Mývatn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 23. maí 2016 07:00 Náttúran hefur gildi í sjálfu sér, ekki bara nytjagildi fyrir menn. Þetta er grundvallaratriði sem furðu oft gleymist. Að sjálfsögðu lifa menn af landsins gæðum, sem eru þrotlaus, og haga þá málum svo að þau rýrni ekki eða spillist – en raunverulegt gildi náttúrunnar felst ekki í slíkum nytjum. Það felst ekki heldur í því að vera manninum augnayndi eða uppspretta unaðar. Það snýst ekki um manninn heldur hafa öll fyrirbæri náttúrunnar gildi í sjálfu sér og ber að sýna þeim virðingu samkvæmt því: hver hóll, hver jurt, fjöllin, mosinn, trén – og vatnið sem rennur. Ekkert af þessu hefur maðurinn búið til og ekkert getur hann betrumbætt, þetta var til fyrir hans daga og verður áfram þegar dagar mannsins eru taldir. Eina hlutverk mannsins í náttúrunni er að eyðileggja hana ekki.Vötn geta dáið Náttúruna á að umgangast eins og helgidóm. Þegar talað er um að það eigi að „láta náttúruna njóta vafans“ er átt við að maðurinn spyrji alltaf fyrst í öllum sínum umsvifum: hvaða áhrif hefur þetta á lífríkið hér – heildina? – en ekki: hvað er upp úr þessu að hafa? Það er vissulega ágæt spurning líka, og gleymist furðu oft líka – en hún á alltaf að koma á eftir hinni. Umhverfismat er ekki formsatriði heldur grundvallaratriði. Of lengi hefur það tíðkast hér á landi að láta náttúruna gjalda vafans. Vötn geta dáið vegna sambýlis við menn. Það gerist þegar umsvif manna verða til þess að of mikið af tilteknum efnum berst út í vötnin. Þetta er skólp eða tilbúinn áburður og hefur í för með sér þörungamergð, súrefnisskort og fiskadauða. Þetta hefur verið að gerast um allan heim vegna þeirra vanþróuðu atvinnuhátta, að geta ekki komið við sómasamlegum hreinsunarbúnaði kringum starfsemi sína. Mývatn er að deyja. Fyrir því eru ýmsar ástæður, segja þeir sem gerst vita. Frá náttúrunnar hendi er vatnið næringarríkt og bakteríublómar – sem grugga vatnið – hafa verið þar frá alda öðli, löngu fyrir daga Kísiliðju og annarra mannlegra umsvifa. Á milli hafa komið tær sumur svo að birtan hefur náð niður til botns og botngróðurinn náð að vaxa – hinn margfrægi kúluskítur. Þessum tærleikasumrum hefur fækkað við Mývatn jafnt og þétt undanfarna áratugi – bakteríublómar koma þá á hverju ári og birtan nær aldrei til botns yfir hásumarið, með þeim afleiðingum að botngróðurinn hverfur og vítahringurinn dýpktar og versnar. Nú er talað um að botn Mývatns sé eins og eyðimörk, kúluskíturinn horfinn.Lágmarksaðgerðir Fyrir þessu kunna að vera margvíslegar ástæður og ekki á valdi manna eingöngu að rjúfa þetta ófremdarástand. Sumir vísindamenn nefna hlýnandi loftslag, aðrir benda á að Kísiliðjan sáluga dældi óhemju miklu af næringarefnum í Mývatn. Loks er talað um landbúnaðinn og túrismann og annað mannanna brölt sem áhrifavalda. Leit að sökudólgum hefur ekki mikið gildi á þessu stigi málsins, nema þá til að læra af því. En þó að björgun Mývatns sé kannski ekki bara undir mannlegum aðgerðum komin er ekki þar með sagt að bara eigi að yppa öxlum og halda áfram að dæla í vatnið næringarefnum – skipa kannski nefnd til að velta enn einu sinni fyrir sér hugsanlegum ástæðum ástandsins. Menn hljóta að gera allt sem í þeirra valdi stendur og þurfa að byrja á því undireins. Það þarf að skrúfa fyrir flæði næringarefna í vatnið undireins – bæði frá byggð og atvinnurekstri. Það er lágmark og þegar búið er að gera það má fara að velta fyrir sér ástæðunum. Við þurfum að hugsa öðruvísi um náttúruna, sem samfélag og þjóð. Við þurfum að ganga um landið okkar sem helgidóm. Náttúran við Mývatn er ekki einkamál þeirra sem þar búa, fremur en flugvöllurinn í Reykjavík kemur íbúum þar einum við. Og við þurfum öll að ræða og hafa skoðanir á iðnaðaráformum í kjölfar fyrirhugaðrar Bjarnarflagsvirkjunar – þetta getur aldrei verið einskær spurning um atvinnusköpun í héraði, með fullri virðingu fyrir slíkri viðleitni. Fregnir berast af sífellt þéttari byggð kringum vatnið, gistihús og veitingastaðir rísa við vatnsbakkann; borað hefur verið á ská undir Námafjall og hverirnir austan undir fjallinu settir í hættu. Nýlega þótti við hæfi að taka þarna upp amerískan bílahasar og vonað það besta um lífríki vatnsins, líka þegar sukku í það vinnuvélar. Yfir Dimmuborgum trónir veitingahús og stór hótel rísa á bestu útsýnisstöðunum. Þjóðvegur eitt liggur um vatnsbakkann – sem í sjálfu sér er brjálæðisleg áhættuhegðun og virðingarleysi við náttúrugersemi á heimsvísu: risastórir flutningabílar – olíubílar. Einn slíkur út af brúnni yfir Laxá og …Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúran hefur gildi í sjálfu sér, ekki bara nytjagildi fyrir menn. Þetta er grundvallaratriði sem furðu oft gleymist. Að sjálfsögðu lifa menn af landsins gæðum, sem eru þrotlaus, og haga þá málum svo að þau rýrni ekki eða spillist – en raunverulegt gildi náttúrunnar felst ekki í slíkum nytjum. Það felst ekki heldur í því að vera manninum augnayndi eða uppspretta unaðar. Það snýst ekki um manninn heldur hafa öll fyrirbæri náttúrunnar gildi í sjálfu sér og ber að sýna þeim virðingu samkvæmt því: hver hóll, hver jurt, fjöllin, mosinn, trén – og vatnið sem rennur. Ekkert af þessu hefur maðurinn búið til og ekkert getur hann betrumbætt, þetta var til fyrir hans daga og verður áfram þegar dagar mannsins eru taldir. Eina hlutverk mannsins í náttúrunni er að eyðileggja hana ekki.Vötn geta dáið Náttúruna á að umgangast eins og helgidóm. Þegar talað er um að það eigi að „láta náttúruna njóta vafans“ er átt við að maðurinn spyrji alltaf fyrst í öllum sínum umsvifum: hvaða áhrif hefur þetta á lífríkið hér – heildina? – en ekki: hvað er upp úr þessu að hafa? Það er vissulega ágæt spurning líka, og gleymist furðu oft líka – en hún á alltaf að koma á eftir hinni. Umhverfismat er ekki formsatriði heldur grundvallaratriði. Of lengi hefur það tíðkast hér á landi að láta náttúruna gjalda vafans. Vötn geta dáið vegna sambýlis við menn. Það gerist þegar umsvif manna verða til þess að of mikið af tilteknum efnum berst út í vötnin. Þetta er skólp eða tilbúinn áburður og hefur í för með sér þörungamergð, súrefnisskort og fiskadauða. Þetta hefur verið að gerast um allan heim vegna þeirra vanþróuðu atvinnuhátta, að geta ekki komið við sómasamlegum hreinsunarbúnaði kringum starfsemi sína. Mývatn er að deyja. Fyrir því eru ýmsar ástæður, segja þeir sem gerst vita. Frá náttúrunnar hendi er vatnið næringarríkt og bakteríublómar – sem grugga vatnið – hafa verið þar frá alda öðli, löngu fyrir daga Kísiliðju og annarra mannlegra umsvifa. Á milli hafa komið tær sumur svo að birtan hefur náð niður til botns og botngróðurinn náð að vaxa – hinn margfrægi kúluskítur. Þessum tærleikasumrum hefur fækkað við Mývatn jafnt og þétt undanfarna áratugi – bakteríublómar koma þá á hverju ári og birtan nær aldrei til botns yfir hásumarið, með þeim afleiðingum að botngróðurinn hverfur og vítahringurinn dýpktar og versnar. Nú er talað um að botn Mývatns sé eins og eyðimörk, kúluskíturinn horfinn.Lágmarksaðgerðir Fyrir þessu kunna að vera margvíslegar ástæður og ekki á valdi manna eingöngu að rjúfa þetta ófremdarástand. Sumir vísindamenn nefna hlýnandi loftslag, aðrir benda á að Kísiliðjan sáluga dældi óhemju miklu af næringarefnum í Mývatn. Loks er talað um landbúnaðinn og túrismann og annað mannanna brölt sem áhrifavalda. Leit að sökudólgum hefur ekki mikið gildi á þessu stigi málsins, nema þá til að læra af því. En þó að björgun Mývatns sé kannski ekki bara undir mannlegum aðgerðum komin er ekki þar með sagt að bara eigi að yppa öxlum og halda áfram að dæla í vatnið næringarefnum – skipa kannski nefnd til að velta enn einu sinni fyrir sér hugsanlegum ástæðum ástandsins. Menn hljóta að gera allt sem í þeirra valdi stendur og þurfa að byrja á því undireins. Það þarf að skrúfa fyrir flæði næringarefna í vatnið undireins – bæði frá byggð og atvinnurekstri. Það er lágmark og þegar búið er að gera það má fara að velta fyrir sér ástæðunum. Við þurfum að hugsa öðruvísi um náttúruna, sem samfélag og þjóð. Við þurfum að ganga um landið okkar sem helgidóm. Náttúran við Mývatn er ekki einkamál þeirra sem þar búa, fremur en flugvöllurinn í Reykjavík kemur íbúum þar einum við. Og við þurfum öll að ræða og hafa skoðanir á iðnaðaráformum í kjölfar fyrirhugaðrar Bjarnarflagsvirkjunar – þetta getur aldrei verið einskær spurning um atvinnusköpun í héraði, með fullri virðingu fyrir slíkri viðleitni. Fregnir berast af sífellt þéttari byggð kringum vatnið, gistihús og veitingastaðir rísa við vatnsbakkann; borað hefur verið á ská undir Námafjall og hverirnir austan undir fjallinu settir í hættu. Nýlega þótti við hæfi að taka þarna upp amerískan bílahasar og vonað það besta um lífríki vatnsins, líka þegar sukku í það vinnuvélar. Yfir Dimmuborgum trónir veitingahús og stór hótel rísa á bestu útsýnisstöðunum. Þjóðvegur eitt liggur um vatnsbakkann – sem í sjálfu sér er brjálæðisleg áhættuhegðun og virðingarleysi við náttúrugersemi á heimsvísu: risastórir flutningabílar – olíubílar. Einn slíkur út af brúnni yfir Laxá og …Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun