Tilbúin að drepast þó það væri strax á morgun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júní 2016 20:24 Guðný Baldvinsdóttir, 102 ára íbúi í Borgarnesi hefur aldrei farið í sund, aldrei í leikfimi og aldrei drukkið lýsi, áfengi eða reykt. Guðný er mjög ern og hress og líður vel á dvalarheimilinu Brákarhlíð. Hún fer í gönguferðir á hverjum degi með göngugrindina sína og það fer vel um hana í rúmgóðu herbergi. Hún gerir mikið af því að prjóna og lesa. Guðný er fædd í Hvítársíðu í Borgarfirði en þaðan fluttist hún að Grenjum og síðan ráðskona á Leirulæk á Mýrum í tæplega 40 ár. Guðný er mjög nægjusöm og hógvær og henni finnst ekkert merkilegt að vera orðin 102 ára gömul. „Mér finnst það ekkert merkilegt og ég hef aldrei fundið neitt við það og mér finnst það með ólíkindum að maður skuli ekki fá frið, það þurfi að koma í útvarpið eða í blöðum eða einhver viðtöl þegar maður er orðinn nógu afgamall og farinn að sljóvgast, þá geti maður ekki haft sín rólegheit eins og maður hafði alltaf, maður var ekki svo merkilega persóna. Ég held að ég hafi ekkert fengið neina bót á því þegar ég varð 100 ára, ekki var ég vör við það“, segir Guðný. En er Guðný ekki ánægð með þá athygli sem hún fær ? „Nei, ég hef aldrei verið athyglissjúk og vona að ég verið það ekki.“ En hvað ætlar hún að verða gömul? „Eins og forsjónin sér um, ég er tilbúin að drepast þó það væri strax á morgun.“ Guðný hefur aldrei þurft að taka lyf í gegnum þessi 102 ár. „Ég hef ekkert haft við það að gera, ég hef haft góða heilsu og lifað á því,“ segir hún. Guðný kann mörg hundruð vísur. Í fréttinni hér að ofan má sjá Guðnýju fara með eina þeirra. En hefur Guðný einhvern tímann bragðað áfengi? „Nei, aldrei smakkað það og aldrei reykt, aldrei tekið lýsi og aldrei farið í leikfimi og aldrei farið í sund,“ segir Guðný. Hún var spurð hvort hún væri að segja satt. „Já, ég er að segja satt,“ sagði Guðný þá. Borgarbyggð Eldri borgarar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Guðný Baldvinsdóttir, 102 ára íbúi í Borgarnesi hefur aldrei farið í sund, aldrei í leikfimi og aldrei drukkið lýsi, áfengi eða reykt. Guðný er mjög ern og hress og líður vel á dvalarheimilinu Brákarhlíð. Hún fer í gönguferðir á hverjum degi með göngugrindina sína og það fer vel um hana í rúmgóðu herbergi. Hún gerir mikið af því að prjóna og lesa. Guðný er fædd í Hvítársíðu í Borgarfirði en þaðan fluttist hún að Grenjum og síðan ráðskona á Leirulæk á Mýrum í tæplega 40 ár. Guðný er mjög nægjusöm og hógvær og henni finnst ekkert merkilegt að vera orðin 102 ára gömul. „Mér finnst það ekkert merkilegt og ég hef aldrei fundið neitt við það og mér finnst það með ólíkindum að maður skuli ekki fá frið, það þurfi að koma í útvarpið eða í blöðum eða einhver viðtöl þegar maður er orðinn nógu afgamall og farinn að sljóvgast, þá geti maður ekki haft sín rólegheit eins og maður hafði alltaf, maður var ekki svo merkilega persóna. Ég held að ég hafi ekkert fengið neina bót á því þegar ég varð 100 ára, ekki var ég vör við það“, segir Guðný. En er Guðný ekki ánægð með þá athygli sem hún fær ? „Nei, ég hef aldrei verið athyglissjúk og vona að ég verið það ekki.“ En hvað ætlar hún að verða gömul? „Eins og forsjónin sér um, ég er tilbúin að drepast þó það væri strax á morgun.“ Guðný hefur aldrei þurft að taka lyf í gegnum þessi 102 ár. „Ég hef ekkert haft við það að gera, ég hef haft góða heilsu og lifað á því,“ segir hún. Guðný kann mörg hundruð vísur. Í fréttinni hér að ofan má sjá Guðnýju fara með eina þeirra. En hefur Guðný einhvern tímann bragðað áfengi? „Nei, aldrei smakkað það og aldrei reykt, aldrei tekið lýsi og aldrei farið í leikfimi og aldrei farið í sund,“ segir Guðný. Hún var spurð hvort hún væri að segja satt. „Já, ég er að segja satt,“ sagði Guðný þá.
Borgarbyggð Eldri borgarar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum