Króatar lærðu ekki af Íslandsleiknum og fá bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 18:00 Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni við Króata í leiknum í Zagreb 2013. Vísir/Getty Króatar eru í riðli með Íslandi í undankeppni HM í fótbolta 2018 en það er enginn búinn að gleyma því þegar króatíska liðið kom í veg fyrir að íslensku strákarnir komust á HM í Brasilíu 2014. Eitt af stærstu fréttunum eftir umspilsleiki Íslands og Króatíu voru níðsöngvar stuðningsmanna Króatíu í sigurgleði sinni eftir 2-0 sigur á Íslandi í seinni leiknum í Zagreb. Króatar hafa ekki lært af hörðum viðbrögðum FIFA við hegðun stuðningsmannanna og áframhald á þessari hegðun hefur nú orsakað það að Króatar þurfa að spila tvo fyrstu heimaleiki sína í undankeppni HM 2018 fyrir luktum dyrum. Króatíski landsliðsmaðurinn Josip Simunic fagnaði á mjög umdeildan hátt þegar króatíska landsliðið sló Ísland út en FIFA dæmdi hann í tíu leikja bann fyrir að nota fræga nasistakveðju til þess að gleðjast yfir sigrinum þegar hann fagnaði með hörðustu stuðningsmönnum króatíska liðsins. Leikurinn á móti Íslandi varð því hans síðasti landsleikur og Josip Simunic fékk ekki að spila á HM í Brasilíu ekki frekar en íslenska landsliðið sem þurfti að horfa upp á hegðun hans eftir leikinn. Hvorugur heimaleikjanna er þó á móti Íslandi því þetta eru heimaleikir Króatíu á móti Tyrklandi 5. september og á móti Finnlandi 9. október næstkomandi. Auk bannsins þarf króatíska knattspyrnusambandið að greiða sekt upp á 150 þúsund svissneska franska sem eru um 19 milljónir íslenskra króna.Króatar fagna sigrinum á Íslandi.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Simunic er ekki búinn að gefast upp Josip Simunic stefnir enn að því að spila með Króatíu á HM í sumar þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í bann fyrir nasistakveðju. 20. mars 2014 23:30 Nasista-kveðja Simunic eftir Íslandsleikinn ekki hans lokakveðja Josip Simunic hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, en hann mun aðstoða Ante Cacic, nýjan þjálfa Króata. Ante Cacic tók við liðinu af Niko Kovac sem var rekinn á dögunum. 21. september 2015 23:00 Nasistakveðjan eftir Íslandsleikinn dýrkeypt - Simunic missir af HM Króatíski landsliðsmaðurinn Josip Simunic fagnaði vel þegar króatíska landsliðið sló Ísland út úr umspili um laust sæti á HM í Brasilíu en fagnaðarlæti hans eftir urðu honum afdrifarík. 16. desember 2013 17:21 FIFA tekur fyrir hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi Aganefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur ákveðið að taka inn á borð hjá sér hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Brasilíu. Króatía tryggði sér sæti á HM með 2-0 sigri. 22. nóvember 2013 12:36 Nasistakveðjur Króata skyggja á sigurinn á Íslandi Josip Simunic, varnarmaður Króatíu og fjölmargir stuðningsmenn króatíska landsliðsins hafa verið sakaðir um að nota fræga nasistakveðju til þess að fagna sigrinum á Íslandi í gær en með honum tryggði króatíska landsliðið sér sæti á HM í fótbolta í Brasilíu næsta sumar. 20. nóvember 2013 17:00 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Sjá meira
Króatar eru í riðli með Íslandi í undankeppni HM í fótbolta 2018 en það er enginn búinn að gleyma því þegar króatíska liðið kom í veg fyrir að íslensku strákarnir komust á HM í Brasilíu 2014. Eitt af stærstu fréttunum eftir umspilsleiki Íslands og Króatíu voru níðsöngvar stuðningsmanna Króatíu í sigurgleði sinni eftir 2-0 sigur á Íslandi í seinni leiknum í Zagreb. Króatar hafa ekki lært af hörðum viðbrögðum FIFA við hegðun stuðningsmannanna og áframhald á þessari hegðun hefur nú orsakað það að Króatar þurfa að spila tvo fyrstu heimaleiki sína í undankeppni HM 2018 fyrir luktum dyrum. Króatíski