Rannsókn lögreglu á fjárkúgunarmálum systranna lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2016 10:20 Hlín var handtekin í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði þar sem hún hugðist sækja átta milljónir króna. Vísir Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur fjárkúgunarmálum systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand er lokið. Málið er nú á borði héraðssaksóknara. Það staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. Rannsókn lögreglu á öðru málinu, sem snýr að fjárkúgun sem tengdir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrrverandi forsætisráðherra, lauk í nóvember í fyrra. Rannsókn síðara málsins, sem snýr að fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar, lauk í síðustu viku. Rétt rúmlega ár er síðan bréf barst á heimili Sigmundar Davíðs og fjölskyldu hans í Seljahverfinu í Breiðholti og hann krafinn um átta milljónir króna ella yrðu viðkvæmar upplýsingar gerðar opinberar. Upplýsingarnar eru taldar tengjast lánafyrirgreiðslu sem Vefpressan, fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, fékk frá MP banka. Fram hefur komið að fyrirtækið fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá bankanum. Sigmundur Davíð tilkynnti fjárkúgunina umsvifalaust til lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir sem leiddu til handtöku systranna. Í framhaldi af frétt Vísis af fjárkúgun á hendur forsætisráðherranum fyrrverandi steig fyrrverandi samstarfsfélagi Hlínar fram og sakaði þær systur um að hafa kúgað út úr sér 700 þúsund krónur nokkrum vikum fyrr ella myndi Hlín kæra hann fyrir nauðgun. Systurnar segja að um sáttargreiðslu hafi verið að ræða. Í kjölfarið kærði Hlín manninn fyrir nauðgun. Ástæða þess að beðið var eftir því að rannsókn á seinna málinu lauk er sú að málin eru eðlislík og sakborningar eiga rétt á því að mál sem snúi að þeim séu tekin fyrir á sama tíma. Reikna má með því að á næstu vikum eða mánuðum muni héraðssaksóknari taka ákvörðun hvort gefin verði út ákæra í öðru málinu eða báðum. Það mun í kjölfarið fara fyrir héraðsdóm. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Maðurinn afhenti Malín Brand 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi. Hann tók sér fimm daga umhugsunartíma eftir hótun systranna. 4. júní 2015 07:00 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur fjárkúgunarmálum systranna Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand er lokið. Málið er nú á borði héraðssaksóknara. Það staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. Rannsókn lögreglu á öðru málinu, sem snýr að fjárkúgun sem tengdir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrrverandi forsætisráðherra, lauk í nóvember í fyrra. Rannsókn síðara málsins, sem snýr að fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar, lauk í síðustu viku. Rétt rúmlega ár er síðan bréf barst á heimili Sigmundar Davíðs og fjölskyldu hans í Seljahverfinu í Breiðholti og hann krafinn um átta milljónir króna ella yrðu viðkvæmar upplýsingar gerðar opinberar. Upplýsingarnar eru taldar tengjast lánafyrirgreiðslu sem Vefpressan, fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, fékk frá MP banka. Fram hefur komið að fyrirtækið fékk sextíu milljóna króna yfirdrátt hjá bankanum. Sigmundur Davíð tilkynnti fjárkúgunina umsvifalaust til lögreglu sem réðist í umfangsmiklar aðgerðir sem leiddu til handtöku systranna. Í framhaldi af frétt Vísis af fjárkúgun á hendur forsætisráðherranum fyrrverandi steig fyrrverandi samstarfsfélagi Hlínar fram og sakaði þær systur um að hafa kúgað út úr sér 700 þúsund krónur nokkrum vikum fyrr ella myndi Hlín kæra hann fyrir nauðgun. Systurnar segja að um sáttargreiðslu hafi verið að ræða. Í kjölfarið kærði Hlín manninn fyrir nauðgun. Ástæða þess að beðið var eftir því að rannsókn á seinna málinu lauk er sú að málin eru eðlislík og sakborningar eiga rétt á því að mál sem snúi að þeim séu tekin fyrir á sama tíma. Reikna má með því að á næstu vikum eða mánuðum muni héraðssaksóknari taka ákvörðun hvort gefin verði út ákæra í öðru málinu eða báðum. Það mun í kjölfarið fara fyrir héraðsdóm.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16 Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Maðurinn afhenti Malín Brand 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi. Hann tók sér fimm daga umhugsunartíma eftir hótun systranna. 4. júní 2015 07:00 „Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Yfirlýsing forsætisráðherra: Bréfið var stílað á eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð lét hótanir um að ræða ekki við lögreglu sem vind um eyru þjóta. 2. júní 2015 17:16
Systurnar handteknar og yfirheyrðar á ný Maðurinn afhenti Malín Brand 700 þúsund krónur í reiðufé í umslagi. Hann tók sér fimm daga umhugsunartíma eftir hótun systranna. 4. júní 2015 07:00
„Engin venjuleg saga sem þær eiga þessar systur“ Friðrika Benónýsdóttir tók viðtal við Hlín Einarsdóttur, sem birtist í Stundinni í dag, tveimur vikum fyrir handtökuna á Völlunum á föstudag. Hlín lýsir heilaþvætti sem hún varð fyrir í Vottum Jehóva og óútskýrðu fráfalli móður sinnar. 4. júní 2015 10:25