Eru nýliðar á EM eins og Ísland en hafa ekki tapað leik í meira en eitt ár | Úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 20:54 Kyle Lafferty fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty Norður-Írland er á leiðinni á sitt fyrsta Evrópumót frá upphafi í næsta mánuði en þeir eru nýliðar á EM í Frakklandi eins og við Íslendingar. Norður-írska liðið er greinilega í góðum gír þessa dagana. Norður-Írar unnu 3-0 sigur á Hvít-Rússum í kvöld í vináttulandsleik á heimavelli sínum Windsor Park í Belfast. Kyle Lafferty kom Norður-Írum í 1-0 eftir aðeins 6. mínútna leik en þetta var hans fimmtugasti landsleikur. Conor Washington bætti við öðru marki á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir mikil varnarmistök markvarðar Hvít-Rússa, Andrey Gorbunov, en Washington þurfti bara að senda boltann í tómt markið. Will Grigg skoraði síðan þriðja markið tveimur mínútum fyrir leikslok. Norður-Írar hafa nú spilað tíu leiki í röð án þess að tapa en síðasti tapleikur liðsins kom á móti Skotum 25. mars 2015.England vann 2-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Sunderland í kvöld en hinn átján ára gamli Marcus Rashford skoraði eftir aðeins 135 sekúndur í sínum fyrsta landsleik og hinn þrítugi Wayne Rooney skoraði síðan í fyrsta sinn á landsliðsferlinum eftir að hafa komið inná sem varamaður.Shane Long kom Írum yfir á móti Hollandi en Luuk de Jong jafnaði fyrir Hollendinga aðeins fimm mínútum fyrir leikslok.Adam Nemec skoraði tvö mörk fyrir Slóvakíu í 3-1 sigri á Georgíu í kvöld en þriðja markið skoraði Adam Zreľák.Sex Tékkar komust á blað þegar Tékkland vann 6-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik í kvöld eða þeir Jaroslav Plasil, Milan Skoda, Roman Hubník, David Lafata, Tomás Necid og Patrik Schick.Andrej Kramarić skoraði sigurmark Króatíu í vináttulandsleik á móti Moldavíu. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Norður-Írland er á leiðinni á sitt fyrsta Evrópumót frá upphafi í næsta mánuði en þeir eru nýliðar á EM í Frakklandi eins og við Íslendingar. Norður-írska liðið er greinilega í góðum gír þessa dagana. Norður-Írar unnu 3-0 sigur á Hvít-Rússum í kvöld í vináttulandsleik á heimavelli sínum Windsor Park í Belfast. Kyle Lafferty kom Norður-Írum í 1-0 eftir aðeins 6. mínútna leik en þetta var hans fimmtugasti landsleikur. Conor Washington bætti við öðru marki á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir mikil varnarmistök markvarðar Hvít-Rússa, Andrey Gorbunov, en Washington þurfti bara að senda boltann í tómt markið. Will Grigg skoraði síðan þriðja markið tveimur mínútum fyrir leikslok. Norður-Írar hafa nú spilað tíu leiki í röð án þess að tapa en síðasti tapleikur liðsins kom á móti Skotum 25. mars 2015.England vann 2-1 sigur á Ástralíu í vináttulandsleik í Sunderland í kvöld en hinn átján ára gamli Marcus Rashford skoraði eftir aðeins 135 sekúndur í sínum fyrsta landsleik og hinn þrítugi Wayne Rooney skoraði síðan í fyrsta sinn á landsliðsferlinum eftir að hafa komið inná sem varamaður.Shane Long kom Írum yfir á móti Hollandi en Luuk de Jong jafnaði fyrir Hollendinga aðeins fimm mínútum fyrir leikslok.Adam Nemec skoraði tvö mörk fyrir Slóvakíu í 3-1 sigri á Georgíu í kvöld en þriðja markið skoraði Adam Zreľák.Sex Tékkar komust á blað þegar Tékkland vann 6-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik í kvöld eða þeir Jaroslav Plasil, Milan Skoda, Roman Hubník, David Lafata, Tomás Necid og Patrik Schick.Andrej Kramarić skoraði sigurmark Króatíu í vináttulandsleik á móti Moldavíu.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira