Mamma nýliða í NFL-deildinni fékk líka samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 23:30 Eli Apple. Vísir/Getty NFL-deild ameríska fótboltans er heldur betur að breyta lífi Apple-fjölskyldunnar þessa dagana því sonurinn var valinn í NFL-deildina og mamman var ráðinn til að fjalla um NFL-deildina. Eli Apple er tvítugur strákur sem New York Giants valdi númer tíu í nýliðavalinu í sumar en hann kemur úr Ohio State skólanum. Hann spilar stöðu bakvarðar (Cornerback), náði tíunda besta tímanum í 40 jarda í nýliðabúðunum og er því afar sprettharður strákur. Það vissu allir um komu Eli Apple til New York Giants liðsins en Sports Illustrated sagði frá því að hann var ekki sá eini sem var ráðinn í vinnu tengdri NFL-deildinni. Móðir hans, Annie Apple, fékk starf hjá ESPN þar sem hún mun vinna efni fyrir NFL-þátt sjónvarpsstöðvarinnar á sunnudögum, þátt sem heitir Sunday NFL Countdown show. Annie Apple vakti mikla athygli fyrir pistil sem hún skrifaði um upplifun sína af nýliðavalinu þar sem sonur hennar var valinn að einu af risastóru félögunum. Hún er bloggari og hefur því skrifað skemmtilega pistla tengdum upplifun sinni sem móður fótboltastráks. Bloggið hennar heitir: „Survivin America: Making it through with humor and hope.” Eftir að Annie skrifaði pistil sinn um NFL-nýliðavalið hefur hún verið gestur í þáttum á vegum ESPN eins og „His & Hers” og „NFL Live.“ Hún hefur fengið hrós fyrir skemmtilegan húmor og að vera óhrædd við að segja sína skoðun. Hún heillaði alla upp úr skónum í höfuðstöðvum ESPN og vann sér inn skemmtilegt starf í tengslum við NFL-tímabilið sem hefst í september. ESPN ætlar örugglega að nýta sér einstakt sjónvarhorn Annie Apple sem móður NFL-leikmanns og áhugakonu um ameríska fótboltann. NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira
NFL-deild ameríska fótboltans er heldur betur að breyta lífi Apple-fjölskyldunnar þessa dagana því sonurinn var valinn í NFL-deildina og mamman var ráðinn til að fjalla um NFL-deildina. Eli Apple er tvítugur strákur sem New York Giants valdi númer tíu í nýliðavalinu í sumar en hann kemur úr Ohio State skólanum. Hann spilar stöðu bakvarðar (Cornerback), náði tíunda besta tímanum í 40 jarda í nýliðabúðunum og er því afar sprettharður strákur. Það vissu allir um komu Eli Apple til New York Giants liðsins en Sports Illustrated sagði frá því að hann var ekki sá eini sem var ráðinn í vinnu tengdri NFL-deildinni. Móðir hans, Annie Apple, fékk starf hjá ESPN þar sem hún mun vinna efni fyrir NFL-þátt sjónvarpsstöðvarinnar á sunnudögum, þátt sem heitir Sunday NFL Countdown show. Annie Apple vakti mikla athygli fyrir pistil sem hún skrifaði um upplifun sína af nýliðavalinu þar sem sonur hennar var valinn að einu af risastóru félögunum. Hún er bloggari og hefur því skrifað skemmtilega pistla tengdum upplifun sinni sem móður fótboltastráks. Bloggið hennar heitir: „Survivin America: Making it through with humor and hope.” Eftir að Annie skrifaði pistil sinn um NFL-nýliðavalið hefur hún verið gestur í þáttum á vegum ESPN eins og „His & Hers” og „NFL Live.“ Hún hefur fengið hrós fyrir skemmtilegan húmor og að vera óhrædd við að segja sína skoðun. Hún heillaði alla upp úr skónum í höfuðstöðvum ESPN og vann sér inn skemmtilegt starf í tengslum við NFL-tímabilið sem hefst í september. ESPN ætlar örugglega að nýta sér einstakt sjónvarhorn Annie Apple sem móður NFL-leikmanns og áhugakonu um ameríska fótboltann.
NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira