Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2016 15:25 Íslendingar ætla að fjölmenna til Frakklands en KSÍ gerir ráð fyrir 15-20 þúsund stuðningsmönnum frá Íslandi. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld munu senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi í næsta mánuði að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Lögreglumennirnir verða frönskum lögregluyfirvöldum innan handar, en áætlað er að allt að tuttugu þúsund Íslendingar verði á mótinu í sumar. Frönsk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð frá öllum þeim þjóðum sem taka þátt í mótinu. Reiknað er með því að á milli 15 til 20 þúsund Íslendingar muni verða í Frakklandi í tengslum við mótið. Flakka á milli borganna þar sem Ísland spilar Innanríkisráðuneytið hefur átt samráð við embætti ríkislögreglustjóra um viðbrögð við erindinu en fulltrúi embættisins tekur þátt í NFIP samstarfi (National Football Information Point) Evrópuríkja sem Ísland á aðild að á grundvelli Evrópusamnings um „ofbeldi og óhlýðilega hegðun áhorfenda á íþróttamótum, einkum á knattspyrnuleikjum.“ Frönsk stjórnvöld hafa óskað eftir lögreglumennirnir starfi í miðstöð alþjóðlegrar lögreglusamvinnu og verði í færanlegri sveit, sem ætlað er að fara á milli borga í Frakklandi, þar sem íslenska landsliðið spilar hverju sinni og vera staðarlögreglu til aðstoðar. Ísland spilar í St. Etienne, Marseille og París 14. , 18. og 22. júní. Umbeðin aðstoð við frönsk yfirvöld mun m.a. felast í því að vera í sambandi við íslensku stuðningsmennina og veita þeim aðstoð, vera þeim innan handar vegna mála sem hugsanlega geta komið upp, s.s. ef rýma þarf leikvang eða gefa fyrirmæli um einhverjar breytingar á áætlun. Íslensku lögreglumennirnir munu fá allar upplýsingar frá fyrstu hendi, geta miðlað þeim áfram til stuðningsmanna eftir atvikum og veitt alla mögulega aðstoð.Kostnaður fer eftir árangri ÍslandsKostnaðaráætlunin ræðst af framgangi landsliðsins á mótinu en kostnaður er talinn geta orðið allt að 20 milljónir króna ef landsliðið nær langt í keppninni. InnanríkisráðherEmbætti ríkislögreglustjóra verði falið að annast framkvæmd málsins á grundvelli samþykktrar kostnaðaráætlunar í samráði við innanríkisráðuneytið.Vegna mótsins fór fram öryggisráðstefna átakshóps innanríkisráðuneytis Austurríkis þann 12. maí í Vínarborg. Fulltrúar innanríkisráðuneyta, knattspyrnusambanda og lögregluembætta Ungverjalands, Íslands, Portúgal og Austurríkis undirbúa öryggisráðstafanir fyrir riðlakeppnina og sat Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra fundinn fyrir hönd ráðherra, ásamt Vilhjálmi Gíslasyni, fulltrúa ríkislögreglustjóra. Fyrrnefndar þjóðir eru með Íslandi í F-riðli mótsins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Sjá meira
Íslensk stjórnvöld munu senda átta lögreglumenn á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi í næsta mánuði að ósk innanríkisráðherra Frakklands. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita allt að tuttugu milljónum króna af fjáraukalögum þessa árs í verkefnið. Lögreglumennirnir verða frönskum lögregluyfirvöldum innan handar, en áætlað er að allt að tuttugu þúsund Íslendingar verði á mótinu í sumar. Frönsk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð frá öllum þeim þjóðum sem taka þátt í mótinu. Reiknað er með því að á milli 15 til 20 þúsund Íslendingar muni verða í Frakklandi í tengslum við mótið. Flakka á milli borganna þar sem Ísland spilar Innanríkisráðuneytið hefur átt samráð við embætti ríkislögreglustjóra um viðbrögð við erindinu en fulltrúi embættisins tekur þátt í NFIP samstarfi (National Football Information Point) Evrópuríkja sem Ísland á aðild að á grundvelli Evrópusamnings um „ofbeldi og óhlýðilega hegðun áhorfenda á íþróttamótum, einkum á knattspyrnuleikjum.“ Frönsk stjórnvöld hafa óskað eftir lögreglumennirnir starfi í miðstöð alþjóðlegrar lögreglusamvinnu og verði í færanlegri sveit, sem ætlað er að fara á milli borga í Frakklandi, þar sem íslenska landsliðið spilar hverju sinni og vera staðarlögreglu til aðstoðar. Ísland spilar í St. Etienne, Marseille og París 14. , 18. og 22. júní. Umbeðin aðstoð við frönsk yfirvöld mun m.a. felast í því að vera í sambandi við íslensku stuðningsmennina og veita þeim aðstoð, vera þeim innan handar vegna mála sem hugsanlega geta komið upp, s.s. ef rýma þarf leikvang eða gefa fyrirmæli um einhverjar breytingar á áætlun. Íslensku lögreglumennirnir munu fá allar upplýsingar frá fyrstu hendi, geta miðlað þeim áfram til stuðningsmanna eftir atvikum og veitt alla mögulega aðstoð.Kostnaður fer eftir árangri ÍslandsKostnaðaráætlunin ræðst af framgangi landsliðsins á mótinu en kostnaður er talinn geta orðið allt að 20 milljónir króna ef landsliðið nær langt í keppninni. InnanríkisráðherEmbætti ríkislögreglustjóra verði falið að annast framkvæmd málsins á grundvelli samþykktrar kostnaðaráætlunar í samráði við innanríkisráðuneytið.Vegna mótsins fór fram öryggisráðstefna átakshóps innanríkisráðuneytis Austurríkis þann 12. maí í Vínarborg. Fulltrúar innanríkisráðuneyta, knattspyrnusambanda og lögregluembætta Ungverjalands, Íslands, Portúgal og Austurríkis undirbúa öryggisráðstafanir fyrir riðlakeppnina og sat Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra fundinn fyrir hönd ráðherra, ásamt Vilhjálmi Gíslasyni, fulltrúa ríkislögreglustjóra. Fyrrnefndar þjóðir eru með Íslandi í F-riðli mótsins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Sjá meira