Fjöldi fjallgöngumanna veikir á Everest Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2016 10:38 Vísir/EPA Þrír fjallgöngumenn létu lífið á Everestfjalli um helgina og tveggja er saknað. Þeir þrír sem eru látnir létust úr veikindum, en um 30 manns eru nú veikir á fjallinu með kalsár eða hæðarsýki. Fjöldi fjallgöngumanna hafa lagt leið sína upp Everest í maí, en síðustu tvö ár hafa mjög fáir komist upp vegna náttúruhamfara. Átján létu lífið í hlíðum Everest vegna jarðskjálftanna í fyrra og árið þar áður létust sextán sjerpar í snjóflóði. Þar sem fjallið er nú opið aftur og veður þykir gott hafa fjölmargir lagt af stað á hæsta tind heims. Nærri því fjögur hundruð fjallgöngumenn hafa komist á tind Everest frá 11. maí frá Nepal. Þá hafa einhverjir komist á tindinn Kína-megin, en þeirra á meðal er nepölsk kona sem fór á tindinn í sjöunda sinn. Þeir sem hafa látið lífið eru frá Indlandi, Hollandi og Ástralíu. Þá hefur ekkert spurst til tveggja Indverja frá því á föstudaginn. Þau Eric Arnold og Maria Strydom dóu um helgina og í nótt dó Subhash Paul, frá Indlandi. Öll létu þau lífið vegna veikinda á leið niður fjallið. Auk þeirra lést sjerpi á fimmtudaginn þegar hann féll um tvö þúsund metra í hlíðum Everest, eða af fjórða hæsta tindi heims, sem einnig má finna á fjallinu. Allt í allt er vitað til þess að rúmlega 250 manns hafi látið lífið á Everestfjalli frá því þegar Edmund Hillary og Tenzing Norgay voru fyrstir á tind þess árið 1953. Everest Nepal Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Þrír fjallgöngumenn létu lífið á Everestfjalli um helgina og tveggja er saknað. Þeir þrír sem eru látnir létust úr veikindum, en um 30 manns eru nú veikir á fjallinu með kalsár eða hæðarsýki. Fjöldi fjallgöngumanna hafa lagt leið sína upp Everest í maí, en síðustu tvö ár hafa mjög fáir komist upp vegna náttúruhamfara. Átján létu lífið í hlíðum Everest vegna jarðskjálftanna í fyrra og árið þar áður létust sextán sjerpar í snjóflóði. Þar sem fjallið er nú opið aftur og veður þykir gott hafa fjölmargir lagt af stað á hæsta tind heims. Nærri því fjögur hundruð fjallgöngumenn hafa komist á tind Everest frá 11. maí frá Nepal. Þá hafa einhverjir komist á tindinn Kína-megin, en þeirra á meðal er nepölsk kona sem fór á tindinn í sjöunda sinn. Þeir sem hafa látið lífið eru frá Indlandi, Hollandi og Ástralíu. Þá hefur ekkert spurst til tveggja Indverja frá því á föstudaginn. Þau Eric Arnold og Maria Strydom dóu um helgina og í nótt dó Subhash Paul, frá Indlandi. Öll létu þau lífið vegna veikinda á leið niður fjallið. Auk þeirra lést sjerpi á fimmtudaginn þegar hann féll um tvö þúsund metra í hlíðum Everest, eða af fjórða hæsta tindi heims, sem einnig má finna á fjallinu. Allt í allt er vitað til þess að rúmlega 250 manns hafi látið lífið á Everestfjalli frá því þegar Edmund Hillary og Tenzing Norgay voru fyrstir á tind þess árið 1953.
Everest Nepal Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira