagskvöld á spítala í Phoenix í Arizona, 74 ára aldri. 5. júní 2016 09:36
Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 15:16
Stjörnurnar minnast Ali á Twitter Hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali er látinn, 74 ára að aldri. 4. júní 2016 12:45
Saga til næsta bæjar: Kletturinn í hafinu Hvor myndi vinna í bardaga: Batman eða Súperman? King Kong eða Godzilla? 5. júní 2016 08:00