Tónlist

Vivienne Westwood velur Dream Wife

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Ný fatalína Viv Westwood er hugsuð fyrir bæði kynin. Dream Wife er á meðal þeirra skapandi listamanna sem fengin voru til þess að kynna línuna.
Ný fatalína Viv Westwood er hugsuð fyrir bæði kynin. Dream Wife er á meðal þeirra skapandi listamanna sem fengin voru til þess að kynna línuna. Vísir/Dazed and Confused
Bresk/íslenska rokksveitin Dream Wife ratar enn og aftur á síður breska tískublaðsins Dazed and Confused. Nú hefur sveitin verið valin af tískuhönnuðinum Vivienne Westwood til þess að vera ein fimm skapandi eininga til þess að sýna nýja fatalínu sem hönnuð er fyrir bæði kynin í huga.

Dream Wife hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi og víðar frá útgáfu fyrstu þröngskífu sinnar EP1 sem kom út í mars. Söngkona sveitarinnar er Rakel Mjöll Leifsdóttir sem einnig hefur starfað með íslensku sveitunum Halleluwah og Útidúr. Sveitin var stofnuð í listaháskóla í Brighton fyrir tveimur árum og er talin í hópi þeirra bresku rokksveita sem vert er að hafa augu og eyru með á næstu misserum.

Dream Wife er við það að halda í heljarinnar tónleikaferð um Bretland sem hefst með tónleikum í „heimabæ“ sínum Brighton þann 19. maí og lýkur með tónleikum á hinum víðfræga klúbb The Finsbury 27.maí.


Tengdar fréttir

„Breski bransinn eins og House of Cards“

Bresk- íslenska hljómsveitin Dream Wife gefur út á morgun plötuna "EP01“. Útgáfutónleikar verða haldnir um kvöldið þar sem Reykjavíkudætur hita upp. Uppselt var fyrir mánuði síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.