Ólympíufarinn Irina Sazonova: Var svo hrifin af Íslandi að ég vildi ekki fara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 12:30 Irina Sazonova. Vísir/Ernir Irina Sazonova verður í ágúst fyrsta íslenska konan sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum en hún tryggði sér á dögunum farseðilinn til Ríó. Irina Sazonova var í tekin í viðtal fyrir erlenda fimleikblaðið International Gymnast Magazine í tilefni af tímamótunum. „Ég trúi því varla ennþá að ég sé að fara að keppa á Ólympíuleikunum og á móti bestu fimleikakonum heimsins. Þetta hefur verið draumur minn síðan í æsku," sagði Irina Sazonova. Irina Sazonova var spurð út í gengi hennar á nýloknu Evrópumóti í Bern. „Bern var eitt prófið í viðbót fyrir mig. Ég er sátt við frammistöðuna en það er mikið verk eftir ennþá til að koma mér þangað sem ég vil vera á leikunum," sagði Irina sem er á leiðinni í æfingabúðir í Stuttgart. „Ég mun fara seinna í þessum mánuði til Stuttgart þar sem ég mun geta einbeitt mér að æfingunum og gera æfingarnar mínar erfiðari. Það verður á sinn átt lokaæfingin mín fyrir Ólympíuleikana," sagði Irina en hvernig stendur á því að hún er kominn til Íslands „Ég hóf ferillinn minn í Vologda en fór fimmtán ára til Sankti Pétursborgar. Hjónin Svetlana Kolomenskaya og Yury Kolomensky þjálfuðu mig þar en núna þjálfar mig landi minn Vladimir Antonov. Svetlana Kolomenskaya var að þjálfa á Íslandi og tók mig með sér. Ég vildi prófa eitthvað nýtt," sagði Irina.Ólympíufarinn Irina Sazonova.Vísir/Ernir„Svetlana fór fljótlega heim en ég ákvað að vera áfram á Íslandi. Ég var svo hrifin af þessu landi að ég vildi ekki fara. Ísland varð því mitt heimili. Ég keppti fyrst bara fyrir Ármann en ég fékk ríkisborgararétt 13. ágúst 2015 og gat því farið að keppa fyrir Ísland í kjölfarið," sagði Irina. „Ég get ekki borið saman líf mitt í Rússlandi og hvernig ég bý hér á Íslandi. Það er allt öðruvísi. Ég var líka krakki í Rússlandi en er nú orðin fullorðin. Ég er ekki bara að æfa sjálf á Íslandi því ég hef einnig fengið tækifæri til að hefja þjálfaraferil minn," sagði Irina. „Íslenska tungumáli er erfitt en ég tel samt að ég nái fljótlega tökum á því," sagði Irina og hún sér fram á það að halda áfram á fullu í fimleikunum. „Fyrstu Ólympíuleikarnir mínir verða í Ríó en ég vona að þeir verði ekki síðustu leikarnir mínir líka. Ég stefni á það að æfa áfram á fullu og komast líka á leikana í Tókýó 2020," sagði Irina en það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira
Irina Sazonova verður í ágúst fyrsta íslenska konan sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum en hún tryggði sér á dögunum farseðilinn til Ríó. Irina Sazonova var í tekin í viðtal fyrir erlenda fimleikblaðið International Gymnast Magazine í tilefni af tímamótunum. „Ég trúi því varla ennþá að ég sé að fara að keppa á Ólympíuleikunum og á móti bestu fimleikakonum heimsins. Þetta hefur verið draumur minn síðan í æsku," sagði Irina Sazonova. Irina Sazonova var spurð út í gengi hennar á nýloknu Evrópumóti í Bern. „Bern var eitt prófið í viðbót fyrir mig. Ég er sátt við frammistöðuna en það er mikið verk eftir ennþá til að koma mér þangað sem ég vil vera á leikunum," sagði Irina sem er á leiðinni í æfingabúðir í Stuttgart. „Ég mun fara seinna í þessum mánuði til Stuttgart þar sem ég mun geta einbeitt mér að æfingunum og gera æfingarnar mínar erfiðari. Það verður á sinn átt lokaæfingin mín fyrir Ólympíuleikana," sagði Irina en hvernig stendur á því að hún er kominn til Íslands „Ég hóf ferillinn minn í Vologda en fór fimmtán ára til Sankti Pétursborgar. Hjónin Svetlana Kolomenskaya og Yury Kolomensky þjálfuðu mig þar en núna þjálfar mig landi minn Vladimir Antonov. Svetlana Kolomenskaya var að þjálfa á Íslandi og tók mig með sér. Ég vildi prófa eitthvað nýtt," sagði Irina.Ólympíufarinn Irina Sazonova.Vísir/Ernir„Svetlana fór fljótlega heim en ég ákvað að vera áfram á Íslandi. Ég var svo hrifin af þessu landi að ég vildi ekki fara. Ísland varð því mitt heimili. Ég keppti fyrst bara fyrir Ármann en ég fékk ríkisborgararétt 13. ágúst 2015 og gat því farið að keppa fyrir Ísland í kjölfarið," sagði Irina. „Ég get ekki borið saman líf mitt í Rússlandi og hvernig ég bý hér á Íslandi. Það er allt öðruvísi. Ég var líka krakki í Rússlandi en er nú orðin fullorðin. Ég er ekki bara að æfa sjálf á Íslandi því ég hef einnig fengið tækifæri til að hefja þjálfaraferil minn," sagði Irina. „Íslenska tungumáli er erfitt en ég tel samt að ég nái fljótlega tökum á því," sagði Irina og hún sér fram á það að halda áfram á fullu í fimleikunum. „Fyrstu Ólympíuleikarnir mínir verða í Ríó en ég vona að þeir verði ekki síðustu leikarnir mínir líka. Ég stefni á það að æfa áfram á fullu og komast líka á leikana í Tókýó 2020," sagði Irina en það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira