Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 09:00 Þetta yrði eitthvað eins og maðurinn sagði. mynd/twitter Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tjáði sig í fyrsta sinn um mögulegan súper bardaga sinn gegn hnefaleikakappanum Floyd Mayweather sem hefur verið fjallað um að undanförnu. Það var Mayweather sjálfur sem lak því að hann hefur áhuga á að berjast við Conor en slúðurmiðillinn TMZ greindi frá því undir lok síðustu viku að Conor fengi 50 milljónir dollara eða 6,2 milljarða króna fyrir mögulegan nýársbardaga. Sú tala virðist ekki rétt því Mayweather er ekki að tala um nema sjö milljónir dollara fyrir Írann á meðan hann ætlar sjálfur að raka inn 100 milljónum dala á bardaganum. „Hann sagðist fá 100 milljónir en ég fæ sjö milljónir. Það er launalækkun fyrir mig. Ég tek ekki launalækkanir. Ég hélt að peningurinn væri í hnefaleikum,“ segir vélbyssukjafturinn Conor í viðtali við ESPN sem má sjá hér að neðan. „Sjö milljónir eru bara grín. Ef hann fær 100 milljónir fæ ég 100 milljónir. Ég er 27 ára gamall og er hálfnaður með minn 100 milljóna dollara samning. Þegar Mayweather var 27 ára var hann að hita upp fyrir Oscar De La Hoya,“ segir Conor. Írinn er alveg opinn fyrir því að berjast við Mayweather sem er einn af bestu hnefaleikaköppum allra tíma og er ósigraður í faginu eftir 49 bardaga. Conor segist samt ráða för í samningaferlinu ef af verður. „Hver vill ekki sigra báða heima? Hann er að eldast en ég hef stærðina, hæðina og faðmlengdina. Ég er líka yngri. Hann þarf á mér að að halda. Ég þarf ekki á honum að halda. Það er sannleikurinn,“ segir Írinn. „Við hvern annan á hann að berjast? Ef hann berst við einhvern annan úr hnefaleikaheiminum fer launatékkinn úr 100 milljónum í fimmtán milljónir þannig hann þarf á mér að halda. Ég er til í samningaviðræður en það verður ég sem stýri þeim.“ Aðspurður hvort hann sé klár í að koma aftur eftir smá frí og allt fjaðrafokið sem varð uppi í síðasta mánuði þegar hann hætti og hætti við að hætta segir Conor: „Það er eitthvað sem brennur inn í mér. Ég læt ekkert hafa áhrif á mig lengur. Ég er mjög einbeittur á að snúa aftur í 100 prósent standi.“ MMA Tengdar fréttir Conor réð lífverðina Rocky og Drago Þó svo Conor McGregor sé grjótharður þá tekur hann það alvarlega er hann fær líflátshótanir. 11. maí 2016 15:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tjáði sig í fyrsta sinn um mögulegan súper bardaga sinn gegn hnefaleikakappanum Floyd Mayweather sem hefur verið fjallað um að undanförnu. Það var Mayweather sjálfur sem lak því að hann hefur áhuga á að berjast við Conor en slúðurmiðillinn TMZ greindi frá því undir lok síðustu viku að Conor fengi 50 milljónir dollara eða 6,2 milljarða króna fyrir mögulegan nýársbardaga. Sú tala virðist ekki rétt því Mayweather er ekki að tala um nema sjö milljónir dollara fyrir Írann á meðan hann ætlar sjálfur að raka inn 100 milljónum dala á bardaganum. „Hann sagðist fá 100 milljónir en ég fæ sjö milljónir. Það er launalækkun fyrir mig. Ég tek ekki launalækkanir. Ég hélt að peningurinn væri í hnefaleikum,“ segir vélbyssukjafturinn Conor í viðtali við ESPN sem má sjá hér að neðan. „Sjö milljónir eru bara grín. Ef hann fær 100 milljónir fæ ég 100 milljónir. Ég er 27 ára gamall og er hálfnaður með minn 100 milljóna dollara samning. Þegar Mayweather var 27 ára var hann að hita upp fyrir Oscar De La Hoya,“ segir Conor. Írinn er alveg opinn fyrir því að berjast við Mayweather sem er einn af bestu hnefaleikaköppum allra tíma og er ósigraður í faginu eftir 49 bardaga. Conor segist samt ráða för í samningaferlinu ef af verður. „Hver vill ekki sigra báða heima? Hann er að eldast en ég hef stærðina, hæðina og faðmlengdina. Ég er líka yngri. Hann þarf á mér að að halda. Ég þarf ekki á honum að halda. Það er sannleikurinn,“ segir Írinn. „Við hvern annan á hann að berjast? Ef hann berst við einhvern annan úr hnefaleikaheiminum fer launatékkinn úr 100 milljónum í fimmtán milljónir þannig hann þarf á mér að halda. Ég er til í samningaviðræður en það verður ég sem stýri þeim.“ Aðspurður hvort hann sé klár í að koma aftur eftir smá frí og allt fjaðrafokið sem varð uppi í síðasta mánuði þegar hann hætti og hætti við að hætta segir Conor: „Það er eitthvað sem brennur inn í mér. Ég læt ekkert hafa áhrif á mig lengur. Ég er mjög einbeittur á að snúa aftur í 100 prósent standi.“
MMA Tengdar fréttir Conor réð lífverðina Rocky og Drago Þó svo Conor McGregor sé grjótharður þá tekur hann það alvarlega er hann fær líflátshótanir. 11. maí 2016 15:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Conor réð lífverðina Rocky og Drago Þó svo Conor McGregor sé grjótharður þá tekur hann það alvarlega er hann fær líflátshótanir. 11. maí 2016 15:00
Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00