Meiddist á fyrstu æfingunni í Frakklandi og missir af EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 07:30 Antonio Rüdiger. Visir/Getty Hver er mesta martröð fótboltamannsins? Ein af þeim verstu hlýtur að vera að meiðast illa rétt fyrir stórmót og það er sú skelfilega staðreynd sem þýski varnarmaðurinn Antonio Rüdiger þarf að horfast í augu við núna. Antonio Rüdiger meiddist illa á hné á fyrstu æfingu þýska landsliðsins eftir að liðið mætti til Frakklands. Fljótlega kom í ljós að krossbandið var slitið og hann spilar ekki fótbolta næstu mánuðina. Eins og sjá má í myndbandinu af atvikinu hér fyrir neðan þá tók það liðsfélaga hans ekki langan tíma að átta sig á því að að meiðsli Rüdiger væru alvarleg. Antonio Rüdiger spilar með ítalska liðinu AS Roma og það var líklegt að hann yrði í byrjunarliði þýska landsliðsins í fyrsta leiknum á EM. Þetta er mikið áfall fyrir Rüdiger og ekki bara vegna landsliðsins heldur einnig vegna ferils hans með félagsliðinu. Rüdiger hefur nefnilega verið orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea að undanförnu. Antonio Conte þekkir Rüdiger vel úr ítalska boltanum og vildi samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla fá hann á Stamford Bridge þegar hann tekur við Chelsea eftir EM. Það má búast við því að ekkert verði af þeim félagsskiptum vegna þessara alvarlegu meiðsla. Rüdiger hafði tekið stöðu Mats Hummels sem hefur verið að glíma við kálfameiðsli síðan í maí. Rüdiger hafði spilað allar 90 mínúturnar í undanförnum fimm leikjum Þjóðverja. Antonio Rüdiger hafði spilað við hlið Jerome Boateng í síðustu tveimur leikjum. Antonio Rüdiger er 23 ára gamall og á að baki 11 landsleiki fyrir Þýskaland. Hann fékk sín fyrstu tækifæri hjá VfB Stuttgart en var fyrst lánaður til AS Roma og svo keyptur fyrir 9 milljónir evra.Antonio Rudiger got injured during Germany's first training session in France. Still no diagnosis #EURO2016 pic.twitter.com/nWLWE6csqD— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) June 7, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Hver er mesta martröð fótboltamannsins? Ein af þeim verstu hlýtur að vera að meiðast illa rétt fyrir stórmót og það er sú skelfilega staðreynd sem þýski varnarmaðurinn Antonio Rüdiger þarf að horfast í augu við núna. Antonio Rüdiger meiddist illa á hné á fyrstu æfingu þýska landsliðsins eftir að liðið mætti til Frakklands. Fljótlega kom í ljós að krossbandið var slitið og hann spilar ekki fótbolta næstu mánuðina. Eins og sjá má í myndbandinu af atvikinu hér fyrir neðan þá tók það liðsfélaga hans ekki langan tíma að átta sig á því að að meiðsli Rüdiger væru alvarleg. Antonio Rüdiger spilar með ítalska liðinu AS Roma og það var líklegt að hann yrði í byrjunarliði þýska landsliðsins í fyrsta leiknum á EM. Þetta er mikið áfall fyrir Rüdiger og ekki bara vegna landsliðsins heldur einnig vegna ferils hans með félagsliðinu. Rüdiger hefur nefnilega verið orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea að undanförnu. Antonio Conte þekkir Rüdiger vel úr ítalska boltanum og vildi samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla fá hann á Stamford Bridge þegar hann tekur við Chelsea eftir EM. Það má búast við því að ekkert verði af þeim félagsskiptum vegna þessara alvarlegu meiðsla. Rüdiger hafði tekið stöðu Mats Hummels sem hefur verið að glíma við kálfameiðsli síðan í maí. Rüdiger hafði spilað allar 90 mínúturnar í undanförnum fimm leikjum Þjóðverja. Antonio Rüdiger hafði spilað við hlið Jerome Boateng í síðustu tveimur leikjum. Antonio Rüdiger er 23 ára gamall og á að baki 11 landsleiki fyrir Þýskaland. Hann fékk sín fyrstu tækifæri hjá VfB Stuttgart en var fyrst lánaður til AS Roma og svo keyptur fyrir 9 milljónir evra.Antonio Rudiger got injured during Germany's first training session in France. Still no diagnosis #EURO2016 pic.twitter.com/nWLWE6csqD— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) June 7, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira