Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2016 18:07 Dómurinn féll í Héraðsdómi eystra þann 6. maí síðastliðinn. Vísir/Pjetur Hótanir manns um að birta nektarmynd af 15 ára dreng sem hann hafði fengið drenginn til að senda sér á samskiptamiðlinum Snapchat vöktu mikinn ótta hjá drengnum. Hann íhugaði að strjúka að heiman til að losna við afleiðingarnar af því ef myndin yrði birt en maðurinn hafði hótað að birta hana ef drengurinn myndi ekki hitta hann tiltekið kvöld og hafa við hann kynmök. Það var ekki fyrr en móðir drengsins komst á snoðir um samskiptin og hótanirnar sem maðurinn sagði að drengurinn þyrfti ekki að láta undan þeim. Greint var frá því fyrr í mánuðinum að maðurinn hafi verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundið, fyrir tilraun til nauðgunar með því að hafa í hótunum við drenginn og fyrir blygðunarsemisbrot og brot á barnaverndarlögum. Dómurinn var hins vegar ekki birtur á vef Héraðsdóms Norðurlands eystra fyrr en í dag. Brot mannsins fólst í því að villa á sér heimildir á Snapchat og hefja samskipti við fimmtán ára dreng. Hann fékk drenginn til að senda sér kynferðislega mynd og hótaði honum síðar að hann myndi gera myndina aðgengilegaa á netinu ef hann hefði ekki kynmök við ákveðinn mann. Sá aðili reyndist vera hann sjálfur. Í dómnum er það rakið að maðurinn hafi kannast við það að hafa hótað drengnum að birta samskipti þeirra og myndina ef drengurinn hefði ekki kynferðismök við hann. Fyrir dómi kvaðst maðurinn hafa gert það til þess að sýna drengnum fram á að internetið væri ekki öruggur staður fyrir hvern sem er til að tala við hvern sem er. Þessi útskýring mannsins er ekki trúverðug að mati fjölskipaðs héraðsdóms sem vísar meðal annars í það að auk þessa hafi maðurinn viðhaft gróft kynferðislegt tal við drenginn sem maðurinn vissi að var aðeins 15 ára gamall. Þá er einnig vísað í skilaboð mannsins til drengsins þar sem hann biður um að fá sendar nektarmyndir af honum. Þá er jafnframt talið sannað að maðurinn hafi sent drengnum mynd af kynfærum sínum eins og honum er gefið að sök í ákæru. Eins og áður komst móðir drengsins á snoðir um samskipti hans við manninn og hótanirnar. Það var sama kvöld og maðurinn hafði sagt piltinum að hafa mök við sig, annars myndi hann birta samskipti þeirra og myndina. Í dómnum er það rakið að móðir drengsins hafi tekið eftir því um kvöldið að sonur hennar væri „eitthvað undarlegur“ og í kjölfarið sagði hann henni allt af létta. Þau höfðu síðan samband við lögreglu og kærðu. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að maðurinn hafi tvívegis verið vistaður á Barna-og unglingageðdeild en vísað er í skýrslu meðferðarstöðvarinnar Stuðla frá árinu 2006 þess efnis. Í fyrri innlögn mannsins á BUGL hafi maðuirnn verið greindur með ofvirkniröskun, alvarlegt þunglyndi, aðskilnaðarkvíðaröskun, mótþróaröskun, aðrar hegðunarraskanir og áfallastreituröskun. Þá er í skýrslunni greint frá alvarlegum kynferðisbrotum sem framin hefðu verið innan fjölskyldu mannsins. Eins og áður segir var maðurinn dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir brotin en þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir. Tengdar fréttir Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45 Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira
Hótanir manns um að birta nektarmynd af 15 ára dreng sem hann hafði fengið drenginn til að senda sér á samskiptamiðlinum Snapchat vöktu mikinn ótta hjá drengnum. Hann íhugaði að strjúka að heiman til að losna við afleiðingarnar af því ef myndin yrði birt en maðurinn hafði hótað að birta hana ef drengurinn myndi ekki hitta hann tiltekið kvöld og hafa við hann kynmök. Það var ekki fyrr en móðir drengsins komst á snoðir um samskiptin og hótanirnar sem maðurinn sagði að drengurinn þyrfti ekki að láta undan þeim. Greint var frá því fyrr í mánuðinum að maðurinn hafi verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundið, fyrir tilraun til nauðgunar með því að hafa í hótunum við drenginn og fyrir blygðunarsemisbrot og brot á barnaverndarlögum. Dómurinn var hins vegar ekki birtur á vef Héraðsdóms Norðurlands eystra fyrr en í dag. Brot mannsins fólst í því að villa á sér heimildir á Snapchat og hefja samskipti við fimmtán ára dreng. Hann fékk drenginn til að senda sér kynferðislega mynd og hótaði honum síðar að hann myndi gera myndina aðgengilegaa á netinu ef hann hefði ekki kynmök við ákveðinn mann. Sá aðili reyndist vera hann sjálfur. Í dómnum er það rakið að maðurinn hafi kannast við það að hafa hótað drengnum að birta samskipti þeirra og myndina ef drengurinn hefði ekki kynferðismök við hann. Fyrir dómi kvaðst maðurinn hafa gert það til þess að sýna drengnum fram á að internetið væri ekki öruggur staður fyrir hvern sem er til að tala við hvern sem er. Þessi útskýring mannsins er ekki trúverðug að mati fjölskipaðs héraðsdóms sem vísar meðal annars í það að auk þessa hafi maðurinn viðhaft gróft kynferðislegt tal við drenginn sem maðurinn vissi að var aðeins 15 ára gamall. Þá er einnig vísað í skilaboð mannsins til drengsins þar sem hann biður um að fá sendar nektarmyndir af honum. Þá er jafnframt talið sannað að maðurinn hafi sent drengnum mynd af kynfærum sínum eins og honum er gefið að sök í ákæru. Eins og áður komst móðir drengsins á snoðir um samskipti hans við manninn og hótanirnar. Það var sama kvöld og maðurinn hafði sagt piltinum að hafa mök við sig, annars myndi hann birta samskipti þeirra og myndina. Í dómnum er það rakið að móðir drengsins hafi tekið eftir því um kvöldið að sonur hennar væri „eitthvað undarlegur“ og í kjölfarið sagði hann henni allt af létta. Þau höfðu síðan samband við lögreglu og kærðu. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að maðurinn hafi tvívegis verið vistaður á Barna-og unglingageðdeild en vísað er í skýrslu meðferðarstöðvarinnar Stuðla frá árinu 2006 þess efnis. Í fyrri innlögn mannsins á BUGL hafi maðuirnn verið greindur með ofvirkniröskun, alvarlegt þunglyndi, aðskilnaðarkvíðaröskun, mótþróaröskun, aðrar hegðunarraskanir og áfallastreituröskun. Þá er í skýrslunni greint frá alvarlegum kynferðisbrotum sem framin hefðu verið innan fjölskyldu mannsins. Eins og áður segir var maðurinn dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir brotin en þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir.
Tengdar fréttir Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45 Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira
Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45
Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51