Stjórnvöld dofin fyrir vanda vegna umbúða og sóunar Svavar Hávarðsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Endurvinnsla umbúða hvers konar er orðin stór iðnaðargrein – lítið er þó gert til að sporna við umbúðanotkun. Fréttablaðið/Valli „Þessi tiltekna þingsályktunartillaga er jákvæð, hún á að vera hvetjandi fyrir íslenska matvælaframleiðendur, en kannski er nauðsynlegt að henda fram tillögu sem er mun róttækari, þá kannski fer fólk að hlusta,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingsályktunartillögu sína um hvatningu til íslenskra matvælaframleiðenda til að draga úr umbúðanotkun.Margrét Gauja MagnúsdóttirTillagan hefur verið lögð fram á Alþingi í tvígang frá 2013 með fulltingi 13 þingmanna allra flokka, en dagaði uppi í bæði skiptin. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag hvetja þær Arndís Soffía Sigurðardóttir, eigandi Hótels Fljótshlíðar, og Elísabet Björney Lárusdóttir, umhverfisstjóri hótelsins, til þess að dreifingarkerfi vöru á milli framleiðenda, birgja og neytenda verði hugsað upp á nýtt í þeim tilgangi að minnka umbúðanotkun og sóun. Engir opinberir hvatar eru til þess að reka ferðaþjónustufyrirtæki undir slíkri stefnu. Þingsályktunartillaga Margrétar snýst um að Alþingi feli umhverfis- og auðlindaráðherra að hvetja til þess að íslenskir matvælaframleiðendur dragi úr notkun umbúða utan um vörur sínar og nýti sér efni sem eru umhverfisvæn. Þetta verði gert í samráði við hagsmunaaðila - Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Margrét Gauja lýsir því að tillagan hafi aldrei vakið athygli stjórnvalda en það eigi við um fleira. „Það er búið að reyna margt til að vekja áhuga Alþingis á þessu sívaxandi vandamáli sem plastið er og hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að ef við förum ekki að taka á þessu, þá erum við í vondum málum – og ekki eftir 100 ár heldur eftir 20 ár,“ segir Margrét Gauja. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun sem var samþykkt í lok september 2014. „Aðgerðaáætlun átti að liggja fyrir í fyrra en ekkert bólar á henni ennþá. Þessi tillaga er þverpólitísk, uppáskrifuð af þingmönnum allra flokka, en hún bara nær ekki í gegn, sem er miður. Á meðan tekur hver þjóðin á fætur annarri framúr okkur og samþykkir hrein bönn við t.d. plastpokum, frauðplasti og er í markvissri vinnu í að vinna gegn plasti,“ segir Margrét Gauja. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
„Þessi tiltekna þingsályktunartillaga er jákvæð, hún á að vera hvetjandi fyrir íslenska matvælaframleiðendur, en kannski er nauðsynlegt að henda fram tillögu sem er mun róttækari, þá kannski fer fólk að hlusta,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingsályktunartillögu sína um hvatningu til íslenskra matvælaframleiðenda til að draga úr umbúðanotkun.Margrét Gauja MagnúsdóttirTillagan hefur verið lögð fram á Alþingi í tvígang frá 2013 með fulltingi 13 þingmanna allra flokka, en dagaði uppi í bæði skiptin. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag hvetja þær Arndís Soffía Sigurðardóttir, eigandi Hótels Fljótshlíðar, og Elísabet Björney Lárusdóttir, umhverfisstjóri hótelsins, til þess að dreifingarkerfi vöru á milli framleiðenda, birgja og neytenda verði hugsað upp á nýtt í þeim tilgangi að minnka umbúðanotkun og sóun. Engir opinberir hvatar eru til þess að reka ferðaþjónustufyrirtæki undir slíkri stefnu. Þingsályktunartillaga Margrétar snýst um að Alþingi feli umhverfis- og auðlindaráðherra að hvetja til þess að íslenskir matvælaframleiðendur dragi úr notkun umbúða utan um vörur sínar og nýti sér efni sem eru umhverfisvæn. Þetta verði gert í samráði við hagsmunaaðila - Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Margrét Gauja lýsir því að tillagan hafi aldrei vakið athygli stjórnvalda en það eigi við um fleira. „Það er búið að reyna margt til að vekja áhuga Alþingis á þessu sívaxandi vandamáli sem plastið er og hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að ef við förum ekki að taka á þessu, þá erum við í vondum málum – og ekki eftir 100 ár heldur eftir 20 ár,“ segir Margrét Gauja. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun sem var samþykkt í lok september 2014. „Aðgerðaáætlun átti að liggja fyrir í fyrra en ekkert bólar á henni ennþá. Þessi tillaga er þverpólitísk, uppáskrifuð af þingmönnum allra flokka, en hún bara nær ekki í gegn, sem er miður. Á meðan tekur hver þjóðin á fætur annarri framúr okkur og samþykkir hrein bönn við t.d. plastpokum, frauðplasti og er í markvissri vinnu í að vinna gegn plasti,“ segir Margrét Gauja.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira