Með ýmis réttindi þegar flugi seinkar Þórdís Valsdóttir skrifar 9. júní 2016 06:00 Flugrekendum ber að upplýsa farþega sína um réttindi þeirra ef til seinkana kemur. Fréttablaðið/Vilhelm Flugfarþegar hafa ýmis réttindi ef til seinkana kemur, ef flug eru yfirbókuð eða þeim aflýst. Réttindin miðast við lengd flugs og lengd tafarinnar. Í Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega er kveðið á um ýmis lágmarksréttindi sem flugrekendur eiga að virða. Að sögn Þórhildar Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu, hefur vitneskja flugfarþega um réttindi sín farið sívaxandi. „Flugrekendur hafa ríka skyldu til að upplýsa farþega um réttindi sín,“ segir Þórhildur.Ef flugið sem um ræðir fellur undir EES-reglur eiga farþegar alltaf rétt á þjónustu hjá viðkomandi flugfélagi. Það sem felst í réttinum til aðstoðar er að flugrekanda ber að bjóða farþegum endurgjaldslaust máltíðir, hressingu og hótelgistingu ef þörf er á. Réttindin eru til staðar jafnvel þótt flugi sé frestað eða aflýst vegna orsaka sem teljast óviðráðanlegar, svo sem náttúruhamfara eða verkfalla. Farþegar geta einnig átt rétt á skaðabótum eftir atvikum. Ef flugi er aflýst geta farþegar átt rétt á því að fá flugfargjald sitt endurgreitt eða flugmiðanum breytt. Farþegar eiga einnig rétt á endurgreiðslu ef seinkun á flugi er orðin fimm klukkustundir eða meira. Upphæð skaðabóta vegna seinkana er frá 35 þúsund krónum, þegar um er að ræða flug sem er 1.500 km eða styttra, upp í 83 þúsund krónur þegar vegalengdin er yfir 3.500 km. Þó skal nefna að ef seinkun er ekki á ábyrgð flugfélagsins eru ekki líkur á því að farþegar eigi rétt á skaðabótum. „Til að kanna réttindi sín og mögulegar bætur eiga flugfarþegar að leita beint til þess flugrekanda sem þeir flugu með eða þjónustuaðila hans,“ segir Þórhildur og bætir við að ósáttir farþegar geti kvartað til Samgöngustofu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Fréttir af flugi Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Flugfarþegar hafa ýmis réttindi ef til seinkana kemur, ef flug eru yfirbókuð eða þeim aflýst. Réttindin miðast við lengd flugs og lengd tafarinnar. Í Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega er kveðið á um ýmis lágmarksréttindi sem flugrekendur eiga að virða. Að sögn Þórhildar Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu, hefur vitneskja flugfarþega um réttindi sín farið sívaxandi. „Flugrekendur hafa ríka skyldu til að upplýsa farþega um réttindi sín,“ segir Þórhildur.Ef flugið sem um ræðir fellur undir EES-reglur eiga farþegar alltaf rétt á þjónustu hjá viðkomandi flugfélagi. Það sem felst í réttinum til aðstoðar er að flugrekanda ber að bjóða farþegum endurgjaldslaust máltíðir, hressingu og hótelgistingu ef þörf er á. Réttindin eru til staðar jafnvel þótt flugi sé frestað eða aflýst vegna orsaka sem teljast óviðráðanlegar, svo sem náttúruhamfara eða verkfalla. Farþegar geta einnig átt rétt á skaðabótum eftir atvikum. Ef flugi er aflýst geta farþegar átt rétt á því að fá flugfargjald sitt endurgreitt eða flugmiðanum breytt. Farþegar eiga einnig rétt á endurgreiðslu ef seinkun á flugi er orðin fimm klukkustundir eða meira. Upphæð skaðabóta vegna seinkana er frá 35 þúsund krónum, þegar um er að ræða flug sem er 1.500 km eða styttra, upp í 83 þúsund krónur þegar vegalengdin er yfir 3.500 km. Þó skal nefna að ef seinkun er ekki á ábyrgð flugfélagsins eru ekki líkur á því að farþegar eigi rétt á skaðabótum. „Til að kanna réttindi sín og mögulegar bætur eiga flugfarþegar að leita beint til þess flugrekanda sem þeir flugu með eða þjónustuaðila hans,“ segir Þórhildur og bætir við að ósáttir farþegar geti kvartað til Samgöngustofu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Fréttir af flugi Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira