Sverrir Ingi er enn að átta sig á þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2016 06:00 Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason fór úr Pepsi-deildinni og á EM á þremur árum. Á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar hann frétti að hann færi á Evrópumótið í fótbolta í Frakklandi. „Ég er enn að átta mig á þessu. Maður veit ekki alveg við hverju maður á að búast,“ segir Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, en Fréttablaðið tók hann tali fyrir æfingu landsliðsins í gær. Sverrir var alls ekki öruggur í EM-hópinn en samkeppni um miðvarðastöðurnar er mikil. „Daginn sem hópurinn var tilkynntur var ég á báðum áttum. Ég var búinn að sætta mig við hvort sem gerðist, hvort ég færi með eða þyrfti að bíta í súpa eplið í þetta skipti. En ég var það heppinn að fara að koma með þannig ég hlýt að hafa verið að gera eitthvað rétt í þessum leikjum sem ég spilaði og á æfingunum,“ segir Sverrir Ingi. „Þjálfararnir mátu þetta þannig að ég væri leikmaður sem væri nógu góður til að fara með og ég er bara hrikalega stoltur að fá að taka þátt í þessu verkefni og verð klár að mæta mínu hlutverki í hópnum hvert sem það verður.“Ólýsanlegt Landsliðsmennirnir sem voru valdir í 23 manna hópinn fengu sms frá skrifstofu KSÍ hálftíma áður en hópurinn var tilkynntur á fjölmennum blaðamannafundi í byrjun mánaðar. Sverrir Ingi fer ekkert leynt með gleði sína yfir valinu. „Þetta eru líklega bestu fréttir sem ég hef fengið í lífinu hingað til. Ég veit ekki hvaða fréttir eru betri en þetta. Tilfinningin var ólýsanleg. Ég er búinn að leggja ótrúlega mikið á mig. Stundum hef ég fengið gagnrýni og stundum lof þannig að ef ég lít til baka hlýt ég að hafa gert fleiri hluti rétt en rangt,“ segir Sverrir Ingi sem hafði betur í samkeppni við menn á borð við Sölva Geir Ottesen og Hólmar Örn Eyjólfsson sem báðir þurftu að bíta í súra eplið í stað Blikans. Sverrir hefur tekið stór og góð skref á ferli sínum. Eftir að hann yfirgaf Breiðablik 2013 gekk hann í raðir Viking í Noregi þar sem hann vakti mikla athygli. Belgíska liðið Lokeren keypti hann í janúar 2015 og nú, þremur árum eftir að Sverrir yfirgaf Kópavoginn, er hann kominn á EM með Íslandi.Hefur verið að spila mikið af leikjum „Ég hef verið að spila mikið af leikjum og gengið vel,“ segir Sverrir Ingi um frammistöðu sína á tímabilinu. „Ég er ungur að spila í sterkari deild en áður og maður hefur fengið að vera sá leikmaður sem maður vill vera og bæta sinn leik. Mér líður vel þarna þó liðinu hafi kannski ekki gengið alveg nógu vel. Ég held að félaginu verði lyft á næsta þrep á næsta tímabili,“ segir Sverrir en stendur til að vera áfram hjá Lokeren? „Maður veit aldrei hvað gerist í þessu en eins og staðan er í dag mæti ég aftur til æfinga hjá Lokeren eftir EM,“ segir Sverrir. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Sjá meira
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason fór úr Pepsi-deildinni og á EM á þremur árum. Á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar hann frétti að hann færi á Evrópumótið í fótbolta í Frakklandi. „Ég er enn að átta mig á þessu. Maður veit ekki alveg við hverju maður á að búast,“ segir Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, en Fréttablaðið tók hann tali fyrir æfingu landsliðsins í gær. Sverrir var alls ekki öruggur í EM-hópinn en samkeppni um miðvarðastöðurnar er mikil. „Daginn sem hópurinn var tilkynntur var ég á báðum áttum. Ég var búinn að sætta mig við hvort sem gerðist, hvort ég færi með eða þyrfti að bíta í súpa eplið í þetta skipti. En ég var það heppinn að fara að koma með þannig ég hlýt að hafa verið að gera eitthvað rétt í þessum leikjum sem ég spilaði og á æfingunum,“ segir Sverrir Ingi. „Þjálfararnir mátu þetta þannig að ég væri leikmaður sem væri nógu góður til að fara með og ég er bara hrikalega stoltur að fá að taka þátt í þessu verkefni og verð klár að mæta mínu hlutverki í hópnum hvert sem það verður.“Ólýsanlegt Landsliðsmennirnir sem voru valdir í 23 manna hópinn fengu sms frá skrifstofu KSÍ hálftíma áður en hópurinn var tilkynntur á fjölmennum blaðamannafundi í byrjun mánaðar. Sverrir Ingi fer ekkert leynt með gleði sína yfir valinu. „Þetta eru líklega bestu fréttir sem ég hef fengið í lífinu hingað til. Ég veit ekki hvaða fréttir eru betri en þetta. Tilfinningin var ólýsanleg. Ég er búinn að leggja ótrúlega mikið á mig. Stundum hef ég fengið gagnrýni og stundum lof þannig að ef ég lít til baka hlýt ég að hafa gert fleiri hluti rétt en rangt,“ segir Sverrir Ingi sem hafði betur í samkeppni við menn á borð við Sölva Geir Ottesen og Hólmar Örn Eyjólfsson sem báðir þurftu að bíta í súra eplið í stað Blikans. Sverrir hefur tekið stór og góð skref á ferli sínum. Eftir að hann yfirgaf Breiðablik 2013 gekk hann í raðir Viking í Noregi þar sem hann vakti mikla athygli. Belgíska liðið Lokeren keypti hann í janúar 2015 og nú, þremur árum eftir að Sverrir yfirgaf Kópavoginn, er hann kominn á EM með Íslandi.Hefur verið að spila mikið af leikjum „Ég hef verið að spila mikið af leikjum og gengið vel,“ segir Sverrir Ingi um frammistöðu sína á tímabilinu. „Ég er ungur að spila í sterkari deild en áður og maður hefur fengið að vera sá leikmaður sem maður vill vera og bæta sinn leik. Mér líður vel þarna þó liðinu hafi kannski ekki gengið alveg nógu vel. Ég held að félaginu verði lyft á næsta þrep á næsta tímabili,“ segir Sverrir en stendur til að vera áfram hjá Lokeren? „Maður veit aldrei hvað gerist í þessu en eins og staðan er í dag mæti ég aftur til æfinga hjá Lokeren eftir EM,“ segir Sverrir.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti