Skipverjinn látinn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. maí 2016 12:30 Vísir Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. Að sögn Landhelgisgæslunnar hófst umfangsmikil leit að bátnum um klukkan hálf níu í morgun eftir að báturinn datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. Bátnum hvolfdi um 20 mílum út af Aðalvík. Maðurinn var einn um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson á Ísafirði voru send á vettvang, að því er greint var frá á fréttavefnum BB.is í morgun. Ættingjar mannsins hafi verið látnir vita. Uppfært: Landhelgisgæslan hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan.Í morgun, rétt um hálfníu varð stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vör við að bátur datt út úr ferilvöktun um 18 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Um var að ræða tæplega 10 metra langan strandveiðibát með einum manni í áhöfn. Þá þegar var hafist handa við að ná sambandi við bátinn en án árangurs. Voru þá nærstaddir bátar beðnir um að fara umsvifalaust á svæðið auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar Friðriksson. Þeir bátar sem næst voru staddir voru í rúmlega 10 sjómílna fjarlægð og héldu þeir þegar á staðinn. Veður og sjólag á staðnum var ekki sérlega gott en að sögn nærstaddra báta var veðrið að ganga niður. Þegar á leið og bátar sem héldu á staðinn urðu ekki varir við bátinn í ratsjá var einnig ákveðið að kalla út flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og senda með henni bæði kafara frá Landhelgisgæslunni og leitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Einnig voru harðbotnabjörgunarbátar björgunarsveita í Bolungarvík og Hnífsdal boðaðir út í samráði við svæðisstjórn björgunarsveita fyrir vestan. Um klukkan 10:15 komu þrír strandveiðibátar á svæðið og kom áhöfn eins þeirra auga á bátinn þar sem hann var á hvolfi í sjónum. Var einn báturinn beðinn um að vera við bátinn sem hvolft hafði meðan hinir tveir hófu kerfisbundna leit. Rétt fyrir klukkan 11 kom áhöfn annars leitarbátsins auga á skipverja í sjónum og um sama leyti kom þyrla Landhelgisgæslunnar þar að og var maðurinn hífður um borð í þyrluna. Var hann úrskurðaður látinn af þyrlulækni Landhelgisgæslunnar. Hélt þyrlan áleiðis til Reykjavíkur en björgunarskipið Gunnar Friðriksson kom á svæðið rétt fyrir klukkan 12 og mun freista þess að draga bátinn til lands. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. Að sögn Landhelgisgæslunnar hófst umfangsmikil leit að bátnum um klukkan hálf níu í morgun eftir að báturinn datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. Bátnum hvolfdi um 20 mílum út af Aðalvík. Maðurinn var einn um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson á Ísafirði voru send á vettvang, að því er greint var frá á fréttavefnum BB.is í morgun. Ættingjar mannsins hafi verið látnir vita. Uppfært: Landhelgisgæslan hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan.Í morgun, rétt um hálfníu varð stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vör við að bátur datt út úr ferilvöktun um 18 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Um var að ræða tæplega 10 metra langan strandveiðibát með einum manni í áhöfn. Þá þegar var hafist handa við að ná sambandi við bátinn en án árangurs. Voru þá nærstaddir bátar beðnir um að fara umsvifalaust á svæðið auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar Friðriksson. Þeir bátar sem næst voru staddir voru í rúmlega 10 sjómílna fjarlægð og héldu þeir þegar á staðinn. Veður og sjólag á staðnum var ekki sérlega gott en að sögn nærstaddra báta var veðrið að ganga niður. Þegar á leið og bátar sem héldu á staðinn urðu ekki varir við bátinn í ratsjá var einnig ákveðið að kalla út flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og senda með henni bæði kafara frá Landhelgisgæslunni og leitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Einnig voru harðbotnabjörgunarbátar björgunarsveita í Bolungarvík og Hnífsdal boðaðir út í samráði við svæðisstjórn björgunarsveita fyrir vestan. Um klukkan 10:15 komu þrír strandveiðibátar á svæðið og kom áhöfn eins þeirra auga á bátinn þar sem hann var á hvolfi í sjónum. Var einn báturinn beðinn um að vera við bátinn sem hvolft hafði meðan hinir tveir hófu kerfisbundna leit. Rétt fyrir klukkan 11 kom áhöfn annars leitarbátsins auga á skipverja í sjónum og um sama leyti kom þyrla Landhelgisgæslunnar þar að og var maðurinn hífður um borð í þyrluna. Var hann úrskurðaður látinn af þyrlulækni Landhelgisgæslunnar. Hélt þyrlan áleiðis til Reykjavíkur en björgunarskipið Gunnar Friðriksson kom á svæðið rétt fyrir klukkan 12 og mun freista þess að draga bátinn til lands.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17