Leita stuðnings eystra við kaup á skrúfuþotu fyrir útsýnisflug Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. maí 2016 07:00 Flugfélag Austurlands vill kaupa skrúfuþotu af gerðinni Cessna Grand Caravan EX til verkefna í fjórðungnum. NORDICPHOTOS/AFP Flugfélag Austurlands sem var endurreist í fyrra vill hefja flug að nýju með liðsinni sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja í fjórðungnum. „Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að lítil fjögurra sæta flugvél yrði fyrir valinu og útsýnisflugi sinnt. Fljótlega varð ljóst að sú mikla vinna sem fer í stofnun flugfélags ætti með réttu að nýtast öflugri flugrekstri og leggur félagið nú upp með áætlanir um kaup á eins-hreyfils skrúfuþotu af gerðinni Cessna Grand Caravan EX,“ segir í erindi framkvæmdastjóra Flugfélags Austurlands, Kára Kárasonar, til bæjaryfirvalda í Fljótsdalshéraði. Kári segir í bréfinu að þar sem Flugfélag Austurlands þurfi öfluga flugvél vilji félagið kanna áhuga hagsmunaaðila á svæðinu á því að festa kaup á fyrrgreindri Cessna-vél sem taki níu farþega. Ekkert útsýnisflug sé á Austurlandi þótt fjórðungurinn bjóði upp á gríðarlega víðfeðmt og fallegt landsvæði. Ferðamannastraumur hafi náð nýjum hæðum, nýta þurfi fleiri gáttir inn í landið og ferðaþjónustan að dreifast betur.„Útsýnisflug er einn þáttur flugrekstrar sem nú virðist vænlegur kostur, en að auki verður leigu- og áætlunarflug raunhæfur möguleiki innan fjórðungsins þegar flugrekstur er kominn af stað,“ skrifar Kári og óskar eftir hugmyndum um hvernig flugvélin gæti nýst bæjarfélögum og fyrirtækjum í fjórðungnum. Kári kveðst hafa reynsluflogið áðurnefndri gerð af skrúfuþotu hér á landi. Fullkomin mælitæki vari flugmann við ef flughæð er ekki nægileg. „Reynsluflugið gekk mjög vel, vélin var prófuð í ísingarskilyrðum, ókyrrð og miklum vindi eins og gengur og gerist á Íslandi og leysti verk sitt af hendi með ágætum,“ lýsir Kári. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kveðst fagna frumkvæðinu. Í því geti falist fjölmörg tækifæri, jafnvel til innanlandsflugs bæði innan fjórðungs og utan. Sveitarfélagið telji sér þó ekki fært að leggja fjármuni í verkefnið að sinni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maíÞægileg sæti klædd leðri eru ím skrúfuþotunni sem Flugfélag Austurlands vil kaupa.Mynd/Flugfélag Austurlands Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Flugfélag Austurlands sem var endurreist í fyrra vill hefja flug að nýju með liðsinni sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja í fjórðungnum. „Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að lítil fjögurra sæta flugvél yrði fyrir valinu og útsýnisflugi sinnt. Fljótlega varð ljóst að sú mikla vinna sem fer í stofnun flugfélags ætti með réttu að nýtast öflugri flugrekstri og leggur félagið nú upp með áætlanir um kaup á eins-hreyfils skrúfuþotu af gerðinni Cessna Grand Caravan EX,“ segir í erindi framkvæmdastjóra Flugfélags Austurlands, Kára Kárasonar, til bæjaryfirvalda í Fljótsdalshéraði. Kári segir í bréfinu að þar sem Flugfélag Austurlands þurfi öfluga flugvél vilji félagið kanna áhuga hagsmunaaðila á svæðinu á því að festa kaup á fyrrgreindri Cessna-vél sem taki níu farþega. Ekkert útsýnisflug sé á Austurlandi þótt fjórðungurinn bjóði upp á gríðarlega víðfeðmt og fallegt landsvæði. Ferðamannastraumur hafi náð nýjum hæðum, nýta þurfi fleiri gáttir inn í landið og ferðaþjónustan að dreifast betur.„Útsýnisflug er einn þáttur flugrekstrar sem nú virðist vænlegur kostur, en að auki verður leigu- og áætlunarflug raunhæfur möguleiki innan fjórðungsins þegar flugrekstur er kominn af stað,“ skrifar Kári og óskar eftir hugmyndum um hvernig flugvélin gæti nýst bæjarfélögum og fyrirtækjum í fjórðungnum. Kári kveðst hafa reynsluflogið áðurnefndri gerð af skrúfuþotu hér á landi. Fullkomin mælitæki vari flugmann við ef flughæð er ekki nægileg. „Reynsluflugið gekk mjög vel, vélin var prófuð í ísingarskilyrðum, ókyrrð og miklum vindi eins og gengur og gerist á Íslandi og leysti verk sitt af hendi með ágætum,“ lýsir Kári. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kveðst fagna frumkvæðinu. Í því geti falist fjölmörg tækifæri, jafnvel til innanlandsflugs bæði innan fjórðungs og utan. Sveitarfélagið telji sér þó ekki fært að leggja fjármuni í verkefnið að sinni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maíÞægileg sæti klædd leðri eru ím skrúfuþotunni sem Flugfélag Austurlands vil kaupa.Mynd/Flugfélag Austurlands
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira