Eitt Tweet Elon Musk lækkaði hlutabréf í Samsung um 71 milljarð Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2016 09:55 Í Tesla bílum hafa hingað til verið rafhlöður frá Panasonic, en kannski ekki svona smáar. Risafyrirtækið Samsung í S-Kóreu er stór framleiðandi rafhlaða og sú umræða hafði verið á reiki að Tesla myndi kaupa rafhlöður af Samsung í bíla sína. Forstjóri Tesla, Elon Musk tók af allan vafa um þetta með einu litlu Tweeti. Það Tweet hafði þó meiri eftirköst en nokkurn óraði fyrir, en í kjölfarið lækkuðu hlutabréf í Samsung um 580 milljón dollara, eða 71,3 milljarða króna. Var það 8% lækkun bréfanna. Tesla hefur hingað til keypt rafhlöður frá Panasonic í bíla sína en mun þó á næstunni hefja framleiðslu eigin rafhlaða í risastórri rafhlöðuverksmiðju í Bandaríkjunum. Sú verksmiðja er reyndar byggð í samstarfi við Panasonic. Ekki bara varð þessi tilkynning Elon Musk til þess að lækkað hlutabréf í Samsung um 8%, heldur hækkuðu bréf í Panasonic um 3%. Það er greinilega ábatasamt að vinna með Tesla.Would like to clarify that Tesla is working exclusively with Panasonic for Model 3 cells. News articles claiming otherwise are incorrect.— Elon Musk (@elonmusk) June 8, 2016 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Risafyrirtækið Samsung í S-Kóreu er stór framleiðandi rafhlaða og sú umræða hafði verið á reiki að Tesla myndi kaupa rafhlöður af Samsung í bíla sína. Forstjóri Tesla, Elon Musk tók af allan vafa um þetta með einu litlu Tweeti. Það Tweet hafði þó meiri eftirköst en nokkurn óraði fyrir, en í kjölfarið lækkuðu hlutabréf í Samsung um 580 milljón dollara, eða 71,3 milljarða króna. Var það 8% lækkun bréfanna. Tesla hefur hingað til keypt rafhlöður frá Panasonic í bíla sína en mun þó á næstunni hefja framleiðslu eigin rafhlaða í risastórri rafhlöðuverksmiðju í Bandaríkjunum. Sú verksmiðja er reyndar byggð í samstarfi við Panasonic. Ekki bara varð þessi tilkynning Elon Musk til þess að lækkað hlutabréf í Samsung um 8%, heldur hækkuðu bréf í Panasonic um 3%. Það er greinilega ábatasamt að vinna með Tesla.Would like to clarify that Tesla is working exclusively with Panasonic for Model 3 cells. News articles claiming otherwise are incorrect.— Elon Musk (@elonmusk) June 8, 2016
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent