Cristiano Ronaldo vildi sér búningsklefa á Laugardalsvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 11:30 Cristiano Ronaldo gengur hér til leiks í Laugardalnum. Vísir/Anton Knattspyrnugoðið Cristiano Ronaldo mætir Íslandi í fyrsta sinn í tæp fimm ár þegar Portúgal og Ísland spila fyrsta leik sinn á Evrópumótinu í Frakklandi á þriðjudaginn kemur. Guardian er einn af mörgum fjölmiðlum sem hafa fjallað um Evrópuævintýri litla Íslands í aðdraganda EM í Frakklandi og í grein sinni um Ísland rifjaði blaðamaðurinn upp þegar Cristiano Ronaldo mætti á Laugardalsvöllinn í október 2010. Ísland dróst á móti Portúgal í undankeppni EM 2012 og þegar Cristiano Ronaldo mætti til Íslands þá vildi hann fá sér búningsklefa á Laugardalsvellinum. Ef að Knattspyrnusamband Íslands hefði orðið við hans ósk hefði liðsfélagar hans í portúgalska landsliðinu þurft að klæða sig út á gangi. Ósk hans var því hafnað kurteisilega eins og segir í greininni. Cristiano Ronaldo lét þetta þó ekki trufla sig og var búinn að koma Portúgal í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur með skoti beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Ronaldo átti einnig þátt í þriðja markinu í 3-1 sigri. Blaðmaður Guardian segir að Ronaldo hafi ekki áttað sig á því að hann væri í jafnréttis þjóðfélagi þar sem heiðurs- og virðingartitlar eru litnir hornauga. Á Íslandi eru nefnilega allir kallaðir með sínu eiginnafni. Hann líkir einnig Laugardalsvellinum við gömlu leikvangana í Sovétríkjunum sálugu og er ekki oft glöggt gests augað. „Reyndar er þjóðarleikvangurinn eins og margt annað á Íslandi eða eins og hann hafi verið skilinn þarna eftir af risum sem áttu leið hjá," skrifar Barney Ronay. Blaðamaður Guardian fer annars ítarlega yfir íslenska ævintýrið í stórri og glæsilegri grein sinni sem má nálgast hér en fyrir neðan má sjá einnig myndband um Ísland sem var unnið af Guardian og birtist á fésbókarsíðu blaðsins. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Knattspyrnugoðið Cristiano Ronaldo mætir Íslandi í fyrsta sinn í tæp fimm ár þegar Portúgal og Ísland spila fyrsta leik sinn á Evrópumótinu í Frakklandi á þriðjudaginn kemur. Guardian er einn af mörgum fjölmiðlum sem hafa fjallað um Evrópuævintýri litla Íslands í aðdraganda EM í Frakklandi og í grein sinni um Ísland rifjaði blaðamaðurinn upp þegar Cristiano Ronaldo mætti á Laugardalsvöllinn í október 2010. Ísland dróst á móti Portúgal í undankeppni EM 2012 og þegar Cristiano Ronaldo mætti til Íslands þá vildi hann fá sér búningsklefa á Laugardalsvellinum. Ef að Knattspyrnusamband Íslands hefði orðið við hans ósk hefði liðsfélagar hans í portúgalska landsliðinu þurft að klæða sig út á gangi. Ósk hans var því hafnað kurteisilega eins og segir í greininni. Cristiano Ronaldo lét þetta þó ekki trufla sig og var búinn að koma Portúgal í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur með skoti beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Ronaldo átti einnig þátt í þriðja markinu í 3-1 sigri. Blaðmaður Guardian segir að Ronaldo hafi ekki áttað sig á því að hann væri í jafnréttis þjóðfélagi þar sem heiðurs- og virðingartitlar eru litnir hornauga. Á Íslandi eru nefnilega allir kallaðir með sínu eiginnafni. Hann líkir einnig Laugardalsvellinum við gömlu leikvangana í Sovétríkjunum sálugu og er ekki oft glöggt gests augað. „Reyndar er þjóðarleikvangurinn eins og margt annað á Íslandi eða eins og hann hafi verið skilinn þarna eftir af risum sem áttu leið hjá," skrifar Barney Ronay. Blaðamaður Guardian fer annars ítarlega yfir íslenska ævintýrið í stórri og glæsilegri grein sinni sem má nálgast hér en fyrir neðan má sjá einnig myndband um Ísland sem var unnið af Guardian og birtist á fésbókarsíðu blaðsins.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira