Ómögulegt að hætta núna Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2016 06:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir fékk verðlaun í öllum þremur einstaklingsgreinum sínum á Evrópumótinu í London. Hér er hún með annað silfrið sitt. Vísir/Anton Brink Á sunnudaginn vann Hrafnhildur Lúthersdóttir, 25 ára sunddrottning úr Hafnarfirði, sín þriðju verðlaun á Evrópumótinu í 50 metra laug í London. Hún synti sig þrisvar sinnum á verðlaunapall, fyrst íslenskra kvenna á EM 50, á mótinu og hélt íslenska sundvorinu gangandi eftir glæsilegan árangur Eyglóar Óskar Gústafsdóttur á EM í 25 metra laug í fyrra. Í gær var Hrafnhildur mætt á æfingu hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar í Ásvallalaug. Beygja, kreppa, sundur saman og allur pakkinn. Aftur í æfingalaugina enda undirbúningur nú kominn á fullt fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Eftir æfinguna gaf þessi magnaða íþróttakona og heillandi stúlka sér tíma til að ræða við blaðamenn en hún hefur ekki upplifað svona athygli áður. „Ég er enn þá að venjast þessari tilfinningu. Það var líka frábært að koma heim og fá þessar móttökur frá fjölskyldu og vinum. Það var eiginlega þá sem allt helltist yfir mann og maður áttaði sig á hversu stórt þetta er,“ sagði Hrafnhildur brosmild með blautt hárið eftir góða æfingu. Hún er svona rétt núna að meðtaka hvað hún afrekaði í London. „Þetta er frekar spes en maður hefur samt engan tíma til að vera að fagna þessu á meðan á mótinu stendur því það var í raun hluti af undirbúningi fyrir stærra mót sem er ÓL í Ríó. Þetta var gaman og maður fékk spennufall á kvöldin þegar maður áttaði sig á hvað maður hafði gert en síðan þurfti ég bara að einbeita mér að næsta sundi,“ segir Hrafnhildur.Vísir/AFPAlltaf verið draumurinn Síðasta ár hefur verið mjög gott fyrir Hrafnhildi en í fyrra varð hún fyrsta íslenska konan sem komst í úrslit á HM í 50 metra laug. Hún synti svo vel fyrir háskólann sinn í Bandaríkjunum og var undir lok síðasta árs valin í úrvalslið Evrópu ásamt Eygló Ósk sem mætti Bandaríkjunum á móti vestanhafs. „Ég vil meina að hausinn á mér sé í betra standi en áður,“ segir Hrafnhildur aðspurð hverju hún þakki árangurinn. „Það er ekki að ég hafi ekki lagt mikið á mig í gegnum tíðina en nú er ég að leggja meira á mig og að fatta betur þótt aukaæfingar til dæmis geti verið erfiðar og leiðinlegar hvað þær skipta miklu máli. Ég væri ekki hérna nema að fara í gegnum þessar erfiðu æfingar. Þegar maður er með hausinn í lagi getur maður allt.“ Draumurinn hjá Hrafnhildi var alltaf að komast á verðlaunapall á EM. „Mér fannst það alltaf svona gerlegra en að komast á pall á HM,“ segir hún og heldur áfram: „Þegar ég komst svo í úrslit á HM sá ég alveg að ég var nálægt þessu.“ Hrafnhildur sér núna að hún er á meðal bestu sundkvenna heims en fyrir tveimur árum sá hún ekki fram á mikinn frama í sportinu. „Fyrir tveimur árum hefði ég kannski sagt að Ólympíuleikarnir í Ríó væru mínir síðustu og mig langaði bara að standa mig vel. Markmiðið hefði kannski verið að komast í undanúrslit en núna eftir þetta síðasta ár og hvernig það gengur þá held ég að það sé ómögulegt fyrir mig að hætta.