Twitter-aðgangur NFL-deildarinnar var nefnilega hakkaður og þar var sagt að Goodell hefði látist. Alls fylgja 19,2 milljónir NFL á Twitter.
Til að bæta gráu ofan á svart þá var einnig skrifað á Wikipedia að hann hefði látist. Dánarorsök var sögð vera ofvöxtur í eistum.
NFL tók málið mjög alvarlega og er að yfirfara öll sín tölvu- og öryggismál í kjölfarið. Goodell leyfði sér þó að gantast aðeins á sinni eigin síðu eins og sjá má hér að neðan.




Man, you leave the office for 1 day of golf w/ @JimKelly1212 & your own network kills you off. #harsh pic.twitter.com/BvtBVzdYTc
— Roger Goodell (@nflcommish) June 7, 2016