Atvinnuviðtali lauk með hnefahöggum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2016 12:20 Lögreglan á Suðurlandi kom að 358 verkefnum í liðinni viku. vísir/pjetur Mikið var að gera hjá lögreglumönnum á Suðurlandi í síðustu viku. Kom hún að 358 verkefnum sem er talsverð aukning frá vikunni á undan. Lögreglumenn lögðu hald á fíkniefnapakka sem kom með flugvél og tóku á móti kæru vegna atvinnuviðtals sem lauk með hnefahöggum. Karlmaður kom í lögreglustöðina á Selfossi síðdegis á laugardag og kærði annan fyrir líkamsárás. Árásarþolinn hafði ætlað að ráða hinn í vinnu. Þeim sinnaðist í viðræðum sínum með þeim afleiðingum að sá sem hugðist ráða sig í vinnuna réðist á hinn með hnefahöggum sem leiddi til tannbrots. Atvikið átti sér stað í Hveragerði. Lögreglumenn á Höfn í Hornafirði fóru á fimmtudag á flugvöllinn og haldlögðu pakka sem kom með flugvél frá Reykjavík. Grunur lék á um að í pakkanum væru fíkniefni sem reyndist á rökum reist. Skömmu síðar kom maður til að sækja pakkann. Hann var handtekinn og bar því við að hann hefði verið sendur af öðrum manni til að sækja pakkann. Sá maður var handtekinn og færður til yfirheyrslu. Í pakkanum var amfetamín og kannabis, ekki í miklu magni, sem maðurinn viðurkenndi að eiga og hafi einungis verið ætlað til eigin neyslu. Efnin verða send til vigtunar og rannsóknar. Þá voru karl og kona handtekin á Suðurlandsvegi í Ölfusi seint á laugardagskvöld á leið þeirra í bifreið sem konan ók. Konan bar merki þess að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Í ljós kom að hún var ekki með ökuréttindi. Hún hafði verið svipt þeim. Í bifreiðinni voru ýmsir munir sem grunur lék á að væri þýfi. Parið var yfirheyrt í gær. Konan gekkst við sviptinga- og fíkniefnaakstrinum. Hins vegar neituðu bæði þjófnaði á þeim munum sem voru í bílnum en gátu ekki gert grein fyrir þeim. Þar ræðir um, meðal annars, fartölvur, sláttuvél, gasgrill og flatskjár. Munirnir voru haldlagðir og eru í geymslu í lögreglustöðinni á Selfossi. Eitthundrað og fjórtán ökumenn voru í vikunni kærðir fyrir umferðarlagabrot. Þar af voru 88 kærðir fyrir hraðakstur, fjórir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, einn fyrir ölvunarakstur og umferðardeildarlögreglumenn voru í eftirliti með öxulþunga, ökuritum, hvíldartíma ökumanna og ýmsum öðru sem snýr að umferðinni. Fréttir af flugi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Mikið var að gera hjá lögreglumönnum á Suðurlandi í síðustu viku. Kom hún að 358 verkefnum sem er talsverð aukning frá vikunni á undan. Lögreglumenn lögðu hald á fíkniefnapakka sem kom með flugvél og tóku á móti kæru vegna atvinnuviðtals sem lauk með hnefahöggum. Karlmaður kom í lögreglustöðina á Selfossi síðdegis á laugardag og kærði annan fyrir líkamsárás. Árásarþolinn hafði ætlað að ráða hinn í vinnu. Þeim sinnaðist í viðræðum sínum með þeim afleiðingum að sá sem hugðist ráða sig í vinnuna réðist á hinn með hnefahöggum sem leiddi til tannbrots. Atvikið átti sér stað í Hveragerði. Lögreglumenn á Höfn í Hornafirði fóru á fimmtudag á flugvöllinn og haldlögðu pakka sem kom með flugvél frá Reykjavík. Grunur lék á um að í pakkanum væru fíkniefni sem reyndist á rökum reist. Skömmu síðar kom maður til að sækja pakkann. Hann var handtekinn og bar því við að hann hefði verið sendur af öðrum manni til að sækja pakkann. Sá maður var handtekinn og færður til yfirheyrslu. Í pakkanum var amfetamín og kannabis, ekki í miklu magni, sem maðurinn viðurkenndi að eiga og hafi einungis verið ætlað til eigin neyslu. Efnin verða send til vigtunar og rannsóknar. Þá voru karl og kona handtekin á Suðurlandsvegi í Ölfusi seint á laugardagskvöld á leið þeirra í bifreið sem konan ók. Konan bar merki þess að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Í ljós kom að hún var ekki með ökuréttindi. Hún hafði verið svipt þeim. Í bifreiðinni voru ýmsir munir sem grunur lék á að væri þýfi. Parið var yfirheyrt í gær. Konan gekkst við sviptinga- og fíkniefnaakstrinum. Hins vegar neituðu bæði þjófnaði á þeim munum sem voru í bílnum en gátu ekki gert grein fyrir þeim. Þar ræðir um, meðal annars, fartölvur, sláttuvél, gasgrill og flatskjár. Munirnir voru haldlagðir og eru í geymslu í lögreglustöðinni á Selfossi. Eitthundrað og fjórtán ökumenn voru í vikunni kærðir fyrir umferðarlagabrot. Þar af voru 88 kærðir fyrir hraðakstur, fjórir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, einn fyrir ölvunarakstur og umferðardeildarlögreglumenn voru í eftirliti með öxulþunga, ökuritum, hvíldartíma ökumanna og ýmsum öðru sem snýr að umferðinni.
Fréttir af flugi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira