Þjálfari Portúgal: Ronaldo er mikilvægari fyrir Portúgal en fyrir Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2016 19:15 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Fernando Santos, þjálfari Portúgal, er óhræddur við að leggja áherslu á mikilvægi Cristiano Ronaldo fyrir lið sitt á komandi Evrópumóti í Frakklandi. Cristiano Ronaldo kom til móts við portúgalska landsliðið í gær en hann fékk tíma til að jafna sig eftir sigur Real Madrid á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ronaldo verður væntanlega með í vináttulandsleiknum á móti Eistlandi á miðvikudaginn en það er síðasti undirbúningsleikur portúgalska liðsins fyrir fyrsta leik EM 2016 sem verður einmitt á móti íslenska liðinu. Pepe, sem spilar líka með Real Madrid, fékk líka hvíld eins og Cristiano Ronaldo.“Þeir þurftu að fá hvíld," sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgal, við spænska blaðið Marca. Reuters segir frá. „Það er betra fyrir alla að þeir mæti ánægðir og með aukakraft eftir að hafa náð markmiðum sínum," sagði Santos. Cristiano Ronaldo skoraði 51 mark í 48 leikjum í öllum keppnum með Real Madrid á þessu tímabili. „Ef hann er svona mikilvægur fyrir Real Madrid þá getið þið bara ímyndað ykkur hversu mikilvægur hann er fyrir portúgalska landsliðið. Alls ekki minna og jafnvel enn mikilvægari," sagði Santos.Sjá einnig:Ætli Ronaldo þori nokkuð að skora á móti Íslandi eftir þessi skilaboð? „Þegar þú hefur leikmann sem skorar 50 til 60 mörk á tímabili, leikmann sem getur alltaf skorað, þá er mikilvægi hans mikið. Það er ekki hægt að mæla það," sagði Santos. Cristiano Ronaldo er orðinn 31 árs gamall en hann komst næst því að vinna titil með landsliðið Portúgal þegar liðið tapaði á móti Grikklandi í úrslitaleik EM 2004. Síðan hefur hann farið með liðinu á fimm stórmót til viðbótar og komst alla leið í undanúrslit á bæði HM 2006 og EM 2012. Portúgal tapaði fyrir Spáni í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleik EM fyrir fjórum árum. Spánverjarnir unnu síðan 4-0 stórsigur á Ítölum í úrslitaleiknum. „Ef við hugsum um þær kynslóðir sem hafa spilað frá Portúgal þá er löngu kominn tími á titil. Portúgal ætti að vera búið að vinna Evrópumeistaratitil en Spánverjarnir tóku sinn tíma en hafa síðan unnið nokkra titla eftir að sá fyrsti kom í hús," sagði hinn kokhrausti Fernando Santos. Hvort hann sé að boða gullöld portúgalska liðsins er aftur á móti önnur saga. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Fernando Santos, þjálfari Portúgal, er óhræddur við að leggja áherslu á mikilvægi Cristiano Ronaldo fyrir lið sitt á komandi Evrópumóti í Frakklandi. Cristiano Ronaldo kom til móts við portúgalska landsliðið í gær en hann fékk tíma til að jafna sig eftir sigur Real Madrid á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ronaldo verður væntanlega með í vináttulandsleiknum á móti Eistlandi á miðvikudaginn en það er síðasti undirbúningsleikur portúgalska liðsins fyrir fyrsta leik EM 2016 sem verður einmitt á móti íslenska liðinu. Pepe, sem spilar líka með Real Madrid, fékk líka hvíld eins og Cristiano Ronaldo.“Þeir þurftu að fá hvíld," sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgal, við spænska blaðið Marca. Reuters segir frá. „Það er betra fyrir alla að þeir mæti ánægðir og með aukakraft eftir að hafa náð markmiðum sínum," sagði Santos. Cristiano Ronaldo skoraði 51 mark í 48 leikjum í öllum keppnum með Real Madrid á þessu tímabili. „Ef hann er svona mikilvægur fyrir Real Madrid þá getið þið bara ímyndað ykkur hversu mikilvægur hann er fyrir portúgalska landsliðið. Alls ekki minna og jafnvel enn mikilvægari," sagði Santos.Sjá einnig:Ætli Ronaldo þori nokkuð að skora á móti Íslandi eftir þessi skilaboð? „Þegar þú hefur leikmann sem skorar 50 til 60 mörk á tímabili, leikmann sem getur alltaf skorað, þá er mikilvægi hans mikið. Það er ekki hægt að mæla það," sagði Santos. Cristiano Ronaldo er orðinn 31 árs gamall en hann komst næst því að vinna titil með landsliðið Portúgal þegar liðið tapaði á móti Grikklandi í úrslitaleik EM 2004. Síðan hefur hann farið með liðinu á fimm stórmót til viðbótar og komst alla leið í undanúrslit á bæði HM 2006 og EM 2012. Portúgal tapaði fyrir Spáni í vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleik EM fyrir fjórum árum. Spánverjarnir unnu síðan 4-0 stórsigur á Ítölum í úrslitaleiknum. „Ef við hugsum um þær kynslóðir sem hafa spilað frá Portúgal þá er löngu kominn tími á titil. Portúgal ætti að vera búið að vinna Evrópumeistaratitil en Spánverjarnir tóku sinn tíma en hafa síðan unnið nokkra titla eftir að sá fyrsti kom í hús," sagði hinn kokhrausti Fernando Santos. Hvort hann sé að boða gullöld portúgalska liðsins er aftur á móti önnur saga.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira