Ómögulegt að hætta núna Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2016 06:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir fékk verðlaun í öllum þremur einstaklingsgreinum sínum á Evrópumótinu í London. Hér er hún með annað silfrið sitt. Vísir/Anton Brink Á sunnudaginn vann Hrafnhildur Lúthersdóttir, 25 ára sunddrottning úr Hafnarfirði, sín þriðju verðlaun á Evrópumótinu í 50 metra laug í London. Hún synti sig þrisvar sinnum á verðlaunapall, fyrst íslenskra kvenna á EM 50, á mótinu og hélt íslenska sundvorinu gangandi eftir glæsilegan árangur Eyglóar Óskar Gústafsdóttur á EM í 25 metra laug í fyrra. Í gær var Hrafnhildur mætt á æfingu hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar í Ásvallalaug. Beygja, kreppa, sundur saman og allur pakkinn. Aftur í æfingalaugina enda undirbúningur nú kominn á fullt fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Eftir æfinguna gaf þessi magnaða íþróttakona og heillandi stúlka sér tíma til að ræða við blaðamenn en hún hefur ekki upplifað svona athygli áður. „Ég er enn þá að venjast þessari tilfinningu. Það var líka frábært að koma heim og fá þessar móttökur frá fjölskyldu og vinum. Það var eiginlega þá sem allt helltist yfir mann og maður áttaði sig á hversu stórt þetta er,“ sagði Hrafnhildur brosmild með blautt hárið eftir góða æfingu. Hún er svona rétt núna að meðtaka hvað hún afrekaði í London. „Þetta er frekar spes en maður hefur samt engan tíma til að vera að fagna þessu á meðan á mótinu stendur því það var í raun hluti af undirbúningi fyrir stærra mót sem er ÓL í Ríó. Þetta var gaman og maður fékk spennufall á kvöldin þegar maður áttaði sig á hvað maður hafði gert en síðan þurfti ég bara að einbeita mér að næsta sundi,“ segir Hrafnhildur.Vísir/AFPAlltaf verið draumurinn Síðasta ár hefur verið mjög gott fyrir Hrafnhildi en í fyrra varð hún fyrsta íslenska konan sem komst í úrslit á HM í 50 metra laug. Hún synti svo vel fyrir háskólann sinn í Bandaríkjunum og var undir lok síðasta árs valin í úrvalslið Evrópu ásamt Eygló Ósk sem mætti Bandaríkjunum á móti vestanhafs. „Ég vil meina að hausinn á mér sé í betra standi en áður,“ segir Hrafnhildur aðspurð hverju hún þakki árangurinn. „Það er ekki að ég hafi ekki lagt mikið á mig í gegnum tíðina en nú er ég að leggja meira á mig og að fatta betur þótt aukaæfingar til dæmis geti verið erfiðar og leiðinlegar hvað þær skipta miklu máli. Ég væri ekki hérna nema að fara í gegnum þessar erfiðu æfingar. Þegar maður er með hausinn í lagi getur maður allt.“ Draumurinn hjá Hrafnhildi var alltaf að komast á verðlaunapall á EM. „Mér fannst það alltaf svona gerlegra en að komast á pall á HM,“ segir hún og heldur áfram: „Þegar ég komst svo í úrslit á HM sá ég alveg að ég var nálægt þessu.“ Hrafnhildur sér núna að hún er á meðal bestu sundkvenna heims en fyrir tveimur árum sá hún ekki fram á mikinn frama í sportinu. „Fyrir tveimur árum hefði ég kannski sagt að Ólympíuleikarnir í Ríó væru mínir síðustu og mig langaði bara að standa mig vel. Markmiðið hefði kannski verið að komast í undanúrslit en núna eftir þetta síðasta ár og hvernig það gengur þá held ég að það sé ómögulegt fyrir mig að hætta.“Vísir/AFPAftur til Bandaríkjanna Hrafnhildur keppir í Noregi um helgina og kemur svo heim í einn dag áður en hún fer aftur til Bandaríkjanna þar sem hún er að festa rætur. Hún útskrifaðist úr Flórída-háskóla með gráðu í almannatengslum á síðasta ári og stefnir á að finna sér vinnu ytra eftir Ólympíuleikana. Eftir skólann hefur hún algjörlega einbeitt sér að sundinu. „Ég var rosalega ánægð fyrst með að ég væri bara að fara að synda. Það var gaman fyrstu tvo mánuðina en nú hef ég verið að hugsa hvort ég ætti að finna mér eitthvert annað áhugamál. Ég hef 4-5 tíma á milli æfinga þar sem ég hef ekkert að gera. En það er líka gott því öll einbeitingin mín er á sundinu og þá hef ég líka tíma til að taka þessar aukaæfingar sem skapa meistarann þannig að ég hef verið að gera jógaæfingar og hugsa betur um mataræðið,“ segir Hrafnhildur sem ætlar að halda sömu dagskrá og hefur verið hjá henni undanfarna mánuði. „Þetta hefur gengið svona vel hingað til þannig að ég ætla að halda sömu rútínu en svo veit ég ekkert hvað ég geri eftir Ólympíuleikana. Kannski fer ég eitthvað annað eða fæ mér vinnu í fyrsta skipti,“ segir hún og hlær. Hrafnhildur kynntist kærasta sínum sem er frá Venesúela í skólanum og hann hefur ekki mikinn áhuga á að flytja til Íslands. „Hann segist ekki vera mikið fyrir kulda og veit ekki hvort hann vill koma til Íslands,“ segir Hrafnhildur en rokið og kuldinn í Hafnarfirði í gær var svo sem ekkert að hjálpa málstað hennar. Nú hefjast stífar æfingar fyrir ÓL í Ríó þar sem markmiðið er einfalt: „Ég stefni að verðlaunum á Ólympíuleikunum. Markmiðið er að synda hratt og hafa gaman af því. Það getur allt gerst ef ég held einbeitingu og hausinn verður í lagi.“Vísir/Getty Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Á sunnudaginn vann Hrafnhildur Lúthersdóttir, 25 ára sunddrottning úr Hafnarfirði, sín þriðju verðlaun á Evrópumótinu í 50 metra laug í London. Hún synti sig þrisvar sinnum á verðlaunapall, fyrst íslenskra kvenna á EM 50, á mótinu og hélt íslenska sundvorinu gangandi eftir glæsilegan árangur Eyglóar Óskar Gústafsdóttur á EM í 25 metra laug í fyrra. Í gær var Hrafnhildur mætt á æfingu hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar í Ásvallalaug. Beygja, kreppa, sundur saman og allur pakkinn. Aftur í æfingalaugina enda undirbúningur nú kominn á fullt fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Eftir æfinguna gaf þessi magnaða íþróttakona og heillandi stúlka sér tíma til að ræða við blaðamenn en hún hefur ekki upplifað svona athygli áður. „Ég er enn þá að venjast þessari tilfinningu. Það var líka frábært að koma heim og fá þessar móttökur frá fjölskyldu og vinum. Það var eiginlega þá sem allt helltist yfir mann og maður áttaði sig á hversu stórt þetta er,“ sagði Hrafnhildur brosmild með blautt hárið eftir góða æfingu. Hún er svona rétt núna að meðtaka hvað hún afrekaði í London. „Þetta er frekar spes en maður hefur samt engan tíma til að vera að fagna þessu á meðan á mótinu stendur því það var í raun hluti af undirbúningi fyrir stærra mót sem er ÓL í Ríó. Þetta var gaman og maður fékk spennufall á kvöldin þegar maður áttaði sig á hvað maður hafði gert en síðan þurfti ég bara að einbeita mér að næsta sundi,“ segir Hrafnhildur.Vísir/AFPAlltaf verið draumurinn Síðasta ár hefur verið mjög gott fyrir Hrafnhildi en í fyrra varð hún fyrsta íslenska konan sem komst í úrslit á HM í 50 metra laug. Hún synti svo vel fyrir háskólann sinn í Bandaríkjunum og var undir lok síðasta árs valin í úrvalslið Evrópu ásamt Eygló Ósk sem mætti Bandaríkjunum á móti vestanhafs. „Ég vil meina að hausinn á mér sé í betra standi en áður,“ segir Hrafnhildur aðspurð hverju hún þakki árangurinn. „Það er ekki að ég hafi ekki lagt mikið á mig í gegnum tíðina en nú er ég að leggja meira á mig og að fatta betur þótt aukaæfingar til dæmis geti verið erfiðar og leiðinlegar hvað þær skipta miklu máli. Ég væri ekki hérna nema að fara í gegnum þessar erfiðu æfingar. Þegar maður er með hausinn í lagi getur maður allt.“ Draumurinn hjá Hrafnhildi var alltaf að komast á verðlaunapall á EM. „Mér fannst það alltaf svona gerlegra en að komast á pall á HM,“ segir hún og heldur áfram: „Þegar ég komst svo í úrslit á HM sá ég alveg að ég var nálægt þessu.“ Hrafnhildur sér núna að hún er á meðal bestu sundkvenna heims en fyrir tveimur árum sá hún ekki fram á mikinn frama í sportinu. „Fyrir tveimur árum hefði ég kannski sagt að Ólympíuleikarnir í Ríó væru mínir síðustu og mig langaði bara að standa mig vel. Markmiðið hefði kannski verið að komast í undanúrslit en núna eftir þetta síðasta ár og hvernig það gengur þá held ég að það sé ómögulegt fyrir mig að hætta.“Vísir/AFPAftur til Bandaríkjanna Hrafnhildur keppir í Noregi um helgina og kemur svo heim í einn dag áður en hún fer aftur til Bandaríkjanna þar sem hún er að festa rætur. Hún útskrifaðist úr Flórída-háskóla með gráðu í almannatengslum á síðasta ári og stefnir á að finna sér vinnu ytra eftir Ólympíuleikana. Eftir skólann hefur hún algjörlega einbeitt sér að sundinu. „Ég var rosalega ánægð fyrst með að ég væri bara að fara að synda. Það var gaman fyrstu tvo mánuðina en nú hef ég verið að hugsa hvort ég ætti að finna mér eitthvert annað áhugamál. Ég hef 4-5 tíma á milli æfinga þar sem ég hef ekkert að gera. En það er líka gott því öll einbeitingin mín er á sundinu og þá hef ég líka tíma til að taka þessar aukaæfingar sem skapa meistarann þannig að ég hef verið að gera jógaæfingar og hugsa betur um mataræðið,“ segir Hrafnhildur sem ætlar að halda sömu dagskrá og hefur verið hjá henni undanfarna mánuði. „Þetta hefur gengið svona vel hingað til þannig að ég ætla að halda sömu rútínu en svo veit ég ekkert hvað ég geri eftir Ólympíuleikana. Kannski fer ég eitthvað annað eða fæ mér vinnu í fyrsta skipti,“ segir hún og hlær. Hrafnhildur kynntist kærasta sínum sem er frá Venesúela í skólanum og hann hefur ekki mikinn áhuga á að flytja til Íslands. „Hann segist ekki vera mikið fyrir kulda og veit ekki hvort hann vill koma til Íslands,“ segir Hrafnhildur en rokið og kuldinn í Hafnarfirði í gær var svo sem ekkert að hjálpa málstað hennar. Nú hefjast stífar æfingar fyrir ÓL í Ríó þar sem markmiðið er einfalt: „Ég stefni að verðlaunum á Ólympíuleikunum. Markmiðið er að synda hratt og hafa gaman af því. Það getur allt gerst ef ég held einbeitingu og hausinn verður í lagi.“Vísir/Getty
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn