Enn bilar sama vél Icelandair: Flugi frá Amsterdam frestað til morguns eftir sjö klukkustunda bið Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2016 19:51 Farþegar Icelandair á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Vísir/Aðsend „Fluginu hefur verið frestað til morguns,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, um Boeing 767 farþegaþotu flugfélagsins sem átti að leggja af stað frá Schipol-flugvelli í Amsterdam klukkan tvö í dag að staðartíma í Hollandi. Bilun varð hins vegar í rafkerfi vélarinnar sem olli því að ekkert varð úr brottför vélarinnar. Eru farþegar komnir á hótel og áhöfnin í hvíld. Ekki er búið að áætla brottför á morgun og hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort önnur vél verði notuð til að flytja farþegana til Íslands.Sama vél og snúið var tvisvar við í síðustu viku Um er að ræða sömu vél og var snúið við skömmu eftir flugtak á leið frá Boston til Íslands á mánudag í síðustu viku og aftur skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli á laugardag. Vélin bættist við flugflota Icelandair í maí. Bilunin sem átti sér stað í síðustu viku var vegna mælitækis í stjórnklefanum sem sýndi að hjólabúnaður vinstra megin hefði ekki fest sem skyldi. Guðjón segir bilunina í dag annars eðlis. Ekki hafi komið til umræðu innan flugfélagsins að leggja vélinni. Farþegaþota frá Icelandair. Vísir/Vilhelm. Farþegar Icelandair þurftu að bíða í töluverðan tíma í farþegaþotunni á Schiphol-flugvelli áður en fluginu var aflýst. Áætluð brottför var klukkan 14 að staðartíma en þeir fóru ekki í vélina fyrr en klukkan 15. Þar sátu þeir í þrjá tíma áður en þeir fóru aftur inn í flugstöð. Þar biðu þeir í um klukkutíma áður en þeir fóru aftur út í vél. Á tíunda tímanum að staðartíma í Hollandi í kvöld fengu farþegarnir tilkynningu um að þeir ættu að fara aftur inn í flugstöð því flugi þeirra hefði verið frestað til morguns og fá þeir gistingu á hóteli á kostnað Icelandair.Farþegar geta sótt um bætur Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef: A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra. B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar. C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi: A) 250 evrur, um 34 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri. B) 400 evrur, um 55 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar. C) 600 evrur, tæpar 83 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið. Nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvél Icelandair snúið við skömmu eftir flugtak Boeing 767-vél Icelandair var snúið við á leið sinni til Boston vegna bilunar í hjólabúnaði. 21. maí 2016 19:13 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
„Fluginu hefur verið frestað til morguns,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, um Boeing 767 farþegaþotu flugfélagsins sem átti að leggja af stað frá Schipol-flugvelli í Amsterdam klukkan tvö í dag að staðartíma í Hollandi. Bilun varð hins vegar í rafkerfi vélarinnar sem olli því að ekkert varð úr brottför vélarinnar. Eru farþegar komnir á hótel og áhöfnin í hvíld. Ekki er búið að áætla brottför á morgun og hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort önnur vél verði notuð til að flytja farþegana til Íslands.Sama vél og snúið var tvisvar við í síðustu viku Um er að ræða sömu vél og var snúið við skömmu eftir flugtak á leið frá Boston til Íslands á mánudag í síðustu viku og aftur skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli á laugardag. Vélin bættist við flugflota Icelandair í maí. Bilunin sem átti sér stað í síðustu viku var vegna mælitækis í stjórnklefanum sem sýndi að hjólabúnaður vinstra megin hefði ekki fest sem skyldi. Guðjón segir bilunina í dag annars eðlis. Ekki hafi komið til umræðu innan flugfélagsins að leggja vélinni. Farþegaþota frá Icelandair. Vísir/Vilhelm. Farþegar Icelandair þurftu að bíða í töluverðan tíma í farþegaþotunni á Schiphol-flugvelli áður en fluginu var aflýst. Áætluð brottför var klukkan 14 að staðartíma en þeir fóru ekki í vélina fyrr en klukkan 15. Þar sátu þeir í þrjá tíma áður en þeir fóru aftur inn í flugstöð. Þar biðu þeir í um klukkutíma áður en þeir fóru aftur út í vél. Á tíunda tímanum að staðartíma í Hollandi í kvöld fengu farþegarnir tilkynningu um að þeir ættu að fara aftur inn í flugstöð því flugi þeirra hefði verið frestað til morguns og fá þeir gistingu á hóteli á kostnað Icelandair.Farþegar geta sótt um bætur Í Evrópureglugerð númer 261, sem tekur til farþega í áætlunarflugi og leiguflugi, eru fastsett lágmarksréttindi farþega ef þeim er neitað um far, flugi aflýst eða seinkun verður á flugi. Reglugerðin tekur til farþega á ferðalagi innan EES-svæðisins, svo og farþega sem leggja upp frá þriðja landi inn á EES-svæðið. Farþegi sem ferðast utan EES á réttindi skv. alþjóðasamningum sem flestar þjóðir eru aðilar að. Framkvæmd þeirra byggir í grunninn á því að farþegi þarf að sýna fram á tjón til að fá það bætt. Samkvæmt henni eiga farþegar rétt á bótum ef: A) Flugi seinkar um tvær klukkustundir eða meira í 1.500 kílómetra flugi eða styttra. B) Flugi seinkar um þrjár klukkustundir eða meira í flugi innan Evrópubandalagsins sem er lengra en 1.500 kílómetrar og í öllu öðru flugi á bilinu 1.500 til 3.500 kílómetrar. C) Ef flugi seinkar um fjórar klukkustundir eða meira í flugi sem fellur ekki undir A- eða B-lið. Bæturnar miðast við eftirfarandi: A) 250 evrur, um 34 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem eru 1.500 kílómetrar eða styttri. B) 400 evrur, um 55 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug innan Evrópubandalagsins sem eru lengri en 1.500 kílómetrar og fyrir öll önnur flug á bilinu 1.500 og 3.500 kílómetrar. C) 600 evrur, tæpar 83 þúsund krónur miðað við gengi dagsins, fyrir öll flug sem falla ekki undir A- eða B-lið. Nánar um réttindi flugfarþega á vef Samgöngustofu hér.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvél Icelandair snúið við skömmu eftir flugtak Boeing 767-vél Icelandair var snúið við á leið sinni til Boston vegna bilunar í hjólabúnaði. 21. maí 2016 19:13 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Flugvél Icelandair snúið við skömmu eftir flugtak Boeing 767-vél Icelandair var snúið við á leið sinni til Boston vegna bilunar í hjólabúnaði. 21. maí 2016 19:13