landsliðsmaðurinn Josip Simunic fagnaði á mjög umdeildan hátt þegar króatíska landsliðið sló Ísland út en FIFA dæmdi hann í tíu leikja bann fyrir að nota fræga nasistakveðju til þess að gleðjast yfir sigrinum þegar hann fagnaði með hörðustu stuðningsmönnum króatíska liðsins. Leikurinn á móti Íslandi varð því hans síðasti landsleikur og Josip Simunic fékk ekki að spila á HM í Brasilíu ekki frekar en íslenska landsliðið sem þurfti að horfa upp á hegðun hans eftir leikinn. Hvorugur heimaleikjanna er þó á móti Íslandi því þetta eru heimaleikir Króatíu á móti Tyrklandi 5. september og á móti Finnlandi 9. október næstkomandi. Auk bannsins þarf króatíska knattspyrnusambandið að greiða sekt upp á 150 þúsund svissneska franska sem eru um 19 milljónir íslenskra króna.Króatar fagna sigrinum á Íslandi.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Simunic er ekki búinn að gefast upp Josip Simunic stefnir enn að því að spila með Króatíu á HM í sumar þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í bann fyrir nasistakveðju. 20. mars 2014 23:30 Nasista-kveðja Simunic eftir Íslandsleikinn ekki hans lokakveðja Josip Simunic hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, en hann mun aðstoða Ante Cacic, nýjan þjálfa Króata. Ante Cacic tók við liðinu af Niko Kovac sem var rekinn á dögunum. 21. september 2015 23:00 Nasistakveðjan eftir Íslandsleikinn dýrkeypt - Simunic missir af HM Króatíski landsliðsmaðurinn Josip Simunic fagnaði vel þegar króatíska landsliðið sló Ísland út úr umspili um laust sæti á HM í Brasilíu en fagnaðarlæti hans eftir urðu honum afdrifarík. 16. desember 2013 17:21 FIFA tekur fyrir hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi Aganefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur ákveðið að taka inn á borð hjá sér hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Brasilíu. Króatía tryggði sér sæti á HM með 2-0 sigri. 22. nóvember 2013 12:36 Nasistakveðjur Króata skyggja á sigurinn á Íslandi Josip Simunic, varnarmaður Króatíu og fjölmargir stuðningsmenn króatíska landsliðsins hafa verið sakaðir um að nota fræga nasistakveðju til þess að fagna sigrinum á Íslandi í gær en með honum tryggði króatíska landsliðið sér sæti á HM í fótbolta í Brasilíu næsta sumar. 20. nóvember 2013 17:00 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Sjá meira
Simunic er ekki búinn að gefast upp Josip Simunic stefnir enn að því að spila með Króatíu á HM í sumar þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í bann fyrir nasistakveðju. 20. mars 2014 23:30
Nasista-kveðja Simunic eftir Íslandsleikinn ekki hans lokakveðja Josip Simunic hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, en hann mun aðstoða Ante Cacic, nýjan þjálfa Króata. Ante Cacic tók við liðinu af Niko Kovac sem var rekinn á dögunum. 21. september 2015 23:00
Nasistakveðjan eftir Íslandsleikinn dýrkeypt - Simunic missir af HM Króatíski landsliðsmaðurinn Josip Simunic fagnaði vel þegar króatíska landsliðið sló Ísland út úr umspili um laust sæti á HM í Brasilíu en fagnaðarlæti hans eftir urðu honum afdrifarík. 16. desember 2013 17:21
FIFA tekur fyrir hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi Aganefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur ákveðið að taka inn á borð hjá sér hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Brasilíu. Króatía tryggði sér sæti á HM með 2-0 sigri. 22. nóvember 2013 12:36
Nasistakveðjur Króata skyggja á sigurinn á Íslandi Josip Simunic, varnarmaður Króatíu og fjölmargir stuðningsmenn króatíska landsliðsins hafa verið sakaðir um að nota fræga nasistakveðju til þess að fagna sigrinum á Íslandi í gær en með honum tryggði króatíska landsliðið sér sæti á HM í fótbolta í Brasilíu næsta sumar. 20. nóvember 2013 17:00