“Vísir/AFPAftur til Bandaríkjanna Hrafnhildur keppir í Noregi um helgina og kemur svo heim í einn dag áður en hún fer aftur til Bandaríkjanna þar sem hún er að festa rætur. Hún útskrifaðist úr Flórída-háskóla með gráðu í almannatengslum á síðasta ári og stefnir á að finna sér vinnu ytra eftir Ólympíuleikana. Eftir skólann hefur hún algjörlega einbeitt sér að sundinu. „Ég var rosalega ánægð fyrst með að ég væri bara að fara að synda. Það var gaman fyrstu tvo mánuðina en nú hef ég verið að hugsa hvort ég ætti að finna mér eitthvert annað áhugamál. Ég hef 4-5 tíma á milli æfinga þar sem ég hef ekkert að gera. En það er líka gott því öll einbeitingin mín er á sundinu og þá hef ég líka tíma til að taka þessar aukaæfingar sem skapa meistarann þannig að ég hef verið að gera jógaæfingar og hugsa betur um mataræðið,“ segir Hrafnhildur sem ætlar að halda sömu dagskrá og hefur verið hjá henni undanfarna mánuði. „Þetta hefur gengið svona vel hingað til þannig að ég ætla að halda sömu rútínu en svo veit ég ekkert hvað ég geri eftir Ólympíuleikana. Kannski fer ég eitthvað annað eða fæ mér vinnu í fyrsta skipti,“ segir hún og hlær. Hrafnhildur kynntist kærasta sínum sem er frá Venesúela í skólanum og hann hefur ekki mikinn áhuga á að flytja til Íslands. „Hann segist ekki vera mikið fyrir kulda og veit ekki hvort hann vill koma til Íslands,“ segir Hrafnhildur en rokið og kuldinn í Hafnarfirði í gær var svo sem ekkert að hjálpa málstað hennar. Nú hefjast stífar æfingar fyrir ÓL í Ríó þar sem markmiðið er einfalt: „Ég stefni að verðlaunum á Ólympíuleikunum. Markmiðið er að synda hratt og hafa gaman af því. Það getur allt gerst ef ég held einbeitingu og hausinn verður í lagi.“Vísir/Getty Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Á sunnudaginn vann Hrafnhildur Lúthersdóttir, 25 ára sunddrottning úr Hafnarfirði, sín þriðju verðlaun á Evrópumótinu í 50 metra laug í London. Hún synti sig þrisvar sinnum á verðlaunapall, fyrst íslenskra kvenna á EM 50, á mótinu og hélt íslenska sundvorinu gangandi eftir glæsilegan árangur Eyglóar Óskar Gústafsdóttur á EM í 25 metra laug í fyrra. Í gær var Hrafnhildur mætt á æfingu hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar í Ásvallalaug. Beygja, kreppa, sundur saman og allur pakkinn. Aftur í æfingalaugina enda undirbúningur nú kominn á fullt fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Eftir æfinguna gaf þessi magnaða íþróttakona og heillandi stúlka sér tíma til að ræða við blaðamenn en hún hefur ekki upplifað svona athygli áður. „Ég er enn þá að venjast þessari tilfinningu. Það var líka frábært að koma heim og fá þessar móttökur frá fjölskyldu og vinum. Það var eiginlega þá sem allt helltist yfir mann og maður áttaði sig á hversu stórt þetta er,“ sagði Hrafnhildur brosmild með blautt hárið eftir góða æfingu. Hún er svona rétt núna að meðtaka hvað hún afrekaði í London. „Þetta er frekar spes en maður hefur samt engan tíma til að vera að fagna þessu á meðan á mótinu stendur því það var í raun hluti af undirbúningi fyrir stærra mót sem er ÓL í Ríó. Þetta var gaman og maður fékk spennufall á kvöldin þegar maður áttaði sig á hvað maður hafði gert en síðan þurfti ég bara að einbeita mér að næsta sundi,“ segir Hrafnhildur.Vísir/AFPAlltaf verið draumurinn Síðasta ár hefur verið mjög gott fyrir Hrafnhildi en í fyrra varð hún fyrsta íslenska konan sem komst í úrslit á HM í 50 metra laug. Hún synti svo vel fyrir háskólann sinn í Bandaríkjunum og var undir lok síðasta árs valin í úrvalslið Evrópu ásamt Eygló Ósk sem mætti Bandaríkjunum á móti vestanhafs. „Ég vil meina að hausinn á mér sé í betra standi en áður,“ segir Hrafnhildur aðspurð hverju hún þakki árangurinn. „Það er ekki að ég hafi ekki lagt mikið á mig í gegnum tíðina en nú er ég að leggja meira á mig og að fatta betur þótt aukaæfingar til dæmis geti verið erfiðar og leiðinlegar hvað þær skipta miklu máli. Ég væri ekki hérna nema að fara í gegnum þessar erfiðu æfingar. Þegar maður er með hausinn í lagi getur maður allt.“ Draumurinn hjá Hrafnhildi var alltaf að komast á verðlaunapall á EM. „Mér fannst það alltaf svona gerlegra en að komast á pall á HM,“ segir hún og heldur áfram: „Þegar ég komst svo í úrslit á HM sá ég alveg að ég var nálægt þessu.“ Hrafnhildur sér núna að hún er á meðal bestu sundkvenna heims en fyrir tveimur árum sá hún ekki fram á mikinn frama í sportinu. „Fyrir tveimur árum hefði ég kannski sagt að Ólympíuleikarnir í Ríó væru mínir síðustu og mig langaði bara að standa mig vel. Markmiðið hefði kannski verið að komast í undanúrslit en núna eftir þetta síðasta ár og hvernig það gengur þá held ég að það sé ómögulegt fyrir mig að hætta.“Vísir/AFPAftur til Bandaríkjanna Hrafnhildur keppir í Noregi um helgina og kemur svo heim í einn dag áður en hún fer aftur til Bandaríkjanna þar sem hún er að festa rætur. Hún útskrifaðist úr Flórída-háskóla með gráðu í almannatengslum á síðasta ári og stefnir á að finna sér vinnu ytra eftir Ólympíuleikana. Eftir skólann hefur hún algjörlega einbeitt sér að sundinu. „Ég var rosalega ánægð fyrst með að ég væri bara að fara að synda. Það var gaman fyrstu tvo mánuðina en nú hef ég verið að hugsa hvort ég ætti að finna mér eitthvert annað áhugamál. Ég hef 4-5 tíma á milli æfinga þar sem ég hef ekkert að gera. En það er líka gott því öll einbeitingin mín er á sundinu og þá hef ég líka tíma til að taka þessar aukaæfingar sem skapa meistarann þannig að ég hef verið að gera jógaæfingar og hugsa betur um mataræðið,“ segir Hrafnhildur sem ætlar að halda sömu dagskrá og hefur verið hjá henni undanfarna mánuði. „Þetta hefur gengið svona vel hingað til þannig að ég ætla að halda sömu rútínu en svo veit ég ekkert hvað ég geri eftir Ólympíuleikana. Kannski fer ég eitthvað annað eða fæ mér vinnu í fyrsta skipti,“ segir hún og hlær. Hrafnhildur kynntist kærasta sínum sem er frá Venesúela í skólanum og hann hefur ekki mikinn áhuga á að flytja til Íslands. „Hann segist ekki vera mikið fyrir kulda og veit ekki hvort hann vill koma til Íslands,“ segir Hrafnhildur en rokið og kuldinn í Hafnarfirði í gær var svo sem ekkert að hjálpa málstað hennar. Nú hefjast stífar æfingar fyrir ÓL í Ríó þar sem markmiðið er einfalt: „Ég stefni að verðlaunum á Ólympíuleikunum. Markmiðið er að synda hratt og hafa gaman af því. Það getur allt gerst ef ég held einbeitingu og hausinn verður í lagi.“Vísir/Getty
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira