Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Bjarki Ármannsson skrifar 25. maí 2016 12:50 Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson mælast með mest fylgi frambjóðenda. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Stjórnmálafræðiprófessor segir útlitið ekki gott fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem út kom í dag, bætir Guðni lítillega við sig fylgi frá því í síðustu könnun. Hann mældist með 59,2 prósenta fylgi þann 9. maí en með 65,6 prósenta fylgi nú. Næstmestan stuðning samkvæmt könnuninni hefur Davíð með 18,1 prósent. Þetta er fyrsta könnun MMR sem unnin er að fullu eftir að Davíð tilkynnti um framboð sitt til forseta.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir greinilegt að framboð Davíðs hafi ekki fengið mikinn byr undir vængina.Sjá einnig: Davíð telur könnun MMR ekki endurspegla stöðuna eins og hún er í dag „Ég átti kannski ekki von á því, úr því sem komið var, að Davíð myndi ógna Guðna,“ segir Grétar Þór, aðspurður hvort lítið fylgi Davíðs komi á óvart. „En maður átti nú kannski allt eins von á því að hann næði einhverju meira flugi, kannski inn í tuttugu til þrjátíu prósent. Það er nú mánuður til kosninga og það getur eitthvað gerst enn, en ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson.“ Næst á eftir þeim Guðna og Davíð fylgja þau Andri Snær Magnason rithöfundur með 11 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir fjárfestir með 2,2 prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mældust samanlagt með þrjú prósent. Alls eru tíu enn í framboði nú þegar akkúrat mánuður er í að gengið verði til atkvæða. Grétar segir eitthvað „dramatískt“ þurfa að gerast í kosningabaráttunni úr því sem komið er til þess að Guðni Th. verði ekki sigurvegari kosninganna. „Maður á aldrei að segja aldrei,“ segir hann. „Auðvitað er vika langur tími í þessu, eins og oft hefur verið sagt, en það þarf hreinlega eitthvað dramatískt til að úrslitin verði önnur. Guðni verður að gera eitthvað agalegt glappaskot, held ég.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni glaður í góðum meðbyr „Það er enn þá löng ferð fram undan.“ 25. maí 2016 11:09 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Stjórnmálafræðiprófessor segir útlitið ekki gott fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem út kom í dag, bætir Guðni lítillega við sig fylgi frá því í síðustu könnun. Hann mældist með 59,2 prósenta fylgi þann 9. maí en með 65,6 prósenta fylgi nú. Næstmestan stuðning samkvæmt könnuninni hefur Davíð með 18,1 prósent. Þetta er fyrsta könnun MMR sem unnin er að fullu eftir að Davíð tilkynnti um framboð sitt til forseta.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir greinilegt að framboð Davíðs hafi ekki fengið mikinn byr undir vængina.Sjá einnig: Davíð telur könnun MMR ekki endurspegla stöðuna eins og hún er í dag „Ég átti kannski ekki von á því, úr því sem komið var, að Davíð myndi ógna Guðna,“ segir Grétar Þór, aðspurður hvort lítið fylgi Davíðs komi á óvart. „En maður átti nú kannski allt eins von á því að hann næði einhverju meira flugi, kannski inn í tuttugu til þrjátíu prósent. Það er nú mánuður til kosninga og það getur eitthvað gerst enn, en ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson.“ Næst á eftir þeim Guðna og Davíð fylgja þau Andri Snær Magnason rithöfundur með 11 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir fjárfestir með 2,2 prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mældust samanlagt með þrjú prósent. Alls eru tíu enn í framboði nú þegar akkúrat mánuður er í að gengið verði til atkvæða. Grétar segir eitthvað „dramatískt“ þurfa að gerast í kosningabaráttunni úr því sem komið er til þess að Guðni Th. verði ekki sigurvegari kosninganna. „Maður á aldrei að segja aldrei,“ segir hann. „Auðvitað er vika langur tími í þessu, eins og oft hefur verið sagt, en það þarf hreinlega eitthvað dramatískt til að úrslitin verði önnur. Guðni verður að gera eitthvað agalegt glappaskot, held ég.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni glaður í góðum meðbyr „Það er enn þá löng ferð fram undan.“ 25. maí 2016 11:09 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira