KA er komið í þriðja sætið eftir 1-0 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði í dag í Inkasso-deild karla. Það gengur ekki né rekur hjá HK.
Ásgeir Sigurgeirsson skoraði eina mark leiksins á 45. mínútu, en hann kom inná sem varamaður fimm mínútum áður.
KA er í þriðja sætinu með níu stig, en Leiknir er stigalaust á botni deildarinnar.
KR-banarnir í Selfoss unnu 3-0 sigur á HK í Kórnum. Ivan Martines Gutierrez kom Selfoss yfir af vítapunktinum á fimmtu mínútu.
James Mack tvöfaldaði forystuna á 23. mínútu, en Haukur Ingi Gunnarsson skoraði þriðja mark Selfoss stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Selfoss er með sex stig í sjötta sætinu, en byrjun HK mikil vonbrigði. Þeir eru með eitt stig eftir fjóra leiki.
Úrslit og markaskorarar:
HK - Selfoss 0-3
0-1 Ivan Martinez Gutierrez - víti (5.), 0-2 James Mack (23.), 0-3 Haukur Ingi GUnnarsson (75.).
Leiknir F. - KA 0-1
0-1 Ásgeir Sigurgeirsson (45.).
Úrslit og markaskorar eru fengnir frá urslit.net og fótbolti.net.

